Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 10
70 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hans eða örbirgð. Ein var sú, að við útför Jónasar sýslumanns Schevings á Leirá (1831) töluðu þrír klerkar yfir moldum hans og var sira Jóhann á Hesti einn þeirra, þá nýlega fluttur inn í hjer- aðið. Kvöldið áður, er hann var á leið suður að Leirá, fátæklega bú- inn og illa ríðandi, riðu nokkrir boðsgestir fram á hann undir Hafn- arf jalli. Að algildum íslenskum sið, skiftust þeir á orðum við hann. en riðu hann brátt af sjer. Sögðu þeir þá sín á milli að það mundi verða heyrandi til þess arna á morgun. Slíkt var vitanlega í háði mælt En því lifði endurminningin um betta lítt sögulega atvik, að áður en næsta sól væri af lofti, þótti flest- um viðstöddum á Leirá sem þar hefði þessi fatasnauði prestur einn talað. Sonur sira Jóhanns Tómassonar var sira Jóhannes á Kvennabrekku, og þau vroru þannig þremenning- ar að frændsemi Helga Baldvins- dóttir og Jakob Smári. Sira Jóhann- es var uppi á þeim tíma er presta- stjettin í landinu var skipuð ótrú- legum fjölda afburðamanna fyrir gáfna sakir, svo að freistandi er að nefna nokkra og þó fjarri því, að telja megi til hlítar. En fljótlega koma okkur í hug nöfn eins og Matthías Jochumsson, sem vitan- lega er einn í flokki, Valdimar Briem, Zóphónías Halldórsson, Jón- as Jónasson, Magnús Andrjesson, Einar Jónsson, Kristinn Daníelsson, Þorvaldur Jakobsson og bræðurnir Guðmundur, Magnús og Kjartan Helgasynir. Þó er það ekki efi, að framarlega á meðal slíkra garpa var sira Jóhannes; en hann erfði þau örlög föður síns að þekkja aldrei annað en sára örbirgð og fá fyrir þá sök aldrei að njóta sín meir en til hálfs. Þetta má þó vera að þyki útúr- dúr, enda skal nú komíð nær sjálfu söguefninu. Helga Baldvinsdóttir er fædd á Litlu-Ásgeirsá í "fíðidal 3. desem- ber 1858, laust fyrir miðnætti. En því er dagstundarinnar getið, að sumir telja afmælisdag hennar 4. desember, og svo gjörðu íoreldrar hennar og hún sjálf, sem þó vis~; hið rjetta. En ástæðan til þessa var sú, að þann dag höfðu þau áður eignast dóttur, er annaðhvort hafði fæðst eða dáið þann mánaðardag, og þau vildu með þessu minnast hennar. Helga var þannig ekki fullra fimtán ára er hún fluttist af landi burt, og sjá má það á Ijóð- um, er hún orti fyrir burtför sína úr átthögunum, og geymst hafa, að hún hefir, eins og svo margir aðr- ir er vestur fluttust, nauðug kvatt ættjörðina. Heima á íslandi dvaldi líka hugur hennar til æfiloka, með ólæknandi trega. Á fögru vorkvöldi þann 15. iúní 1873, aðeins örfáum vikum áður en hafin skyldi förin vestan úr Húna- vatnssýslu til Akureyrar, og síðan lengra miklu, er hún, þessi fjórtán vetra telpa, einsömul uppi í brekku fyrir ofan Gröf í Víðidal. Þar á- varpar hún hagablóm, sem hún að hætti þeirrar tíðar skálda nefnir lilju, og eys út hjarta sínu í kvæði, sem hún lýkur þannig: Nú þó jeg fara frá þjer má. — Fögur er sól að hníga í sjá; brosandi hún kveður grund og gil, grösunum sendir hægan yl. — Vertu sæl, lilja vina mín, vitja jeg má ei framar þín. Og þann 10. desember þetta sama ár, ekki fullri viku eftir fimtánda afmælisdaginn sinn, yrkir hún viðkvæmt og myndauð- ugt kvæði heim til fósturjarðarinn- ar. Niðurlagserindi þess er þann- ig: Meðan vindur blæs um bratta tind- inn, beljar foss í háum gljúfrasal, meðan speglar mána nokkur lindin, meðan þroskast fagurt blóma val, meðan styrkur er í sveinsins armi, indælt brosir nokkurt fagurt sprund, meðan ástin býr í nokkrum barmi, blessun stærstu hljóttu feðragrund. Þess er annars vert að geta, að nálega má segja að Helga væri fædd með ljóð á vörum, svo að ort hefir hún frá blautu barnsbeini, enda stóð að henni skáldakyn í allar áttir og foreldrarnir bæði hag- orð. Hún er enn í bernsku er hún yrkir ekki óbrotnari eða fátæklegri vísu en þessa: Hnígur sunna, og sígur svartur skuggi á dal bjartan, fríðum í fjallahlíðum fjóluna bærir gjóla; eftir ljett eyrum sljettum ítækur streymir lækur, í móum litlum lóum leiðist ei við sín hreiður. Vestra biðu telpunnar að sjálf- sögðu sömu kjör og annara landa hennar, karla og kvenna, ungra og aldraðra — þau kjör að vinna og berjast áfram. Dagurinn var frá morgni til kvölds vinna og strit. „Nóttin ein er fljóði frjáls". Svo var það um álfkonu Gríms og svo var það um Helgu. Til þess að yrkja, eða a. m. k. til þess að rita það er hún orti, og til þess ?ð menta sig, rjeð hún yfir nóttinni einni. Og menta sig gerði hún, þótt aldrei kæmi hún inn fyrir skóladyr. Enska tungu virðist hún ákaflega fljótt hafa lært til fullnustu, eins og bað er kallað, enda þótt vitanlega hafi aldrei nokkur maður numið nokkra tungu til fullnustu. En við vitum samt við hvað er átt. Til þessa náms hljóla þó að hafa verið fáar tómstundir, Og hvíldarlaus vinna varð hlutskifti hennar alla æfi, víst af tvöfaldri nauðsyn; í fyrsta lagi og lengst af til þess að afla sjer og sínum lífsnauðsynja, en síðar kom þá líka eðlilega sú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.