Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 14
F74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \ klefa, sem ekki var stærri en svo sem hálfur annar metri á hvern veg, steinsteyptur í hólf og gólf og gluggalaus. Hurðin skall á hæla mjer og jeg sat í kolsvarta myrkri. LENGI stóð jeg í sömu sporum svo utan við mig að jeg vissi hvorki í þenna heim nje annan. Svo sett- ist jeg á bekk og starði út í myrkr- j ið.... Eftir eilífðartíma sá jeg svolitla ' glætu inn um skráargatið. Nóttin var liðin. Hjá mjer vaknaði von um það, að jeg mundi bráðum losna. Þeir höfðu enga minstu á- stæðu til þess að halda mjer í fang- elsi. Og jeg var sannfærður um það að skipstjóri minn mundi snúa sjer til sænska konsúlsins og þeim mundi takast að fá mig leystan úr prísundinni. Svo leið og beið — óratími að mjer fanst. Jeg lá á skráargatinu og var milli vonar og ótta. Svo sá jeg hvar lögregluþjónn kom. Hann opnaði hurðina og birtan varð svo sterk að mjer sortnaði fyrir augum. Hann kom með kartöflusúpu í emaljeraðri krús og rjetti mjer. En jeg bandaði við því, jeg hafði enga matarlyst. Þá lokuðust dyrnar aftur og jeg var enn í myrkri. Tíminn dragn- aðist áfram, hver stundin var eins og eilífð. Jeg reyndi að herða upp hugann við að hugsa um eitthvað skemtilegt, sem fyrir mig hafði komið, en altaf rak að því sama — umhugsuninni um konuna og börnin, og þá fekk jeg kökk í háls- inn af örvæntingu. Alt í einu var eins og cldingu lysti niður. Jeg heyrði málróm skipstjóra míns. Jeg rauk að skrá- argatinu. Jú, þarna sá jeg hann koma, og vonin blossaði upp í mjer. Hann gekk rjett fram hjá dyrun- um, 4n þess að haía hugmynd um að jeg var þar inni. Jeg þóttist vita að hann væri að fara á fund fang- elsisstjórnarinnar. Nú var alt í lagi----- Eftir svo sem hálfa klukkustund kom hann aftur. Hann nálgaðist dyrnar. Nú kemur frelsið.... Jeg skalf af taugaæsingi. En hver skyldi trúa því----- skipstjórinn minn gekk rakleitt fram hjá dyr- unum. Jeg ætlaði að kalla, en kom ekki upp neinu hljóði. Fótatak hans fjarlægðist---- UNDIR kvöldið komu hermenn að sækja mig. Þeir voru fimm saman. Þeir tóku mig og annan fanga og fóru út með okkur. Það varð einkennileg ganga. Jeg fekk ekki að ganga á gangstjett- inni, heldur varð jeg að ganga í göturæsinu. Þannig var haldið í gegnum borgina og allir gláptu á okkur. Við komum á járnbrautarstöð og vorum settir í lest, sem var á aust- urleið. Við fórum í gegnum Zappot og síðan í gegnum Gdansk (Dan- zig) og þá fór mjer nú ekki að lítast á blikuna. En á næstu stöð, Wrceczsz, yfirgáfum við lestina, og þar var farið með mig inn í fang- elsiskjallara, þar sem sex Pólverjar voru fyrir. Um kvöldið heimtaði varðmaður af okkur buxur og skó, og fleygði í okkur fjórum teppa- ræflum. Það var örðugt reiknings- dæmi hvernig sjö menn áttu að sofa við fjóra tepparæfla, og jeg reyndi ekki að leysa það. Alla nótt- ina sat jeg hríðskjálfandi og kvíði og vonleysi voru að gera út af við mig. Kvöldið eftir var farið með mig upp á loft. Þar sátu þeir þá Holm- kvist skipstjóri og Winberg konsúlí í Gdynia. Það varð fagnafundur. Jeg grát- bað skipstjórann að skilja mig ekki cftir. — Þu þarít ekki að vera hrædd- ur sagði hann. Það verður alt gert til að hjálpa þjer. Við siglum á morgun og þá vona jeg að þú verðir með. / DAGINN eftir var farið með mig í jeppa til ráðhússins í Gdansk. Það var farið með mig eins og stór- glæpamann, og við yfirheyrsluna, sem þar var haldin, skildist mjer að jeg ætti ekki neinnar miskunn- ar að vænta. Mjer var sagt að dóm- ur mundi upp kveðinn yfir mjer nokkrum dögum seinna. Jeg var ákærður fyrir það að hafa ógnað og misþyrmt liðsforingja, sem var að vinna skylduverk. Og refsingin gat orðið nokkurra ára fangelsi. Nú var farið með mig í eitt fang- elsið enn. Það er enginn skortur á fangelsum í Póllandi. Þarna var jeg settur í eins manns klefa. Þar var kolniðamyrkur og jeg var að hugsa um hve bjart og yndislegt væri heima. Og svo var jeg að hugsa um skipið mitt — það var nú að leggja á stað og skildi mig eftir. Jeg gat ekki tára bundist. En fangavörðurinn var vingjarn- legur. Hann Ijet mig fá þrjú teppi, og nú gat jeg að lokum sofnað. TVEIMUR dögum seinna var jeg vakinn snemma. Það átti að yfir- heyra mig í Gdynia. Undir umsjón nokkurra lögregluþjóna var jeg leiddur út og yfir brunarústir í Gdansk til bílastöðvar. Svo hófust rjettarhöldin gegn mjer. Jeg bað um að fá túlk frá sænska konsúlnum, en því var harðlega neitað. Ákærandi las upp langt kæru- skjal og það fór hrollur um mig í hvert skifti sem hann hækkaði róm inn og lagði áherslu á eitthvað. Ótti og áhyggjur gagntóku mig. Heldu þeir að jeg væri njósnari eða skemdarvcrkamaður? Ef svo var, þá var mjer dauoinn vis.... Svo var alt lesið upp 1 sænskn þýð- ingu. Jeg var dæindur í mánaðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.