Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Side 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 431 NÍL BEISLUÐ írá upptökum til ósa aði hann þó McCloy á sinn fund í Washington og bauð honum að gerast hernámsstjóri í Þýskalandi. Þá benti McCloy honum á að þetta væri óráðlegt. Hin hernámsveldin mundu velja sína hernámsstjóra úr flokki hinna bestu hershöfðingja, og Bandaríkin ætti að gera það líka. Roosevelt felst á að þetta væn rjett. Nú hætti McCloy að fást við stjórnarstörf og settist að í New York sem lögfræðingur. En tveim- ur árum seinna var honum boðin staða aðalbankastjóra Alþjóða- bankans, og 30.000 dollara árslaun. Hann tók við þeirri stöðu og gegndi henni af miklum dugnaði og fyrir- hyggju. Svo var það að Lucius B. Clay hershöfðingi var leystur frá starfi sínu sem hernámsstjóri í Þýskal. Þá voru allir sammála um það, að enginn væri hæfari til þess að verða eftirmaður hans en McCloy. Tru- man forseti boðaði hann þá á sinn fund og bauð honum þessa stöðu. Það var ekki eftir miklu að sækjast fyri.r McCloy, sem hafði 30.000 doll- ara laun á ári og var skattfrjáls. Nú var honum boðin staða með 5000 dollara lægri launum, og þó skattskyldum, og miklu ábyrgðar- meiri staða. McCloy setti það þó ekki fyrir sig, en lofaði að taka við hinni nýu stöðu með tveimur skil- yrðum: 1. Að það væri berlega tekið íram hvaða völd hann hefði í Þýska landi, og að *hann fengi hæfilegt svigrúm til þess að taka sínar eig- in ákvarðanir í þeim málum, sem væri stjórnmálalegs eðlis. 2. Að hæfur maður væri áður fenginn til þess að taka við for- stöðu Alþjóðabankans. Það var gengið að báðum þess- um skilyrðum, og eftirmaður hans við Alþjóðabankann var skipaður Eugene Black, sem eitt sinn hafði verið aðstoðarbankastjóri við Chase ÁRIÐ 1908 kom út bók eftir Wins- ton Churchill og nefndist ,My African Journey“. Þar segir hann svo frá því er hann kom til Viktor- iuvatns í Uganda: „Við sátum víst einar þrjár klukkustundir og horfð um á afrensli vatnsins og töluðum um hvernig hægt mundi að beisla þann kraft. Manni hlýtur að blöskra að sjá slíkt ægiafl eyða sjálfu sjer og vera ónotað. Hug- myndirnar komast á flug. Það væri sannarlega gaman að leggja hina frægu Níl í stokk, þar sem hún kemur úr vatninu.“ Nú, eftir rúm 40 ár, er þessi hug- mynd Churchills að komast í fram- kvæmd. Bretar hafa gert samning við Egypta um að reisa stórkost- legt orkuver hjá Jinja. Þar kemur hin hvíta Níl úr Viktoriuvatni og þaðan rennur hún um 3250 mílna veg norður til Miðjarðarhafs. Mest- ir fossar í henni eru í Uganda, nafn kunnir fyrir fegurð og hrikaleik. National Bank, og nú síðast að- stoðarbankastjóri við Alþjóðabank- ann. Staða McCloy í Þýskalandi er sú að hann hefur þrenns konar skyld- um að gegna: hann er hernáms- stjóri, hann er yfirmaður amerísku sendisveitarinnar og hann er for- stjóri endurreisnarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (EAC). Margir líta svo á, að það sje undir því komið hvað gerist í Þýskalandi á næstunni, hvort heims friður getur haldist. Og það er þá ekki undir neinum einum manni meira komið en einmitt McCloy. Talið er að vatnsmagn árinnar sje um 37.000 smálesta á mínútú: og þarna brýst alt vátnið fram í þröngri klettakví. Orkustöðinni hjá Jinja er ætlað að framleiða nóg rafmagn handa þremur uppvaxandi borgum þarna, Jinja, Kampala og Entebbe.-Og þeg ar hún er komin upp. er gert ráð fyrir að þarna rísi upp margskonar iðnaður, þar sem notuð verði þau hráefni, sem landið sjálft hefur upp á að bjóða. Þar eiga að rísa sykur- verksmiðjur, bómullarverksmiðjur, •íriíiri tíí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.