Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 12
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS minsta kosti miljón stig, og mundi þó ekki vera jafn alls staðar, held- ur gjósa þannig upp á blettum eða eins og í vökum í eldhafinu. Talið er að sólin muni hafa myndast fyrir svo sem tveimur bilj- ónum ára. Þetta er svona meðal stjarna og á marga sína jafnaldra í himingeimnum. Til eru sólir, sem eru 1000 sinnum stærri en hún, og hundastjarnan (Sirius) mundi stafa til jarðar 40 sinnum meiri hita og ljósi en sólin, ef hún væri jafn nærri. Þó eru til sóhr, sem eru 10,000—30,000 sinnum bjartari en hún. Sólin okkar hefir það til síns ágætis að hún viðheldur lífi á jörð- inni, en eftir því sem menn best vita er ekkert líf á hinum jarð- stjörnunum í sólhverfinu, vegna þess að þær eru ýmist of nærri sól, eða of langt frá henni. Merkúr er ekki nema 36 miljónir mílna frá sólinni, enda er þar 660 stiga hiti á Fahrenheit. Pluto er 3,6 biljónir mílna frá sól og þar er svo kalt, að þar hlýtur alt að vera einn jökull, hafi þar nokkru sinni verið gufu- hvolf. Mars er 141 miljón mílna frá sól, og þar er ekki nema 50 st. F. hiti á daginn, en næturkuldi óskap- legur. Jörðin er, eins og áður er sagt, 93 miljónir mílna frá sól, eða með öðrum orðum í alveg hæfilegri fjar lægð. Væri hún komin nokkru nær sólu mundum vjer deya úr hita, og væri hún nokkru f jær sólu, mund- um vjer deya úr kulda. FYRIR eitthvað hálfri annari bilj- ón ára mætti sólin annari stjörnu á hringrás sinni. Þær fóru svo nærri hvor annari, að gífurlegar flóðöld- ur risu á sólinni, topparnir slitnuðu af þeim og hentust út í geiminn.Við það mynduðust jarðstjörnurnar. Þær tóku að snúast um sjálfa sig og umhverfis sólina, og það eitt varpaði því að sólin sogaði þær aít- ur inn í eldhaf sitt. Það getur svo sem komið fyrir aftur, að sólin mæti einhverri annari sól og ef stærðarmunur er mikil], þá getur verið hætta á því að okkar sól tætist sundur. Stjörnufræðingar giska á að um 40 biljónir sólna hafi farist þannig. Þær hafi skyndilega blossað upp með margföldu ljósmagni og horf- ið síðan. Geta sumir þess til að Bethlehemstjarnan hafi verið ein slík hrapandi sól. Menn hafa lengi kviðið þeirri stund þegar sól sortnar. Það er hinn svokallaði dómsdagur. En nú ný- lega hafa vísindamenn komið með þá huggun, að sólin okkar geti alls ekki sprungið. Hún sje miklu kald- ari að innan en á yfirborði, og þess vegna muni hún loða saman. En einhvern tíma mun hún verða gömul og köld. Þess getur þó orð- ið að bíða nokkrar biljónir ára. Rjett áður mun sólin fuðra upp með svo óstjórnlegum hita, að hver ein- asta lifandi vera á jörðinnni mun deya. Sumir vísindamenn segja að hún sje nú altaf að hitna vegna þess að stöðugt eyðist súrefni það, sem nærir eldinn. Spá þeir því, að þannig muni hún halda áfram að hitna þangað til úthöfin á jörðinni fari að sjóða. Hjer er þó engin að- steðjandi hætta. Sólin hefir enn eigi eytt nema svo sem hundraðasta hlutanum af súrefni sínu, og hitinn á jörðinni hefur ekki hækkað nema um fá stig. Hættulegri eru hinir svonefndu „sólblettir“, eða sólgosin, sem hafa mjög mikil áhrif á veðráttu og ill áhrif á skap manna, og valda þar af leiðandi alls konar öfgum í við- skiftum, að því er sumir sólfræð- ingar segja. Frá þessum sólgosum berast rafeindir hingað til jarðar á 16—60 klukkustundum og valda alls konar truflunum er þeim lyst- ur saman við segulmagn jarðar. Fyrir fáum árum bar mikið á þess- um sólgosum og sáust þá sjö blett- ir á sólinni samtímis. Meðan á þessu stóð mátti svo kalla að all- ar loftskeyta og útvarpsendingar trufluðust, ennfremur skeytasend- ingar, vegna ofhleðslu rafmagns í símunum og margskonar óhöpp stöfuðu af þessu. Gos eru altaf í sólinni, en mis- munandi mikil, og stærstu gosin koma á rúmlega 11 ára fresti. Verð- ur þá sólarhiti meiri hjer á jörð, en jafnframt miklu m^ira skýafar. UM SJÖTÍU og fimm ára skeið hafa farið fram athuganir á því hvaða áhrif sólgosin hafi á mann- kynið. Dr. Ellsworth Huntington í Yale hefir lýst yfir því, að sólgos- in hafi áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu manna. Menn verði ýmist bjartsýnir eða svartsýnir, og komi það mjög greinilega fram í öllum viðskiftum, með verðsveifl- um og öryggisleysi. Ýmsir aðrir vís- indamenn vilja þó ekki taka svo djúpt í árinni, en segja að það sje undarlegt hvernig saman virðist fara óstöðugleiki í viðskiftum og sólgos. Einhver sá fyrsti, sem veitti þessu athygli, var enskur hagfræð- ingur, W. H. Jevons að nafni. Ár- ið 1875 ritaði hann grein, sem hann nefndi „Sólgosin og kornverðið". Hann helt því fram að sólgosin hefði mikil áhrif á kornuppskeru og verðið á korni, eða svo að til kreppu horfði. Geta má þess, að á undanförnum árum hafa hinir stærstu kaupsýslu- menn farið að hafa gætur á sólgos- unum. Og eitt af ritum Sameinuðu þjóðanna fjallar um áhrif sólbletta á afkomu manna og alheimsvið- skifti. Enn fremur hafa birtst grein ar um sama efni í Wall Street blað- inu „Dun’s Review“. Nú er einn af helstu vísindamönn um á þessu sviði, Harlan T. Stet- son önnum kafinn við rannsóknir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.