Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 12
424 LESBOK MORGUNBLAÐSINS cjCaupey ^Jr. OL 'erman: EMANUEL SWEDENBORG til að koma kirkjunni upp. Hún var vígð sumarið 1929. Það var hátíðisdagur fyrir land- nemana þegar hinir hvellu hljóm- ar kirkjuklukkunnar bárust út um nýlenduna og kölluðu þá til guðs- þjónustu. Og þeir færa frið og ör- yggi öllum þeim, sem eru svo sjúk- ir eða farlama að þeir geta ekki sótt kirkjuna. Og áreiðanlega hafa þeir orðið máttugir gegn hinum illu öndum, því að síðan hefir mað- ur aldrei heyrt þeirra getið. ^ ^ ^ og skipsfannur af laxi tckinn ÁRIÐ 1643 fekk Jóhann Mum frá Hamborg konunglegt einkaleyfi til laxveiði í Hvítárósi, en þó með því skilyrði, að yfirvöld landsins sam- þyktu, að ekki væri gert á hluta landeigenda með veiði hans. Hann spurðist síðan fyrir um þetta á Alþingi, en lögrjettan svar- aði honum því, að hann mætti að vísu veiða í ósnum, en þó aðeins þannig, að laxinn gæti gengið ó- hindraður í ána. Því að lög mæla svo fyrir (Jónsbók, Landsleigubálk- ur, 56. kap.) að enginn megi gera þær veiðivjelar í ána, sem tálmi því, að fiskar komist upp ár og læki, éins og venja þeirra er. Samskonar ákvædi eru í fornum norskum lög- um. Mum túlkaði engu að síður leyf- isbrjef sitt þannig, að konungur hefði leyft honum að veiða allan þann lax, er í Hvítá gengi. Hann lagði því skipi sínu undan ósnum, rak staura niður yfir hann þveran og lagði þar netjum á milli. — Á skömmum tírna veiddi hann svo Á DÖGUM Svedenborgs var uppi heimspekingurinn Immanuel Kant. Hann var beðinn þess af ýmsum háttsettum mönnum og konum í Þýskalandi að rannsaka „í nafni vísindanna“ það, sem þá barst til allra um atburðina í Stokkhólmi, sem þá þóttu undur ein og krafta- verk. Kant skrifaði þá Svedenborg og spurði hann hvað þetta væri og á hverju undrin bygðust. Þegar hann hafði fengið svar Sveden- borgs, þá svaraði hann hinum háu spyrjendum því, „að enginn vafi væri á sannleiksgildi þess, sem Svedenborg kenndi“, og þar að auki væri Svedenborg nú að gefa út bók, sem útskýrði þetta efni. Bækl- ingur þessi heitir „Sál og líkami“ og var skrifuð árið 1769, þegar Svedenborg var 81 árs gamall. Er hjer tekinn stuttur útdráttur úr henni. Heimar eru tveir. Til þessa dags hefur flestum ver- ið hulið, jafnvel innan kirkjunnar, að til eru tveir heimar. En til þess að gera mönnum þetta skiljanlegt hefur guði þóknast að opna mjer andlega sjón, og láta mig sjá lífið í heimi andans, frá æðsta stigi til mikinn lax, að hann lilóð skip sitt og fekk allan kostnað við útgerð þessa ríkulega goldinn. Bændur, einkum þeir, er lönd áttu að Grímsá og Norðurá, kærðu aðfarir þessar. Staurarnir voru teknir upp og Mum hvarf á brott. Síðan hefur þetta ekki verið reynt. (Ferðab. E. Ú. og B. P.) hins lægsta, svo að jeg geti sagt öðrum frá af eigin sjón og reynd. Jeg hef sjálfur sjeð þessa tvo heima, hinn andlega, þar sem engl- ar og andar búa, eins og menn búa hjer í efnisheiminum, og að menn fara við dauðann úr þessari veröld inn í þá andlegu og dveljast þar um alla eilífð*“ Það er mjög nauðsynlegt að vita um þessa tvo heima og innstreym- ið frá andans heimi, því hið and- lega líf streymir eða líður inn í hið efnislega og er þar starfandi í öllu, stóru og smáu. Sólirnar tvær. Hinn andlegi heimur er til orð- inn af sinni sól, eins og efnisheim- urinn af sinni. „Jeg get með sanni sagt, að hin andlega sól er til, því að jeg hef oft sjeð hana. Hún er ljómandi og björt, og aldrei gengur hún til viðar nje dregur fyrir hana. Þar er því endalaust vor og eilíft ljós.“ Það er skiljanlegt, að hið andlega getur ekki viðhaldist af efninu, heldur gagnstætt, svo að ef andlega sólin væri ekki til, þá væri heldur ekkert líf til. Frá þessa heims sól stafar Ijósi og yl, sem aðeins getur vermt hið efnislega, og er takmarkað, eins og * Svedenborg hefur verið nefndur höfundur andatrúar, af því að hann auglýsir heim andans fyrst afdráttar- laust. Samt varar hann alvarlega við miðilstilraunum, af því að andar sje misjafnir, eins og menn, og margfalt hættulegri, vegna þess að menn geti ekki gert sjer grein fyrir háttalagi þeirra. En jafnframt segir hann, að liver maður hafi í sjer hæfileika til að sju, lieyra og skynja hið undlega liíið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.