Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 ur og Baldvin sonur þriðju kon- unnar, Helgu Sigmundsdóttur. Syst kini Baldvins voru fjöldamörg, og skulu þessi nefnd hjer: (1) Stefán faðir Jóns (Þorgils gjallanda) rit- höfundar á Litlu-Strönd; (2) Hjálm ar íaðir sira Helga á Grenjaðar- stað; (3) Þuríður kona Jóns bónda Árnasonar á Skútustöðum, en með- al barna þeirra voru sira Árni á Skútustöðum, Sigurður í Yztafelli, Hjálmar á Ljótsstöðum, Helgi á Grænavatni og Hólmfríður kona Páls Sigurðssonar í Skógum; (4) Friðrika kona Jóns skálds Hin- rikssonar á Helluvaði, en sonur þeirra var Jón alþingismaður í Múla. Baldvin Helgason kvæntist 1848 Soffiu dóttur Jósafats á Stóru-Ás- geirsá í Víðidal, Tómassonar stúd- ents Tómassonar. Tómas stúdent átti margt barna, og ekki öll <*etin i hjónabandi, enda kallar kirkju- Foreldrar Úndinu. Baldvin Helgason bókin hann kvennamann. Er margt merkisfólk af honum komið. Kona hans, sú er móðir var Soffíu, var L^tunn systir Jóns sýslumanns á Soffía Jósat'atsdóttir. Systurnar Friðrika, Jósefina og Helga Baldvinsdætur. Myndin er líklega tekin á Akureyri rjett áður en t'jölskyldaii lor vestur. Melum við Hrútafjörð. Um hana kvað Tómas: Ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri; aldrei verður Ljótunn ljót, ljótt þó nafnið beri. Kona Jósaíats, en móðir Soffiu, var Helga Bjarnadóttir frá Þór- ormstungu, systir Jóns hins spaka og stjörnufróða, þess er Björn Gunnlaugsson ritaði um látinn. Soffía var fædd 1830, en andaðist 1902. Þau Baldvin eignuðust fjölda barna, sem urðu hið mesta myndar- fólk, en öll þau, er fædd voru hjer heima, fluttust með foreldrum sín- um vestur um haf. Annar sonur Tómasar stúdents, og þó ekki af sama hjónabandi og Jósafat, var sira Jóhann á Hesti, talinn frábær gáfumaður, gott skáld bæði á íslensku og latínu, en bjó alla æfi við ákaflega þröngan kost. Hann andaðist 1865, en mióg liiði minning hans í Borgarfirði á meðal hinnar eldri kynslóðar þegar sá er þetta ritar var að alast upp. Eru honum þó nú gleymdar flestar þær sögur er hann þá heyrði um hann og ýmist sögðu frá gáfum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.