Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 ! 77 K E M U R G Y oCyldífinn af ^aróœícl a Imenn'uicjá 66 ÞEGAR Stafford Cripps kom til Bandaríkjanna í vor til þess afS ræða um fjárhagsvandræði Breta, vakti „Washington Post“ athvgli hans á því, að það mundi rjett fvrir Breta að kynna sjer hve furðulegar framfarir hefði orðið í Bandaríkj- unum, síðan hin svonefnda „kem- urgy“ kom þar til sögunnar. Þeir gæti sjálfsagt lært af því og komið upp ýmsum stórgróðafyrirtækjum víðsvegar í bresku samveldislönd- unum. Síðan hefur „News Review" birt ýmsar upplýsingar um það hvað átt er við með „kemurgy“ og hve stórstígar framfarir hafa fylgt í kjölfar þess. „Kemurgy" byggist á því, að jarðvegurinn sje hin eina óþrjótandi auðsuppspretta, sem til er, sje hann ræktaður vel og alt hagnýtt, sem hann gefur af sjer. „Kemurgy" er því fólgin í því, að hagnýta sem allra best allan jarð- argróða, hverju nafni sem nefnist, hagnýta alt það, sem áður hefur farið í súginn og finna nýar plöntu- tegundir, sem hægt er að rækta með góðum árangri, svo að öllum þörfum mannkynsins sje borgið. Amerískir iðjuhöldar hafa varið stórfje á undanförnum árum í rann sóknir og tilraunir í þessu skyni. Og hjá ríkinu hafa starfað að þess- um rannsóknum þúsund vísinda- menn í fjórum stórum efnarann- sóknastofum, og hafa amerískir skattgreiðendur greitt eina miljón dollara árlega fyrir þessar rann- sóknir. Öllum ber saman um það, að rannsóknirnar hafi borið ríkulegan ávöxt fyrir Bandaríkin, því að kostnaðurinn hafi þegar fengist cndurgreiddur marghundraðfalt. Taka má hið alkunna meðal „penicillin“ sem dæmi. Það var fundið upp af breskum vísinda- mönnum. En einn af vísindamönn- um Bandaríkjastjórnar fann upp aðferð til þess að framleiða það úr hveitiúrgangi. Upp af þessu hefur sprottið 25 miljón dollara iðnaður. Þá hafa og verið fundnar aðferðir til þess að nota hveitiúrgang á ýms- an annan hátt, og nú rís upp hver stóriðjan á fætur annari, bygð á þessum uppgötvunum. Þær skapa ný auðæfi, veita aukna atvinnu handa fjölda manns og auka tekjur bænda að miklum mun. Sem eitt dæmi um þetta má nefna hveitihýðið, sem áður hefur verið brent. Nú er farið að vinna úr þessu efni, sem kallast „furfur- al“ og er aðalhráefni við fram- leiðslu ýmissa vörutegunda, þar á meðal „nvlon“-sokka. Aðferðir hafa fundist til að gera um 300 vörutegundir úr jarðhnet- um — alt frá osti upp í þilplötur til bygginga. Fyrir nokkrum árum var það al- kunna, að hægt var að framleiða ákaflega margt úr „soya“-baunum. Eftir að „kemurgy" kom til sögunn- ar, hefur tekist að framleiða helm- ingi fleiri vörutegundir úr þeim heldur en menn höfðu gert sjer í hugarlund fyrir fimm árum. í öllum sögunarmyllum og öll- um trjesmiðjum felst geisi mikið til af sagi, spónum, afgöngum og smáspýtum. Alt hefur þetta farið að mestu forgörðum. Nú er farið að breyta þessu í aðrar vöruteg- undir, svo sem vínanda, togleður og fóðurbæti. Úr undanrennu er búið til „plas- tik“, málning, pappír og hattar. Úr kartöflum, sem geta vaxið alls stað- ar, hafa amerísku vísindamennirnir fundið upp að búa til mörg hundr- uð vörutegunda, sem engum hafði áður dottið í hug að hægt væri. Það er engin furða þótt amerísk- ir iðjuhöldar, vísindamenn og bænd ur þykist sjá nýa framtíð blasa við með hjálp „kemurgy“ og þeir telji þetta lykilinn að hagsæld almenn- ings í framtíðinni. Frægur vísinda- maður, dr. Karl T. Compton, hefur lýst því best með þessum orðum: „Kemurgy er bygð á nýrri heim- speki, sem er fólgin í því að skapa auð handa öllum, í stað þess að menn hafi hver af öðrum, eins og verið hefur.“ „Kemurgy“ mætti kalla vísinda- lega nýtni og með henni ætti allri rányrkju að vera lokið. Þá þarf og ekki framar að óttast það að uppskera af einhverri tegund verði svo mikil að varan sje óseljanleg, því að þá er hægt að breyta henni í aðrar vörutegundir, sem nauðsyn- legar eru. — Þetta mun eigi síst marka tímamót í sögu landbúnað- ar um allan heim, þannig að hann mun komast til þess vegs og virð- ingar sem hann á skilið. V 5W 5W ÞEGAR Englendingur heyrir fyndni, þá hlær hann þrisvar sinnum, fyrst þegar hún er sögð, svo þegar hún er útskýrð fyrir honum, og seinast þegar hann skilur hana. Þegar Þjóðverji heyrir fyndni hlær hann tvisvar, fyrst af kurteisi og svo þegar fyndnin er útskýrð, en hann skil- ur hana aldrei. Þegar Frakki heyrir fyndni hlær hann aðeins einu sinni, því að hann skilur hana undir eins. Þegar Ameríkumaður heyrir fyndni hlær hann alls ekki; hann hefur heyrt hana áður. (Clipper’s Weekly).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.