Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 10
486 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hátíðahalds. er þjer helguðuð henni á þessum slóðum. Hann er umvaf- inn minningum um nærfelt heill- ar aldar sigursælt starf íslendinga í þessari heimsálfu, og órjúfan- lega trygð þeirra við ættland feðr- anna. En hann er ekki tengdur aðeins við minningar hins liðna þó þær sjeu margar og hugnæmar, því að hann hefir fært henni fullvissu fyrir því, að börnin fyrir handan hafið muni aldrei glevma ætterni sínu og uppruna og er því óneit- anlega forboði nýs tímabils í sam- eiginlegri sögu vorri og samstarfi. Aldrei finnum vjer eins og nú hve góð traust og gæfurík bræðra- böndin geta orðið milli íslenskra niðja vestan hafs og austan. Því þjer hafið á þessu ári lagt traust- an grundvöll að því að íslenskum bókmentum og tungu verði reist virðulegt sæti í menningarkerfi þessa iands, svo að kynslóð eftir kynslóð megi njóta hinna andlegu verðmæta, sem landnemarnir gróð- ursettu í hjörtum barna sinna. I gegnum margra alda ánauð. þrengingar og eymdarkjör gevmdu íslendingar og þroskuðu með sjer óvenjulegt sálarþrek. Þegar hetju- móður, þolgæði og kjarkur virtust að þrotum komin, þá var sem vfir- náttúrlegur varaforði andlegs styrks streymdi um æðar þeirra t g æfi þeim máttinn til nýrra ; :a~' a og enn öflugri framsóknar. í ;lt skir frumherjar í vesturheimi átti. einnig í ríkum mæli þennan dýi næta innri þrótt, svo þeim óx asmegin við hverja þraut og auðnaðist að yfirstíga óteljandi örðugleika. Alt vildu þeir leggja í sölurnar til þess að tryggja vður, börnum sínum, betri og bjartari framtíð. En framtíðin er ekki ör- ugg enn! Og nú horfast börn þeirra í augu við örlagarík andleg við- fangsefni. Ægileg umbrot eiga sjer stað um heim allan og ótti og óvissa sækja að úr öllum áttum. <!■ Kolumbus hafði fundið Amer- íku os' Kopernikus áttað sig á skipuiasi sóihverfis vors, áður i eu maðurinn Lærði að skil.ja | starf síns eigin lijarta. Og enn [ le*5 langur tími áður en menn- irnir fóru að skilja starf lungn- anna og áttuðu sig á magnan þeirri hinni furðulegu, sem fylg- ir fjörgisnámi líkamans. Oxigeni- um eða súrefni hefi jeg kallað fjörgi og fjörgun mætti kalla súrefnistöku likamans og magn- ! an þá, sem af henni leiðir. Er t sú magnan merkile^; næsta, og ] furðulegt að hugsa sjer, hvernig þetta efni, sem er eins fagurblátt og fjallabláminn sýnir og himin- | heiðið, hehlur við lífi voru. Og þó er til ennþá merkilegrj magn- an, sem nú fyrst er verið að átta ; sig á. Það er svefnmagnanin. Frá [ uppsprettu kraftarins er hin sof- andi vera mögnuð til þess að geta haldið áfram að lifa. í svefni fær maðurinn nýan lífsþrótt. Að- eins nokkra sólarhringa getur maðurinn lifað, sje honum al- gerle’ga bannað að sofa. Kraft- urinn, sem magnar manninn í svefni, er sá sami er tendraði hina fyrstu örsmáu neista lífsins á jörðu lijer, þegar jarðefnin fyrir svo sem þúsund miljónum ára, höfðu hafist á það stig, að magn- anin gat komið fram sem líf. [ Takið eftir, hversu fagurlega hið mikla samband kemur fram. Inn- sigli sannleikans er hjer svo aug- ljóst að það mun engum dylj- ast sem al alvöru reynir til að sjá. DR. IIELGI PJETURSS. ,---------------------------------(g, Sagan sýnir að voldug menning- arkerfi hafa hrunið til grunna sem afleiðing af langvarandi heimsstyrj öldum, og enn leitar andleg aftur- för í kjölfar þeirra. Já, menningin er enn í deiglunni, og mikils er ætlast til af yður, því mikið hefir yður verið gefið. Sem niðjar íslands og sem börn þessa mikla meginlands eruð þjer arf- takar tveggja merkilegra menning- arstofna; sem börn guðs eruð þjer ennfremur erfingjar hinna háleit- ustu hugsjóna, sem heimurinn hef- ir eignast. Varðveitið \’el og ávaxt- ið þennan dýra fjársjúð! Móðirin veit og skilur veikleika barna sinna. En hún þekkir einnig þau öfl til blessunar, sem búa i sálum þeirra. Hún man að íslend- ingar hafa ætíð metið manndóm, vit og þekkingu meira en verald- legan auð og metorð, og dyggilega hafa þeir starfað að uppbyggingu síns nýja kjörlands. Hún veit, að þó þeir sjeu „fáir og smáir'V þa muni niðjar þeirra hjer enn eiga öflugan þátt í þróunarsögu sinnar ungu þjóðar. Því einn lítill hóp- ur manna getur með göfugu líferni upphafið samtíð sína, sett aðalssvip á umhverfi sitt og gróðursett ótelj- andi fræ andlegs þroska í skauti framtíðarinnar. Engin fjarlægð nje framandi lönd fá aðskilið yður frá hjarta móður- innar. Hugur hennar, vonir og árn- aðaróskir fylgja yður alt til enda veraldar. — Hún kveður yður og biður yður blessunar drottins. Megi göfugt, gleðiríkt og farsælt starf verða yðar hlutskifti; megið þjer sækja fram *í baráttu lífsins, djörf og stöðuglynd, brynjuð þeim góðu dygðum, sem einar eru þess megnugar að leiða mannkvnið fram til gæfu og sigurs: „Hreysti ráðsnilli og hugprýði vina styðji von; sigri sannindi og samheldni; ást guðs öllum hlífi“. ^ ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.