Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1949, Page 16
220
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ViIIi-Skotland.
Á dögum Ögmundar biskups hjet
skipherra fyrir (Skálholts-) duggunni
sjera Hallur; með honum var annar
prestur, er Salomon hjet. Þeir fengu
hafvillu og komu að ókendu landi; þar
skiidi enginn þeiri'a mál, og ei heldur
þeir annara; fimm af þeim gengu á
land og voru strax teknir. Sjera Hall-
ur kunni latínu og talaði til þeirra.
Einn landsmanna ansaði honum aftur.
Þeir keyptu alla, þá er á land voru
komnir, lausa, og guldu fyrir í öllu,
sem þeir höfðu til. Landsmenn höfðu
engin klæði, utan skyrtur og stríga-
buxur. Einn af landsmönnum ýtti þeim
frá landi, er alt var samið með þeim;
einn af þeim íslensku ætlaði að höggva
í höfuðið á honum, en hann fleygði
sjer á bak aftur niður í sjóinn. Með
það láta þeir frá landi, og vissu ei
hvert; í því bili kom maður fram á
bergið bláklæddur og klappaði á koll
sjer. — Það ætluðu þeir þeirra prest,
meinandi að þeir skyldi aftur koma;
en þeir þorðu það ekki; hjetu þá að
gefa þriðjung af öliu því þeir ætti, ef
guð gæfi þeim að finna kristin lönd,
og svo skeði, að þeir komust í Noreg,
og sögðu norskir þeim, að það væri
Villi-Skotland, sem þeir hefði að kom-
ið. (Jón Egilsson).
„Hræddir hvert ár Danir váru“
Við snögglega innkomu á Hafnar-
fjörð seint í kauptíð 1724, tveggja
Hamborgarskipa, brá fólki svo á Álfta-
og Seltjarnarnesjum að það tók að
flýja. Amtmaðurinn, landfógetinn
(Cornelius Wulff), vicelögmaður
Niels Kjær (er þá bjó á Nesi við Sei-
tjörn) með þeirra fólki höfðu látið und
an koma af góssi og bókum, er síst
vildu missa. (Hítardalsannáll).
Flutningar hjer áður.
Það mun hafa verið vorið 1881, að
sjera Eiríkur Briem fluttist hingað
suður frá Steinnesi. Það hefur vissu-
lega verið erfitt að fara landveg með
þann flutning. Börnin voru ekki nema
tvö, Ingibjörg 6—7 ára og Eggert hjer
um bil tveggja ára. En svo var einnig
með gamla frú Guðlaug Hjalmarsen,
og var hún komin í kör og því nær
blind. Hún var flutt í djúpum kassa,
Þessi mynd er tekin úr flugvjel og sjer yfir yngsta kaupstaðinn á land-
inu, Keflavík. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon).
sem var tjaldaður að ofan og utan
með brekánum. Kassinn var síðan
festur á milli tveggja hesta, sem voru
látnir ganga samhliða. Krakkarnir
vort,i fluttir í hripum (Guðrún Borg-
fjörð).
Hollenskur prins
Hinrik að nafni, kom hingað til ís-
lands sumarið 1846. Hafði danska
stjórnin boðið Th. Hoppe stiptamt-
manni að taka vel á móti honum og
fara með honum til Geysis og Krýsu-
víkur. En er stiptamtmaðurinn sendi
stjórninni kostnaðarreikning, fekk
hann ávítur miklar hjá henni fyrir ó-
þarfa eyðslu, meðal annars fyrir það
að hann hefði haft alt of marga hesta,
53 alls.
Fyrir 60 árum
segir Matthías Jochumsson svo í
brjefi til sjera Jóns Bjarnasonar: —
Harðærið stendur nú hjer nyrðra sem
hæst yfir og ólíklegt að enn líði svo
vetur að hungurdauðinn dragist. Hjer
var komið rjett að nástrám þegar síld-
arhlaupið kom í vor inn á fjörð þenna.
Sigling til Norður- og Austurlandsins
kom hvergi fyrr en undir slátt. Þetta
ástand demoraliserar fólk vort miklu
meir en flestir ímynda sjer, enda má
mórallinn ekki tæpara standa en hann
virðist nú vera á voru landi. Það, að
enginn trúir lengur öðrum, er eitt hið
versta tákn tímanna, og það stendur
nærri. En — nú fer tíðarfarið — það
gefur skaparinn — nú fer það að snúa
við. —
Fyrsta kynbótafjelag
á Islandi var stofnað norður í Bárð-
ardal árið 1855. Bundust þá nokkrir
bændur samtökum um að reyna að
bæta sauðfjárstofninn. Frömuður þessa
fjelagsskapaar var 19 ára piltur, Jakob
Hálfdánarson, er seinna varð lands-
kunnur.
Kúvíkur
Jón Salomonsen var fyrst kaup-
maður í Spákonufellshöfða, en síðan
í Kúvíkum. Seinni kona hans var Sig-
ríður Benediktsdóttir frá Dvergstöð-
um. Var hún vitur kona og mikil fyrir
sjer. Þótti henni Kúvíkur-nafnið svo
óvirðulegt, að hún fekk mann sinn til
að breyta um og rita og kalla Reykj-
arfjörð, og hefur það haldist síðan. —
Sonarsonur Jóns Salomonsens var Dúi
Benediktsson lögregluþjónn á Akur-
eyri.