Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 65 uns þeir komu upp aftur. — Nú hófst hinn, að mjer fanst, skemti- legi eltingarleikur við þessar und- arlegu skepnur, sem geta ekki lifað án þess að anda að sjer lofti, en eru þó hjer um bil alla sína ævi neðansjávar. Hrefnan, sem Hjálmar hafði sjeð, kom nú upp miklu nær en áður, en stefndi nú í aðra átt, og hagaði Hjálmar ferðum bátsins eftir því og reyndi altaf að komast í veg fyr- ir hana. Það er ekki auðvelt að reikna út hvar þessum dýrum dett- ur í hug að koma upp næst eftir að þau stinga sjer, og stundum hverfa þau með öllu sjónum manna. „Mað- ur verður helst að hafa það á til- finningunni, hvar þær ætla sjer að koma upp,“ sagði Páll. Hann stóð nú tilbúinn við hlaðna hvalbyss- una, og var heldur betur veiðihug- ur í karli. Nú kom hrefnan upp um 25—30 faðjna framan við bátinn, og hclt jeg að Páll mundi skjóta, en hann sagði að færið hefði verið helmingi of langt. Jeg spurði Hjálmar hvort hrefnan hefði ekki verið í færi. — Hann svaraði mjer á þessa leið: ,.Ef svo hefði verið, hefði Páll skot- ið; hann er að vísu færisvandur, en hann hefur heldur ekki skotið einu feilskoti í sumar.“ & EFTIR um tveggja klst. eltingaleik við hvalina um lítið svæði á Skjálf- andaflóa, afhlóð Páll byssuna, og var haldið til Húsavíkur og legið þar við bryggju um nóttina. Þar stóð fiskaðgerð yfir, eins og í Flat- ey, en hjer var ekkert af lúðu liggj- andi á bryggjunni. — Hins vegar blasti við óhugnanleg sjón þar, en það var nokkuð stór hákarl, sem hafði verið skorinn sundur í þrjú stykki, með innýflum og öllu sam- an. Ógeðslegur er hákarlinn í heilu lagi, en ekki var hann geðslegri þannig útlítandi. Jeg veit ckki af kverju liaim iekk þessa meðierð; j '* ' *a Páll við hvalbyssuna. kannske hafa þrír menn skift hon- um á milli sín til nytja; ef til vill hefur hákarlinn flækt eða slitið lín- una, sem hann veiddist á, og eig- endurnir svalað reiði sinni með þessu móti eftir að í land kom? Við fórum svo í „koju“ um mið- nættið. Jeg lagðist í „koju“ þeim megin, sem nær bryggju var. -— Þeir Hjálmar og Páll voru undir eins steinsofnaðir. En þegar jeg var að komast að landamærum drauma -landsins, er skotið úr fallbyssu við eyrað á mjer. Uppi á bryggjunni hömuðust mennirnir við fiskaðgerð ina og tóku að henda þorskhausum aftur fyrir sig í sjóinn, en margir þeirra lentu á byrðingnum, sem jeg svaf innan við, og skullu svo á sjónum, og í svefnrofunum virtist þetta eins og fallbyssudrunur. — Jeg var nú glaðvaknaður og hlust- aði á hvcrnig þessi aðgangur magn- aðist; stundum skullu tveir hausar. stundum þrír; — og nú var engu líkara en heill hópur villimanna berði bumbur sínar! Hroturnar í Páli og Hjálmari gat þá verið söng- ur villimanna! — Þessu fór fram þar til kl. 2 um nóttma, eu þa kelt jeg að sjálfur Húsavíkur-Jón væri kominn með í spilið> með því, nú virtist hvolft í sjóinn,,hpilk,ámvi af þorskhausum og slprý^gn lok.aþátt- ur þessa gauragangs vap sá,^ að jeg heyrði þrjú þung stykki skella á sjónum; jeg heyrði þegar þau sukku, og mjer fanst jeg heyra þau nema við botn unúir. hátnijm. —• Fiskaðgerðinni laukjnveð þessu, og jeg heyrði kerru ekið upp eftir bryggjunni, en þegar skrölthijóð hennar dó út var dauðakyrð utan borðs. — Hjálmar var hættur „villi- mannasöng“ sínum, en Páll „söng“ sóló. En nú vildi jeg fá svefnfrið, svo jeg henti eldspýtnastokk í ha.us- inn á Páli, og þá þagpaði hann — og jeg komst yfir landamærin. MIG dreymdi hákarl, sem skorinn var sundur í þrjá hluta, sem lágu á mararbotni. Jeg þóttist sjá hlutana skríða saman, verða að ægilegu sjó- skrímsli, sem jeg nú stóð andspæn- is; það rjeðist á mig meðagapandi kjafti, sem mjer þótti tentur mörg- um harbeittum hvalaskutlum; það beit í aðra öxl mína ^gen þá vakn- aði jeg við það að PáiUhristi mig heldur óþyrmilega, bálvbntkir yfir því, hve fast jeg svæfi — og — „það er hrefna hjerna skamt undan,“ sagði hann. . ■ ,. ° n UaaigðnBrl Iv Klukkan var 5 að .jn^rgni;(,yið vorum staddir á söinu.; ?JóðUJn, á Flóanum og kvöldiý gður. Það var komin „gola“ og taljsyerð alda, og mjer var óski 1 jai|lygt^,'jjyyejrnig mönnunum kom til hugar. yið.þycir myndu hæia nokkra skcmjjj^týps og báturinn ýmist rugggði cða þjó á móti öldunum. En jegf vildi ,ekki verða af neinu, dreif núg ppp, og stóð ýmist skjálfandi f.ram á hjá Páli eða skaust inn í g^ýri^ús fH Hjálmars, og ljet í ljps y.a^,ú mina á veiði í þessu væðri,-eu hang. ft.iil- yrti að þctta væri ágæt-t ^rúfnu.-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.