Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 12
72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um hríð svo skamt á milli hennar og Stephans G. Stephanssonar að hann kom þráfaldlega til hennar á morgnana til þess að láta hana heyrá það er hann hafði ort þá um nóttina — en hann orti, eins og menn vita, einkum á nóttinni. Þá var það eitt sinn að Helga sagði við hann: „Þarna hefirðu tekið heila braglínu frá mjer; ;hvers- vegna gerðirðu það?" „Til þess að sýna þjer að mjer fjell hún", svar- aði hann. „En verði mitt kvæði einhverntíma prentað, þá verður sagt að jeg hafi tekið hana frá þjer", sagði þá Helga. Hann brosti en svaraði engu. Síðustu ellefu ár æfi sinnar var Helga hjá dóttur sinni, Sophiu, og manni hennar, H. F. Kyle. Þau báru hana svo á höndum sjer að það vakti aðdáun allra þeirra er til þektu. Eftir andbyr og hrakninga langrar æfi var nú skip hennar loks komið í rólega höfn. Ellin var henni óvenju björt, lauguð í sól- skini ástúðar allra þeirra, er um- hverfis hana voru. Alla sína æfi, jafnvel í sínum þyngstu raunum, hafði hún verið síglöð, eða rjett- ara sagt, henni hafði ávalt tekist að vefja um sig hinum ytra hjúpi gleðinnar og gleðja aðra. Með blæð- andi sorgarsár í hjarta hafði hún gleðibros handa öllum. En nú var björt og glaðvær rósemi í hjartanu líka. Hún hafði ætíð átt bjarta, innilega og barnsglaða trú, sem sí- felt var henni leiðarstjarna og afl- gjafi. í þessu fagra aftanskini beið hún þess nú með tilhlökkun að tjaldið yrði að síðustu drcgið upp og hún fengi að heilsa ástvinum þeim, er á undan henni voru farn- ir. Tíminn varð henni ekki langur, því nú gat hún í fullkomnu næði gefið sig við því, er veitti henni mesta ánægju, en það voru hann- yrðir þær, er báru nafn hennar víðsvegar um Bandarikin og Kan- , ada. Það voru emkuin púðarnir, 1 St / arnan min liis lagra morgunstjarna, ó, lát þú ljós þitt skina. Þú lýsir þeim, sem viltir fara um dimman jarðar stig. Muna skal jeg" geislann bjarta alla ævi iiim.i. Jcg clska þig! Á morgni lifsins leit jeg þig í ljóssins hreina veldi. í ljóma þinnar fegurðar þú snertir hjarta mitt. En hjartað tók að brenna í hcitum ástarcldi við auglit þitt. Ilve sælt að mcga una við sólarbrosið skæra, er sendir þú úr fjarlægð inn í jarðarheiminn minn. Jcg veit að þú ert f jarlæg, en komdu til mín kæra mcð kossinn þinn. Æ, hvers er jeg að biðja þig, bjarta morgunstjarna? I*m braut var áður mórkuð og haggast ckki má. I»ó mun jeg vclja hjutskifti brciskra jarðarbarna: Að biðja og þrá. IWinn timi cr bráðum liðiiui, cn cilifð á jeg iuni. Nú á jcg senn að kvcðja þig, lífsins dýra hnoss. Jeg ilýg á aðra vetrarbraut og svala sálu miiuii við sólarkoss. þessi einstæðu listaverk, er hún vann að. Af þeim er mælt að hún hafi búið til milli eitt og tvö hundr- uð. Þeir voru þráfaldlega á hann- yrðasýningum í Bandaríkjunum, en einungis þeim sýningum er sýndu úrval úr úrvali — og vita- skuld voru þeir vcrðlaunaðir. Aldrci seldi hún neinn þeirra, held- ur gaf þá vinum sínum. Hún var alla æí'i sígefandi, þessi veraldlega fátæka kona. Hún gaf af yfirí'ljót- anlegum auði hjarta síns og gáfna, og hún gaf þrotlaust af sínum f jarskalega litla veraldarauði. Þetta var henni nautn. Sá sem heimsótti hana, varð að í'ara með einhverja gjof. Meðan hún bjó, voru gjaiiruar búsafurðir: ávextir, mjólk, rjómi, egg, sulta, hunang, eða annað slíkt, en síðar urðu það þeir hlutir, er hún hafði sjálf unnið í höndun- um. Hannyrðir hennar voru, eins og þcgar var sagt, listaverk, cins og var um hannyrðir Guðrúnar Borg- i'jörð. Munstrin í hinum frægu púðum sínum, hugsaði hún sjálf upp og teiknaði, cn garnið sem hún notaði í þá, var upprak úr gömlum kvensokkum. Það aflitaði hún og litaði síðan á ný, en það er ein- mitt meðferð hennar á litunum, sem meistaralcgust þykir, svo að þar minhir hún jafnvcl á sjálfan Kjarval, en ieiigra mun ekki verða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.