Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 1
béh 5. tölublað. Sunnudagur 5. febrúar 1950. XXV. árgangur. Á hvalveiðum í sumarfríi FYRIR um það bil þrjátíu árum kom lítill drengur til móður sinnar og bað hana að gefa sjer 5 aura til að kaupa öngla fyrir, því hann ætl- aði að veiða silung „inni í á". Sjálf- ur hafði hann einhvers staðar kom- ist yfir kústskaft og seglgarns- spotta. Jú, önglana fekk hann, en mamma hans sagði við hann um leið og hann fór: „Varaðu þig á ánni, góði minn, og — komdu svo ekki heim með öngulbrot í rassi!" — Skömmu síðar kom snáði heim, heldur niðurlútur, með enga veiði, en öngulinn fastan í sitjandanum. Hann hafði festst þannig í fyrsta útkastinu — í fyrstu veiðiferðinni. Snáðinn hjet Páll A. Pálsson; hann hefur síðan ofangreind saga gerðist, veitt í ýmsum ám bæði sil- ung og lax, og verið mjög aflasæll. Hann hefur einnig um mörg ár skotið alls konar fugla, seli og hnís- ur í frístundum sínum, þar til nú um þrjú síðustu sumur, að hann hefur gefið sig veiðimenskunni al- gerlega á vald, með því að stunda hvalveiðar fyrir Norðurlandi, frá maí-byrjun til ágústloka, ásamt f je- laga sínum, Hjálmari Halldórssyni, fyrst á 12 tn. bát, sem „Skúli fógeti" heitir, en nú á 13 tonna bát, sem „Björgvin" heitir og þeir eiga. Jeg fór í eina hvalveiðiferð með «—^ "¦'¦ l'. ¦¦,¦ ¦'¦IHi.n »<- Báturinn með hrefnu í togi. þeim í sumarfríinu mínu, og vegna þess að mjer sem „landkrabba" þótti hún býsna ævintýraleg, skrif- aði jeg eftirfarandi, ef einhvern annan „landkrabba" langaði til að koma með okkur. UM kl. 4 e. h., fagran blíðviðrisdag síðast í júlímánuði var lagt af stað frá Akureyri. — Jeg er í stýrishús- inu hjá Hjálmari, sem segir mjer heiti á öllum bæum út með firð- inum og ýmsar sögur í sambandi við þá, — sennilega ýmist sannar eða lognar — sem látnar verða liggja í þagnargildi hjer. „Björg- vin" gengur sjerlega vel — á 9. mílu — og okkur miðar vel út fjörðinn; Krossanes, Dagverðar- eyri og Hjalteyri eru þegar að baki. — Það var ömurlegt að líta í land til þessara staða á þessum tíma árs og sjá engan reyk úr verksmiðjun- um — engin síld — engin bræðsla. Úti í mynni Eyjafjarðar, austan- verðu, var sú mesta hvítfuglamergð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.