Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 6
482 LESBOK MORGUNBLABSJLNS koparbræðslur, stálbræðslur, sápu- verksmiðjur, tóbaksverksmiðjur, sögunarmyllur o. s. frv. Og jafn- framt á að nota kraftinn til þess að koma á stórfelldum vatnsdæl- um, þar sem nú eru notaðir olíu- hreyflar til þess að dæla vatninu. Fjórum árum áður en Churchill kom fram með hugmvnd sína um að beisla Viktoríufossana hafði Sir William Garstin, verkfræðiráðu- nautur egypsku stjórnarinnar, stungið upp á því að gera stíflu í Viktoríuvatn, þar sem Níl fellur úr því. Ennfremur ætlaðist hann til þess að gerðar væri sjö stíflur neð- ar í ánni, til þess að altaf væri hægt að hafa hemil á vatninu eftir vild, en ekki látið ráðast eins og nú hvenær hlaup kemur í ána og hún flæðir yfir láglendið neðst í daln- um. Með því að hafa vald á vatni árinnar taldi hann að hægt mundi að tryggja það, að svo mikil upp- skera yrði í landinu á hverju ári, að þar gæti lifað nítján miljónir manna. Annar maður, sem einnig var ráðunautur egypsku stjórnarinnar, dr. Harold Edwin Hurst, kom nýlega fram með rökstuddar tillögur um þetta efni. Hann lagði til að Viktoriuvatnið væri stíflað, og þannig gert að öruggum vatns- gevmi, sem grípa mætti til hvenær sem væri. Og það er enginn smá- ræðis vatnsgeymir, því að vatnið er á stærð við írland. Önnur aðalkvísl Nílar, hin svo- kallaða bláa Níl, kemur úr Tana- vatni. En auk þess renna fjölda margar þverár í hana úr Abyssiníu- fjöllum. Hvíta Níl fær aðalvatns- magn sitt úr Viktoríuvatni og tveimur öðrum vötnum, Alberts- vatni og Kiogavatni. Eftir að hún kemur úr Viktoríuvatni rennur hún í gegn um þessi tvö vötn í Uganda. Þar nokkru neðar lendir hún í flóum og fenjum í Sudan og verður þar uppistaða í henni. Straumurinn-er ekki nema svo sem 1 centímetri á klukkustund, og vegna þessa gufar mest af vatninu upp. ^ Hjá Karthoum mætast Hvíta Níl og Bláa Níl og mynda þá stórfljótið egypsku Níl. Bláa Níl er miklu vatnsmeiri og hún ber fram kynst- ur af rauðum leir úr Abyssiníu- fjöllum. Það er þessi rauði leir, sem gefur vatninu það frjómagn, sem Níl er annáluð fyrir. Og þegar það í flóðum fer yfir dalinn og land- eyarnar, þá vdta bændur að öllu er borgið. Þá bregst ekki uppsker- an. Stíflugarður hefur verið sett- ur hjá Aswan í Egyptalandi til þess að hafa hemil á hlaupunum og nota vatnið sem best til áveitu. En það er fyrst nú að farið er að hugsa um framkvæmdir hjá Hvítu NíL Þegar Bretar höfðu ákveðið að gera stíflugarð og orkustöð hjá Jinja, var eins og egypska stjórnin vaknaði af svefni. Hún sá að þarna var einnig um hagsmunamál Egypta að ræða. Hún fekk Breta því til þess að gera stíflugarðinn þarna þremur fetum hærri, en fyrst var áætlað, svo að þar væri hægt að auka eða minka vatnsrensli ár- innar eftir vild. En vegna þess að stíflugarðurinn er hækkaður fer mikið í kaf af því landi, sem Bretar höfðu hugsað sjer til ræktunar í Uganda. Og þess vegna þykjast þeir þurfa að reisa þrjú orkuver til viðbótar neðar með ánni. Gert er ráð fyrir því að hin mikla stífla hjá Jinja muni kosta um 10 miljónir Sterhngspunda. — Vegna hagsmuna sinna hafa Egypt- ar lofað að leggja fram hálfa fimtu miljón, en hitt verður að koma frá Bretlandi. Það er þó ljóst, að með þessu er ekki fengið fult vald á árstraumn- um og þess vegna hefur dr. Hurst nú komið fram með viðbótaráætl- un um mannvirki hjá Níl, og eru höfuðatriði hennar þessi: 1. Veita skal ánni í stokk þvert yfir votlendið í Súdan. 2. Aðra volduga stíflu skal gera hjá fossum í Súdan. 3. Stíflu skal gera við Alberts- vatn. 4. Stíflu skal gera við Kioga- vatn. Egvptar gera ráð fyTir því, að ef allar þessar fyrirætlanir komast í framkvæmd, þá muni íbúatala í landinu aukast um helming á næstu 50 árum. Og dr. Hurst segir að engin hætta sje á því að landið geti þá ekki framfleytt þeim fólks- fjölda. Fyrir Súdan hefur þetta einnig stórkostlega þýðingu. Þegar far- vegi Nílar hefur verið breytt, verð- ur þurkað upp gríðarmikið land- flæmi, sem heitir Sudd, og þar verður hægt að hafa ótölulegan fjölda nautgripa. Með áveituskurð- um verður og hægt að rækta mikið land, sem nú má heita eyðimörk. En fyrirætlununum er ekki lokið með þessu. Verkfræðingar vilja fá leyfi Abyssiníukeisara til þess að stífla einnig Tanavatn, en þá mætti segja að menn hefði vald á hverj- um vatnsdropa, sem í Níl er Þá verður hægt að stilla í hóf rensli beggja ánna, Hvítu Nílar og Biáu Nílar, og blanda vatni beggja svo, að altaf verði hæfilega mikið í því af hinum frjóefnaríka leir Bláu Nílar. >w >w >w » SÁLFRÆÐINGUR var að athuga and- legt heilsufar manns og segir við hann: „Heyrið þjer nokkurn tíma raddir án þess að sjá þann sem talar eða vita hvar hann er?“ „Já, stundum." „Hvenær kemur það helst fyrir?“ „Þegar jeg fer í símann." ----o--- UMFERÐALÖGREGLAN tók mann fastan vegna þess að hann ók bíl undir áhrifum konu sinnar. (Journal of Liv- ing).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.