Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Qupperneq 10
214 LESBÓK MORCUNBLADSINS Cjömu tfróí 'ia9 CL, EIN í BÆNUM UM ÁTTA VIKUR i. Svartidauði sveif um landið, síst á vörnum þektust tök. Loftið yirtist lævi blandið, lítið dugðu presta rök. Fólkið hneig að heljar bólum í hreysi jafnt sem biskupsstólum. Bleikur dauðinn bæi eyddi, brúðir og sveina niður sló, en hjá kotum ýmsum sneiddi, afskektum, við fjall og sjó. Sem mætti ei — fyrir ferða önnum fjarlægum vera að sinna mönnum. Ekkjan mörg ein angruð grætur ástvini, sem hverfa sá, henni færðust fáar bætur, fölnuð vonaljósin smá. Og ungmennin við beðinn bana bleika trega foreldrana. Prestar bænir bljúgir þylja biðjandi um frið og náð. En upp nje niður ekkert skilja um orsakanna dulinn þráð. En kenna að sorg og sjúkdóms- undir, syndagjald og hegning mundi. II. Gína við kaldri Gjögratá grimmefldar úthafs Mnardætur, lemja þangbleikar bjargarætur bölþrungnum hrammi tröllin grá. Hvar sem finnst brestur, brot eða sprunga, blágrýtis mola kletta þunga. Aðgang þeirra við útnes há, einir þeir skilja, er heyra og sjá. Þarna norður við útnes yst áður fyrri, stóð lítið býli. Þar átti bóndi með barn sitt skýli, en konuna hafði kæra mist. Keflavík nefndist kotið lága í krika austan við Gjögrið bláa. Hvar ægir syngur ógnaraust úthafsins ljóð við bóndans naust. Þó ólmist Rán, með vetrar völd og víkurmynnið brimskafl spenni, svo löðrið hátt á landið renni — ljúft er þar oft um vorsins kvöld, þegar sígur svefn á Kára og saman hvíla Hrönn og Bára, og þegar yst við úthafsslóð eldar brenna af sólarglóð. Hjálmar bóndi oft sótti sjó, sumar og vors um daga langa. Við Gjögur er oft gott til fanga, þá „gulur“ sig úr hafinu dró. Oft þó hafðl hann andbyr hlotið og árarspaða sveigt að broti, en jafnan samt náð sinni vör með sára lófa, en hlaðinn knör. Og litla Björg í bænum þar að bústörfunum gæta mundi, iðnari mörgu eldra sprundi, ára tíu rúmt hún var. Mjólkaði kúna, fötur fáði, fiskinn sauð, og eldsins gáði. Prjónaði sokk og bætti bót á babba sinn, hin unga snót. Lítið hafði hún lært á bók, til leturgjörðar ekkert kunni, en fáein vers af föður munni mundi er trúartraustið jók. En lærði vel, með hjartað heita hlýðni og ástúð föður veita, og aldrei breyta hans boðum frá, þó brysti skilning tilgang sjá. Faðir hennar fræðagjarn flestum las á helgidögum í húspostillu og helgisögum, er hlýddi á lúð blíða barn. Þar lærði hún skil á lífi og dauða, löst þess ríka og eymd hins snauða um helga engla, himnavist, herran guð og Jesú Krist. Af því hafði Hjálmar frjett um haustið er síðast fór á bæi. að pestin helgrimm í landi lægi og legði fólkið til moldar þjett. Unga, gamla, auðga, snauða — allir jafnt lutu svartadauða. — Einstöku kot þó undan dró upp til dala og fram við sjó. Sem elding þá flaug í Hjálmars hug sú hugsun að forðast mannafundi, vörn helst í slíkum voða mundi og vísa hverjum gesti á bug. — Hann hugsaði sjer það ráð að reyna rjett til að verja sig og meyna. Máls ekki njóta af næstu grönnum, nú og úthýsa ferðamönnum. Við það svo fram á vetur leið. vissi hann ekki um mannaferðir eða hvað plágan af sjer gerði — en altaf því sama fyrir kveið. Ef að þar gest að garði bæri í gaddhríð, er kannske sjúkur væri göngulúinn. — Það glöggt nú fann guðlaust að hýsa ei slíkan mann. III. Flatevingar fyrir jólin fóru að sækja vöru í land. Vengi glæsti vetrarsólin, víðir sljettur þvoði sand. Sexæring á sjóinn hrundu, sveigðu árar, hraustri muridu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.