Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 2
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sem jeg hef nokkru sinni sjeð. Til- sýndar voru fuglarnir eins og stórt, þykt ský. — „Við skulum aðeins at- huga, í hverju fuglinn er að atast,“ sagði Páll. þegar við nálguðumst hópinn. (Ef fuglinn hefði verið í átu, og hvalur einhvers staðar í nánd, mátti vel búast við því, að hann kæmi upp undir fuglahópinn, því þessi hvalur lifir m. a. mikið á átu). — Hjálmar hægði á bátnum, og svo var „lónað“ þarna í kring- um fuglinn og horft í allar áttir eftir hval. Talsverður öldugangur var þarna, og þegar jeg leit út á sjóinn í f jarska, sýndist mjer hvalir skjóta upp hryggjum hjer og þar — en það reyndust alt sjónhverf- ingar Ægis. „Þetta er upsi, sem fuglinn er að rífa í sig,“ sagði Páll; „við skulum halda áfram austur í Flóann, það er ekki nokkurt kvikindi sjáanlegt hjer!“ Hjálmar setti á fulla ferð og tók stefnu í austur. Langt norðaustur af Gjögri voru smá-„trillur“ frá Hrísey að þorskveiðum. Mig undr- aði dálítið að sjá þessa litlu, opnu báta sökkhlaðna úti á reginhafi; hafði áður haldið að þeir fiskuðu eingöngu innfjarða. — Hjálmar hægði á og kallaði til mannanna, hvort þeir „hefðu sjeð nokkuð.“ Bátverjar skildu strax hvað hann átti við og hrópuðu á móti að tvær hrefnur hefðu verið „að velta sjer hjerna rjett áðan“! Og enn tóku þeir fjelagar að stara óg stara í allar áttir út á sjó- inn, svo að augun fyltust af tár- um og þau runnu niður kinnar þeirra. — Þeir beittu sjóninni til hins ítrasta, eins og ránfuglar eftir bráð, og jeg er viss um, að hefði nokkur „skepna“ bært á sjer í aug- sýn, þá hefði það ekki farið fram hjá þeim. En það bferði cpgin „skepna“ á sjer og þ&ss vegna var aítur sett a fulla ferð og stefna tefun a Flatey á Skjálfandaflóa. Að vísu sá jeg eyna ekki úr þessari fjarlægð, en Hjálmar fullyrti, að innan stundar mundi hún birtast mjer. — En á meðan við siglum þangað, er ekki úr vegi að lesa svör Páls við ýms- um spurningum, sem jeg lagði fyrir hann: „HVALURINN, sem ætlunin er að veiða, er skíðishvalur, og alment kallaður hrefna. Það er mikið af honum á sumrin fyrir Norðurlandi og víðar með ströndum fram, og ber ekki ósjaldan við að hann komi inn á firði, og stundum hefur hann t. d. komið alla leið inn á Akureyr- ar-Poll. — Jeg hef skotið 29 hrefnur alls; sú stærsta var rúmir 12 m. á lengd og 4920 kg. að þyngd. — Markaður hjer norðanlands er mjög góður og fer altaf batnandi eftir því sem menn „komast betur á bragðið.“ Hvalkjötið er líka holl og ódýr fæða; við höfum selt á 4 kr. kg. af kjöti, rengi og sporði, en spikið á kr. 2-50 kg. — Sumir borða spikið með kjötinu, aðrir salta það og hafa með fiski, ennfremur er það súrsað og þykir ágætt þannig. Rengi og sundfæri ern mjög eftir- sótt vara; það er hvorttveggja súrs- að og þykir herramanns rjettur. — Nokkrar hrefnur höfum við selt í heilu lagi til hraðfrystihúsa, og held jeg það hafi líkað vel hrað- fryst." & ENN cr Flatey langt undan. — Jeg athuga veiðarfærin og skal aðeins með örfáum orðum lýsa þeim lítils- háttar: Fremst á bátnum er byssan, norsk smáhvalabyssa, ramlega fest á þilfarið, og gín þarna eins og fall- byssa á herskipi. í byssuhlaupið er settur um 1 m. langur skutull. Framan við byssuna cr lítill pallur, sem um 50 m long skotlina er vandlega hrxnguð a, og er eðrum enda hennar fest í skutulmn, en hinum er fest í digran 250 m. lang- an kaðal, sem liggur aftur með borðstokknum, en er hringaður upp aftan við stýrishúsið; en á hinn endann á kaðlinum er bundin stál- tunna. Þegar hvalur er skutlaður er hægt að gefa þetta alt saman út og sleppa lausu, og tunnan ílýtur ofan á sjónum. — Af þessum útbúnaði eru tvö „sett“ um borð; er annað til vara, ef hvalur skutlast illa, eða til taks, ef annar hvalur kæmi í skotfæri áður en búið væri að ganga frá þessu að nýju, en það tekur eðlilega töluverðan tíma. & NÚ var Flatey skamt undan. — Hjálmar sagði, að nú gætum við fastlega búist við að sjá hval á hverri stundu. — Það var siglt í milli lands og eyar og langt austur fyrir hana, og skygnst eftir veiði, en hvernig sem við hvestum aug- un út yfir sjóinn, var engan hval að sjá. Og þar eð birtu nú var tekið að bregða, var ákveðið að hætta leitinni að sinni og halda til Flat- eyar. — En þegar komið var það nálægt bryggju í Flatey, sem bátar munu venjulega hægja á ferðinni, neitaði „Björgvin“ að fara að dæmi þeirra, en óð á fullri ferð í áttina að bryggjunni, þar sem margir bátar og „trillur" voru fyrir, og leit helst út fyrir að hann ætti eitthvað sök- ótt við þá Flateyar-báta og ætlaði nú að láta til skarar skríða, og sjá hver þyldi áreksturinn betur, hann eða þeir. — En Páll var fljótur að átta sig á hlutunum og tók nægi- lega fljótt í taumana, svo að ,.Björg -vin“ hopaði frá í kröppum sveig. — Jeg tók við stýrinu meðan fje- lagarnir fóru niður í vjelarrúm til þess að athuga, hvað olli þessu hættulega uppátæki „Björgvins", og eftir augnablik hægði báturinn ferðina, en þó skildi jeg það af tali þeirra, að eklci var ,,alt j lagi“; kúlplega í „kúplxngu“ vjelarinnar haíðx laskast. — Baturinn rann nu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.