Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •190 TiL HVERS ERU KETTIR? Þeir gera lítið gagn, en niikið ógagn. MAÐUR ER neíndur Rockwrll Sayre og var bankastjóri í Chicago. Hann vildi útrýma öllum kötium úr landinu og leggja fje til höfuðs þeim. Hann taldi að þeir gerðu lítið gagn en mikið ógagn og ætti því engan rjett á sjer. Hann hafði mikið til síns máls, en ekki tóku menn undir þetta þá, og varð hon- um Iítið ágengt. Nú er aftur farið að tala um kettina og til hvers menn sje að ala þá. Hefir ýmisiegt verið dregið fram í dagsljósið, sem menn hafa ekki gefið gaum áður. Því hefir verið haldið fram að nauðsynlegt sje að hafa ketti til þess að veiða mýs og rottur. í búnaðarblaðinu „Farm Quarteriy“ segir einn bóndi frá því að hann hafi fjóra ketti, en þeir vinni ekki allir saman á jafn mörgum rott- um eins og einn hundur. Talið er að í Bandaríkjunum sje 30 miljón- ir katta, en þrátt fyrir það fjölg- ar músum og rottum þar stöðugt. En kettirnir gera annað. Þeir veiða smáfugla. Vísindamenn hafa krufið ketti þúsundum saman til þess að ganga úr skugga um hvað þeir veiði. Þeir segja að það sje mjög sjaldgæft að finna leifar af rottum og músum í innýflum katía, en altítt að finna leifar af smá- fuglum. Og þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að kettir drepi margar miljónir smáfugla á hvevju sumri í Bandaríkjunum. Menn haía áður sagt sem svo að köttunum sje ekki of gott að eta smáfugla ef þeir sje svo duglegir að ná í þá. En nú koma vísindin til sögunnar og segja að þetta sje mesta hemrska. Kettir valdi einmitt stórtjóni með því að drepa smá- fuglana. Og ástæðan er þessi: Smá- fuglar eru ákaflega duglegir að út- rýma skaðlegum skordýrum, sem leggjast á jarðargróða og matjurt- ir. Sumir smáfuglar eru svo dug- legir að veiða þessi skordýr að þeir eta meira en þunga sinn af þeim á hverjum degi. Það er alls ekki tahð sjaldgæft að einn smáfugl veiði alt að 1100 skorkvikindi á dag. Þdtta hefir stórkostlega þýð- ingu fyrir landbúnað og garðrækt. En þegar smáfuglunum fækkar, magnast skordýraplágan og þanmg eiga kettirnir beina sök á því. í ríkinu Ohio er talið að sje um milj- ón útilegukatta. Þeir eru bæði veiðnari og grimmari en heimihs- kettir, og það bitnar að mestu leyti á smáfuglunum. Þess vegna eru nú bændur þar farnir að kurra og vilja að köttunum sje útrýmt, svo að fuglalífið geti aukist aftur. Það er eigi aðeins að þessir villikettir veiði einn og einn fugl, heidur sitja þeir um að taka smáfuglana á hreiðrunum og eta þá ungana líka. Þeir sitja líka um unga þeg- ar þeir koma ófleygir eða hálf- fleygir úr hreiðrunum og drepa þá hrönnum saman. Þetta fæhr eldri fuglana frá því að gera sjer hreið- ur á sama stað næsta ár. Margir eiga ketti vegna þess að þeim finst það miklu heimihslegra að hafa þá hjá sjer. Við þessa ketti er dekrað svo, að þeim mun ekki koma til hugar að veiða mýs og rottur. Þeir velja sjer besta stað- inn í húsinu og liggja þar og flat- maga og kæra sig ekkert um rottu- ganginn. Húsbóndinn getur sjálfur eitrað ef hann vill losna við rott- urnar. Hjer á íslandi hafa kettir vist aldrei verið taldir fram, og því er ekki vitað um kattaeign lands- manna. Hitt er aftur á móti vitað, að á hverjum einasta sveitarbæ eru fleiri og færri kettir og í fjölmcirg- um húsum í kaupstöðum og kaup- túnum. Hjer í Reykjavík er auk þess ókjör af flækingsköttum eða villiköttum. En sjón er sögu ríkari um það, að ekki útrýma þeir rott- um. Það hefir orðið að gerast með eitrun. Til hvers eru þá kettirn- ir? Þambara vambara þeysings sprettir, því eru hjer svo margir kettir? Agara gagara yndis grænum — ilt er að hafa þá marga á bænum kvað Æri-Tobbi einu sinni, og er mikið vit í því. Úr því að minst er á kattafargan- ið hjer í Reykjavík, mætti um leið minnast á það, að á seinni árum hefir borist hingað nokkuð af skað- legum skordýrum, sem valda stór- spjöllum í trjágörðum og matjurta- görðum. Menn eru berskjaldaðir fyrir þessari plágu og kunna eng- in ráð nema að eitra. En hvernig færi nú ef köttunum væri útrýmt? Þá mundi allir skrúðgarðar fyllast af smáfuglum. Það væri góð skifti að fá syngjandi smáfugla heim að húsum í staðinn fyrri breima kctti, en auk þess mundu smáfuglarnir verða bestu samherjar allra þeirra, sem eru að reyna að prýða í krmg um hús sín, eða framleiða garð- ávexti. ^W ?W ^W ^W V EIGIN GRÖF ENSKUR ofursti, L. H. B. Buriton í Etchingham, Sussex, varð fyrir því ó- happi nokkru fyrir stríð, að taka varð af honum annan fótinn. — Hann ljet brenna fótinn og öskuna gróf hann í húsagarði móður sinnar og reisti bauta- stein á leiðinu. Burjton er nú 54 ára að aldri. Hann hefur sagt frá því opin- berlega að hann gangi oft út að þessu leiði og leggi blóm á það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.