Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Qupperneq 4
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hernámsstjóri Bandáríkjanna 3 f Þýskalandi JOHN JAY McCLOY gegnir nú einhverju ábyrgðarmesta starfi. sem nokkrum Bandaríkjamanni hefur verið fahð. Hann er her- námsstjóri í Þýskalandi á því svæði. sem næst liggur hernáms- svæði Rússa. Hann þarf sífelt að eiga í höggi við Rússa og Þjóð- verja, en Bandaríkin hafa líka vak- andi auga á öliu sem hann gerir. Þetta er þvi áreiðanlega vandasam- asta starf, sem nokkur maður í heiminum gegnir nú á dögum. Fyr- ir það fær hann í laun 25.000 doll- ara á ári, eða nokkru minna en sumir leikararnir í Hollywood fá. Sem hernámsstjóri er hann ekki aðeins æðsti maður Bandaríkjanna þar, heldur er hann umsjónarmað- ur ECA og á að sjá um efnahags- lega viðreisn Þýskalands. Til þess hafði hann á 'þessu ári 509.800 000 dollara, en á næsta ári 519 miljónir dollara. Fjármálamenn og bankar í Ameríku munu gefa nánar gætur að því hvernig hann ver þessu f je, og ef þeim líkar ekki ráðsmenska hans er hætt við að hann fái orð í eyra. McCloy er fæddur í Philadelphia og er nú rúmlega fimtugur að aldri. Hann misti föður sinn á unga aldri. Heimilið var fátækt, en þó tókst Utan af strætinu heyrist skrölt frá bílum, úr fjarska hávaði af járn- braut, blástrar eimpípna langt að, kliður fólksradda og farartækja — alt vottuf um síkvikandi æðaslátt lífsins. Þóroddur Guðmundsson. móður hans að Icoma honum í gegn um skóla. Svo ávann hann sjer ó- keypis skólavist í Amherst og þar var Lewis Douglas, núverandi sendiherra Bandaríkjanna í Lond- on, bekkjarbróðir hans. Tókst þá með þeim vinátta, sem aldrei hef- ur rofnað. Þegar fyrra heimsstríðið skall á varð McCloy að hætta námi eins og margir fleiri og ganga í herinn. En er hann kom heim aftur gekk hann í lögfræðideild Harvard há- skóla og að loknu prófi gerðist hann starfsmaður hjá lögfræðinga- firma í Wall Street. Og það var hann, sem fekst við að rannsaka hið svonefnda Black Tom mál. Það var þannig, að sprenging hafði orð- ið í hergögnum í höfninni í New York. Áttu þau hergögn að fara til rússnesku stjórnarinnar. McCloy tókst að sanna það, að Þjóðverjar hefði staðið að sprengingunni. Upp úr því fór hann að kynna sjer njósnir Þjóðverja og varð manna kunnugastur öllum brögð- um þeirra. Því var það að Henry L. Stimpson kallaði hann til Was- hington 1940 og gerði hann að ráðu- naut hermálaráðuneytisins í öllu því er laut að njósnum og gagn- njósnum. Sagði Stimpson síðar svo frá að McCloy hefði þar verið „augu sín og eyru.“ McCloy var enginn stjórnmála- maður, en honum var það mest í mun að bandamenn gæti unnið stríðið á sem stystum tíma. Og hann fekk því framgengt við Stimp son, að skipaðar voru sjerstakar herdeildir af japönskum mönnum í Bandaríkjunum, en áður hafði eng- McCloy. inn trúað því að þeir mundu berj- ast íyrir Bandaríkin. Reynslan varð sú, að þessar hersveitir gátu sjer hið mesta frægðarorð fyrir hetju- lega framgöngu, og fengu fleiri heiðursmerki en nokkrar aðrar her- deildir. Árið 1944 voru uppi miklar ráða- gerðir um það að láta knje fylgja kviði þegar Þjóðverjar væri sigr- aðir. Þá sagði McCloy: „Margir vilja að Þjóðverjar fái að súpa seyðið af fólsku sinni og reyna sjálfir þær hörmungar er þeir hafa leitt yfir aðrar þjóðir. En það verð- ur að líta á málið frá öðru sjón- armiði. Það er ekki viturlegt að halda 70 miljóna þjóð í margra ára eymd og kreppu. Fátækt og örbirgð í einum hluta heims leiðir af sjer fátækt og örbirgð í öðrum hlutum heimsins.“ Þessi skoðun hans varð ofan á hjá ráðandi mönnum. Og fyrir þetta varð hann ráðgjafi hjá Marshall. Roosevelt forseti hafði aldrei heyrt McCloy getið, en 1945 kall-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.