Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 9
LESBOK morgunblaðsins 421 efnivðurinn var í'luttur á hvern stað, og svo áttu þeir, sem höfðu þar vetursetu að reisa húsin næsta vor. Það voru. sjö menn undir for- ystu Magnus Bengtson málara. Hinn 4. sept. lögðum við svo á stað frá Amdrupshöfn og með dæmalausri heppni tókst skipverj- um að sigla hinu stýrislausa skipi í gegn um ísbreiðuna, sem var ó- venjulega breið þetta haust, eða um liundrað sjómílur. Síðan náðum við heilu og höldnu höfn í Hofsósi á Norðurlandi. Ekki var hægt að gera við skipið þar, en íslenska stjórnin var svo greiðvikin að Ijá skip til að draga okkur til Eær- eyja. Svo var það óveðursnótt milli Færeyja og ísla:- ds að dráttartaug- in milli skipanna slitnaði. Við höfð- um búið okkur út bráðabirgðastýri og þar sem skipið ljet nokkurn veginn að stjórn, heldum við einir áfram. Vegna storms, hafróts og strauma tókst oþkur þó ekki að ná Færeyjum, og ekki heldur Hjalt- landseyjum. Við hugguðum okkur við það að við gætum þó ekki far- ið fram hjá Noregi. Og fegnir vor- um við er okkur tókst að komast inn til Molde og fengum þar skip til að draga okkur lieim til Dan- merkur. Viðbúnaður i Angmagsalik. Meðan við vorum i Scoresby- sundi skrifaði grænlenska stjóriún nýlendustjóranum í Angmagsalik, tilkynti honum undirbúning að stofnun nýlendunnar og bað hann að hvetja duglega veiðimenn til þess að gerast landnemar þar. Þessu var tekið svo vel í Angmagsalik að á einni viku gáfu sig fram 15 veiði- menn ásamt fjölskyldum sínum eða samtals 77 menn. Meðal þessara manna var oinn „lesari“, og samtals áttu þeir 8 kvenbáta og 15 kajaka, sennilega einn sleða á hverja fjölskyldu og nægilega marga dráttarhunda. Hendrik Hoeg aðstoðarmaður taldi sig og fúsan til þess að flytjast þangað ásamt fjölskyldu sinm og gerast þar nýlendustjóri. Yfirkenn arinn, Sejer Abelsen gaf eirmig kost á því að fara þangað ásaml fjölskyldu sinni og gerast prestur og kennari í nýlendunni. Þannig var þá þegar í stað kom- inn nægilegur fjöldi fólks til þess að fara norður með skipinu næsta sumar. En þegar fregnin um þessa nýbreytni barst út um hjeraðið gáfu sig enn svo margir fram, að ekki var viðlit að allir gæti kom- ist með. Það var því hægt að velja úr duglegustu mennina. Hinum var gefið fyrirheit um það, að-þeim skyldi seinna leyft að fara til Scor- csbysunds, ef raunin yrði sú að fleira fólk gæti komist þar af. Bjarndýraveiðimaður með vetrarfeng sinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.