Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSJNS \ 426 ur af því að menn hafa ekki þekt hið andlega lífið og sól þess, sem er uppspre'vta alls lífs. En með því að mjer var gefið að sjá og reyna hið andlega líf og taka þátt í því alveg eins og í þessu lifi, og sjá sólina þar jafnframt vorri sól, er jeg, eftir minni bestu vitund, skyldugur að segja öðrum frá þessu. Því að hvaða gagn er að vita, ef aðrir íá ekki að vita? Eftirmáli: í öllum menmngarlöndum eru nú Svedenborgs-fjelög, sem þýða og lesa bækur hans. Hjer vita menn varla að þessi fjársjóður er til, fáir hafa heyrt nokkuð um Svedenborg, og s mir kæra sig máske ekki um að kynnast honum. Þetta verður þá að bíða enn um stund, að menn kynnist ljósinu. Frömuður lífsins hefur biðið í aldaraðir eftir því að mannkynið, þetta óþekka, þráa barn, snúi sjer til hans ,sem það á alt að þakka, tilveru sína og kost á eilífri sælu í kærleika heimkynn- um hans. Menn steypa sjer út í hringiðu ofsa um allskyns ytri efni, sem þeir vita oft lítið um og skilja þeim mun minna. Þeir eyða í þetta bestu árum ævi sinnar, og kröftum, sem til annars eru gefnir. Þeir gleyma að alt er ein heild, og að skaða meðbróður sinn er að skaða sjálfan sig. Það er engin bót í máli þótt hægt sje að segja: Við erum ekki verri en aðrir. Það er neikvætt, því að þá er enn hægt að halda lengi niður á við. Islendingar standa betur að vígi en nokkur önnur þjóð heimsins. Þeir geta ef þeir vilja orðið bestir allra og vitrastir allra, og þannig orðið andlegir leiðtogar. Sjálfræði. Á þessum tímum, þegar sjálf- ræðið er að verða neikvæð hug- mynd, er mikil þörf að gera sjer grein fyrir að sjálfræði ‘eða frelsi má ekki misskilja, ef vel á að iara, því eiginlega er það ekki frelsi sem nú er oft nefnt því nafni, t. d. með því að nota frjálsræði sitt til að gera illt eða orsaka villur, er maðurinn að binda sjálfan sig fyrir tíma og eilífð (ef til vill) en það er háskalegasta ófrelsið, sem til er! Maðurinn sem vitandi vits svíkst um við skyldur sínar, skal ekki halda, að hann sje laus með því_ þó að hann nefni sig „frjálsan“ til þess. Hann er í fjötrum, sem verða æ því hættulegri, eftir því sem hann lætur eftir slíku „frelsi“. Hann er í hættulegum fjelagsskap frá andlega sviðinu, hugsanaheim- inum, en sá kraftur er háskalegri en hnefahögg, sem orsakar , blátt auga“, enda þótt maðurinn verði hans ekki var strax, með líkam- legum þjáningum. Yfirleitt er of lítið athugað hvað maður sjálfur hefur fengið mikið vald og hefir þar af leiðandi, mikla ábyrgð gagnvart sjálfum sjer (samkvæmt kenningunni). Þetta skilja alhr íslendingar. V ^ ^ V V - Molar - UNG stúlka spurði Goidstein mat- vörukaupmann hvernig stæði á því að hann væri svo gáfaður. „Jeg borða síldarhöfuð,“ sagði Goldstein. Stúlkan keypti nokkur síldarhöfuð fyrir 50 aura hvert. Hún át þau, en fann engan mun á gáfunum. „Þjer hafið ekki borðað nógu mikið“ sagði Goldstein. Hún keypti fleiri síldarhöíuð og át þau. Svo kom hún til Goldsteins og spurði hvernig á því stæði að hún þyrfti að borga 50. aura fyrir hvern sildarhaus, þegar heil síid kostaði ekiú nema 15 aura. „Bravó!“ sagði Goldstein, „yður hefur farið mikið iram.“ Barnahaí Kennari nokkur sagði við börn- in: — Nú aetla jeg ai5 fá hvo~:u ykkar þrjár tölur. Ein r.ierkir lif- ið, önnur frelsið og hin þriðja leiðina til farsældar. Þegar þið komið á morgun eigið þið að af- henda mjer þessar tölur og segja mjer hvað hver þeirra táknar. Daginn eftir gekk Jói iitli fyrir kennarann og sagði: — Jeg get ekki skilað öllum tölunum, en hjerna er lífið og hjerna er frelsið. En leiðina til farsældar festi mamma í bux- urnar mínar í gærkvöldi. ★ Siggi litli óttaðist ekkert meira en verða feitur. Hann hafði þann leiða ósið að naga á sjer neglurn- ar og mamma vildi venja hann af því. Hún sagði því við hann, að hann yrði feitur ef hann nagaði á sjer neglurnar. Nokkrum dögum seinna voru þau á gangi á götu og mættu þá einni af vinkonum rnömmu og var hún alveg komin á steypirinn. Þær tóku með sjer tal og alt í einu sagði vinkonan: — Siggi, veistu hver jeg er? — Nei, það veit jeg ekki, sagði Siggi, en jeg veit hvað þú hefir gert. ★ Kennarinn hafði verið að segja börnunum frá sólkerfinu, sólinni, tunglinu og stjörnunum. Næst á eftir áttu þau að skrifa brjef til mömmu sinnar. Ein telpan byrjaði brjefið svona: — Elsku mamma. Þú ert besta mamman í öllu sólkerfinu. ★ Mamma ávítaði dóttur sína fyr- ir það að henda leikföngu íum sínum út um alt, og skipaði henni að tína þau saman og láta þau á sinn stað. Meðan sú litla var að því, heyrði mainma að hún var sárgröm að tauta við sjálfa sig: „Altaf þarf jeg að gera það, sem hún á að gera“. -----------------------------rr—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.