Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 1
béh
40. tölublað.
Sunnudagur 30. október 1949.
XXIV. árgangur.
þóroddur Guðmundsson írá Sandi:
Dýrcigarður Dýflinnar
NOKKURRA daga þoku er ljett af,
þjakandi úrsvalri móðu. Þegar 1.
apríl rennur upp með ferskum blæ
og sól í heiði, langar okkur til að
komast eitthvert út, burt frá götu-
erli og bókiðju. Við ætlum að fara
í Dýragarðinn í dag. Með því að
ætla má, að heldur fáir íslending-
ar hafi komið þangað, verður sagt
hjer stuttlega frá garðinum.
Leiðin liggur úr suðurjaðri borg-
arinnar, þar sem við búum, fram
hjá St. Stephen's Green, fögrum
trjágarði í suðurhluta borgarinnar;
Trinity College, einum virðuleg-
asta og elsta háskóla Bretlands-
eya; yfir ána Liffey eftir O'Connell
brú, fram hjá O'Connell-mynda-
styttu um O'Connell-stræti, aðal-
götu Dýflinnar; eru brúin, styttan
og strætið kend við Daníel O'Conn-
ell, sem nefndur hefur verið „ó-
krýndur konungur írlands".
Dýragarðurinn er vestan aðal-
borgarinnar, í austurhluta mikils
trjágarðs og skemtistaðar, sem
heitir „Phoenix Park". Strætis-
vagninn staðnæmist við hlið hans.
Við förum út, göngum inn í park-
inn og um stíga hans stundarkorn,
Eitt af hinum frægu Dyflinnar-ljónum.
virðum fyrir okkur gróðurinn og fleiri minnismerki, áður en við för-
vatnið; enn fremur Wellingtons um inn í garðinn.
óbeliska, afar háa steinsúlu, og Skamt utan við hlið Dýragarðs-