Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *j7~ia, Óraf'O h Strandarkirkja. Kirkjan á Strönd í Selvogi var helg- uð Maríu mey og heilögum Tómasi erkibiskupi. Það er mál manna, að sjera Eiríkur í Voggósum hafi komist yfir flis af krossinum helga í Kaldaðarnesi, þegar hann var brotinn niður, og skeytt hana einhvers staðar inn i við- inn í Strandarkirkju. En tvennum sög- um fer um það, hvernig hann hafi náð flísinni. Sumir segja, að hann hafi tek- ið hana sjálfur, þegar krossinn var feldur, en það var reyndar löngu fyrir daga sjera Eiríks. Aftur á móti segja aðrir, að hann hafi náð henni á Hjalla í Ölfusi, hjá gamalli kerlingu, og er það sennilegra. Þau ummæli eru höfð eftir sjera Eiríki, er hann kom síðast í Strandarkirkju, að mönnum mundi að öllum jafnaði verða að ósk sinni, ef þeir hjeti á kirkjuna. Hefur það ræst vel, því að enn í dag er heitið á kirkj- una, og verður hún jafnan vel við. (ísl. galdramenn). Fyrir 300 árum. Jón het maður, kallaður Sýuson; honum hafði stjúpdóttir hans kent barn, en hann meðgekk aldrei; bárust á hann líkur og fekk hann ei eiðamenn, var síðan dæmdur til dauða 1650. Hann varð illmannlega við og fekk eigi böð- ullinn höggvið hann, því öxin þótti vefjast upp sem í steini; urðu því mjög mörg höggin áður hann dó; fundu þeir á honum svartan rúnastaf í skónum, á eikarspjaldi og hausskel af manni með hári á, og heldu hann fjölkunn- ugan mjög, og brendu kroppinn. (Árb. Esph.) Augun í selnum. í ævisögu sinni segir Daniel Daniels- son frá því er þeir voru að seladrápi í vognum hjá Andríðsey. Lögðu þeir nót fyrir voginn, voru á báti meðfram hermi og rotuðu selina, sem lentu í nótinni, er þeir ætluðu út úr vogn- um. „Við, sem að þessu unnum, köll- uðum þetta sport", segir hann. „En nú fengist jeg ekki til þess að horfa í augu á sel, sem flæktur væri í nót, og slá hann þar með barefli. Jeg get ekki lýst augnaráði sels, sem er svo fjötraður, að hann getur enga ROK — Veðráttan í janúar var óvenjulega umhleypingasöm og stormasöm. Hafa sjaldan á einum mánuði verið önnur eins stórviðri og jafn tíð. Hvað eftir annað komst vindhraðinn yfir 12 stig og var sundum 14—15 stig. Ýmsum skemdum hafa þessi stórviðri valdið og stórslysum á sjó; fórst stór vjelbátur, Helgi frá Vestmannaeyum og stór togari, Vörður frá Patreksfirði. Með þeim skipum fórust 15 menn. — Myndin hjer að ofan er tekin einn rokdaginn í Reykjavík. Stormský grúfa yfir en brimskaflar brotna úti fyrir hafnarmynninu. — (Ljósm. ÓI. K. Magnússon). björg sjer veitt, en verður að þola högg og slög frá manni, sem hann hefir aldrei unnið mein. Augnaráðið er ekki hvast, það er fremur spyrjandi eða dreymandi. — Á meðan jeg er að skrifa þessar línur, er mjer sem jeg sjái enn augnaráð sumra selanna, sem jeg fyrir röskum aldarfjórðungi sló í rot í lóninu hjá Andríðsey. Lík- lega á hjer við málshátturinn: Tvisvar verður gamall maður barn". Fyrir 100 árum í janúar voru nú alment haldnir fund- ir í hverjum hrepp, einkanlega til að tala um kosningar til þjóðfundarins, er halda átti í Reykjavík á þessu sumri. Vonuðu menn nú eftir algjöðri, æskilegri og endurbættri stjórnarlög- um, með miklum fögnuði. Sýslunefndir voru settar, er sömdu stjórnarfrum- vörp, er mörg urðu samhljóða, handa þinginu að velja úr það besta, eftir landsins hagsmunum. Voru þau send til prentunar í Reykjavík, en af því stiptsyfirvöldum þótti það ei geta orð- ið einhvers hlutar vegna, voru skjö! þessi send út og því síður álitin til prentunar. Þóttist stjórnin nú finns sjálfbyrgings- og uppreistaranda hjá íslendingum, þar sem þeir vildu ekki gefa sig að öllu á vald Danastjórnar. (Brandstaðaannáll). Sæskrímsl. í Grímsey var lengi mognuð trú á sæskrímsl og töldu menn að þau leit- uðu þar oft á land um nætur. Þótti því ekki ráðlegt að vera á ferli eftir dagsetur. Til sannindamerkis um það var sögð þessi saga: — Það bar við, að kona ein gekk frá Efri-Sandvík til næsta bæar að mala, og fyrir því að kvörn var eigi laus þegar, mól hún á nótt fram og vildi þá heim ganga, en kom eigi heim um nóttina. Að morgni var hennar leita farið og fannst af henni önnur höndin, og ekkert ann- að. Var því trúað að sæskrímsl hefði grandað henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.