Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 AMERISKAR Á baðstað seint um kvöld. Heið- ur himinn og stjörnubjart. Maður nokkur gengur fram hjá pilti og stúlku, og hann heyrir að stúlk- an segir: „Eru ekki stjörnurnar dásam- lega fagrar? Ó, hvað mjer finst það yndislegt að horfa á þær og hugsa um vísindin. Finst þjer ekki vísindin vera dásámleg? Til dæm- is stjörnufræðin? Stjörnufræðing- arnir eru dásamlegir menn. Jeg get skilið hvernig þeir fara að reikna hve langt er til tunglsins og stjarnanna og sólarinnar, hvað sólin er stór og hve hratt hún hreyfist. En hvernig í ósköpunum heldurðu að þeir hafi farið að því að vita rjett nöfn á öllum stjörn- unum?“ ----o--- Saga þessi gerðist í litlu þorpi Lítil járnbrautarlest fór þar á milli og borgarinnar og járnbrautarfje- lagið seldi fjóra farmiða fvrir krónu. Þetta fanst þorpsbúum alt of mikið. Þeir kusu því nefnd manna til þess að fara á fund stjórnar járnbrautarfjelagsins og reyna að semja við hana um betri kjör. Nefndin gerði góða fcrð. Fje- lagið felst á að umkvartanirnar væri á rökum bygðar og samþvkti að eftir það skyldu menn fá sex farmiða fyrir krónu. Sigri hrósandi og glöð kom nefndin hcim með þessar góðu frjettir. En það var að minsta kosti einn maður í þorpinu, sem ekki varð glaður — sá nánas- arlegasti meðal nánasai legra manna. Hann sagði: „Nú hefir versrtað um helming! Hjer eftir verður maður að ganga sex sinnum til borgarinnar til þess að r.para eina krónu“. KIMNISOGUR ÞETTA var á þeim árum, þegar fluglistin var enn í bernsku. Mað- ur nokkur hafði fengið sjer litla flugvjel og sýndi flug á samkom- um fyrir peninga. Nú bar svo við að safnaðarstjórn kaþólskrar kirkju í úthverfi New York ætlaði að safna fje til þess að byggja nýa kirkju. Var í því skyni leigður opinber skemtistað- ur og áttu þar að fara fram margs- konar skemtiatriði. En aðalatriðið, og það sem helst átti að draga fólk að, var flugsýning og þessi maður átti að sýna listir sínar. Veður var heldur óhagstætt svo að hann treysti sjer ekki að fljúga og fekk annan fyrir sig. En sá vildi ekki heldur fljúga. Hann fór að at- huga vjelina. Hann athugaði skrúf- una. Hann þóttist vera að gera við hjer og þar og vonaði að hann gæti tafið svo tímann að myrkrið dytti á og hann væri löglega afsakaður að fljúga. Áhorfendur gerðust óþolinmóðir og kaþólski presturinn, sem stjórn- aði samkomunni, fór ti) flugmanns- ins og sagði við hann: — Sonur minn, geturðu nú ekki lagt á stað? Við höfum borgað þjer fyrir að fljúga og áhorfcndur bíða með óþolinmæði eftir því. Þeir hafa nú biðið eftir þjer í hálfa aðra klukkustund. — Faðir, sagði flugmaðurinn. Það er fjöldi fólks í Burlington í Iowa, sem hefur biðið í átján mánuði cflir því að jeg fljúgi fyrir það. Iri nokkur var á gangi í Fifth Avenue, fór þar inn í kirkju, settist og fell þegar í svefn. Að messu- gcrð lokinni kom kirkjuvörður og vakti hann. — Við erum að loka og jeg verð að biðja yður að fara út. — Því látið þjer svona, sagði ír- inn, dómkirkju er aldrei lokað. — Þetta er ekki dómkirkja, það er presbyterana kirkja. írinn settist upp og leit í kring- um sig. Á veggjunum voru fagrar myndir af postulunum. — Er það ekki Lúkas guðspjalla- maður, sem er þarna? spurði hann. — Jú. — Og er þetta ekki Markús? — Jú. — Og er þetta ekki Pjetur? — Jú. — Ætlarðu að telja mjer trú um það, að þeir sje allir orðnir mót- mælendatrúar? V V ^ BRIDGE S. 7 6 H. 6 T. D 9 4 3 L. Á D G 5 3 2 S. A 8 2 H. 5 4 3 2 T. 10 8 7 6 L. K 6 S. 9 4 3 H. Á K D G T. Á K G 5 2 L. 7 Sagnir voru þessar: S. V. N. A. 1 T 1 S 2 L P 2 H p 4 T P 5 T P P P V slær út SK. Hvað munduð þjer nú hafa gcrt í sporum A? Eftir sögnunum að dæiria eru rauðu litirnir sterkir hjá S, sennilega 5 tiglar og 4 hjörtu. Og hafi hann aðeins einn spaða, pá er spil- ið unnið. En hafi hann 3 spaða og 1 lauf, þá cr veik von um að fella hann. A sá þann lcik á borði og greip tæki- færið. Hann drap kónginn með ásn- um og sló út spaða aftur og V fekk þann slng. V slær enn út spaða. Nú er S viss um, að A á ckki meiri spaða og „stingur hann frá slag'* mcð því að drepa með tromp drotningu. Ekki kom S það til luigar að öll 4 trompin mundu vera hjá A. En með þessu hefur hann slegið spilið úr hendi sjer, því að A hlýtur nú að fá einn slag á tromp. S. Iv D G 10 5 H. 10 9 8 7 T. — S. 10 9 8 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.