Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 2
78
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
eins og öðrum sviðum hennar, en
um vissa hluti geta flestir samein-
ast, vissa hluti sem allflestum finn-
ast æskilegir, þó þá greini á um
leiðir og þacr sjeu oft torsóttar. Það
t. d. hefur ekki verið átakalaust
að berjast við sóðaskapinn, bæði
utanhúss og innan og mikið vantar
enn á, að á honum hafi verið sigr-
ast eða menn komið sjer saman um,
hvernig það verði best gert. Samt
sem áður dettur engum í hug ann-
að en að halda baráttunni sleitu-
laust áfram og fórna til þess stór-
fje.
En^im andlegan sóðaskap hafa
menn varla þorað að ræða ennþá,
hvað þá heldur að láta sjer detta
í hug þann möguleika að hefja bar-
áttu gegn honum. Það á því langt
í land að „mental hygiene" eða geð-
vernd taki sjer slíkt viðfangsefni.
Aftur á móti hefur mönnum
smám saman verið að lærast hvað
má bjóða fólki á ýmsum aldri,
hvernig má best hagnýta andans
krafta hvers um sig. Mönnum hef-
ur smám saman verið að lærast að
hugarástand manns mótar viðhorf
hans til alls lífsins, ræður úrslitum
um hvort maðurinn sje hamingju-
samur eða óhamingjusamur. í bar-
áttunni gegn geðsjúkdómum stór-
um og smáum er mönnum æ orðið
ljósara að aukinn skilningur al-
mennings, aðstandenda og sjúk-
lingsins sjálfs á eðli sjúkleikans er
meginatriði til þess að fá bata og
einnig oft til að fyrirbyggja að
verða veikur.
Mjer finnst það sóma sjer vel
fyrir Læknafjelag Reykjavíkur,
sem oft hefur haft frumkvæði um
ýmis nýmæli hjer á landi, að hafa
tekið forustuna í þessu máli. Lækn-
ar skilja það betur en flestir aðrir
að „vor einkaábyrgð er að læra að
vcrja viti voru og kröftum."
HEILBKIGÐI er nu a dogum skil
greind sem andleg, líkamleg og fje-
lagsleg vellíðan. Langsamlega meg-
inhluti læknisstarfseminnar hefur
miðast við að styðja og efla svo-
nefnda likamlega vellíðan mann-
anna. Upp á síðkastið hefur og fje-
lagslegu hliðinni verið æ meiri
gaumur gefinn. En til hvers væri
að veita mönnum líkamlega og fje-
lagslega vellíðan, ef þeir ekki gætu
notfært sjer hana vegna andlegra
ágalla.
Geðheilbrigði skiptir því megin-
máli fyrir alla menn.
Sætir það furðu hversu ennþá
er langt frá því að mönnum sje
þetta almennt ljóst, þó þegar sje á
það bent í hinum elstu ritum mann-
kynsins.
Eitt af því sem menn eiga að
ganga að sem vísustu er, að heilsa
þeirra bilar einhverntíma á ævinni
um lengri eða skemri tíma og meira
eða minna alvarlega. Þetta gildir
alveg jafnt um geðheilsu manna
sem svonefnda líkamsheilsu og fje-
lagsheilsu.
Lífið sjálft mæðir þannig á öll-
um mönnum að þeir fá stærri eða
minni kaun og kvilla, ekki aðeins
á líkamanum heldur líka á „sál-
inni“. ef svo mætti segja, eða geð-
inu. Líkamsrækt hefur kent mönn-
um ýmislegt til þess að vernda og
verja líkamann gegn áföllum.
Geðræktin vill á sama hátt reyna
að styrkja menn í að vernda og
verja geð sitt.
Skipulögð íþróttaiðkun eða lík-
amsrækt er nú á dögum aðallega
fyrirbrigði frá þessari öld, þó hún
hafi verið til í fornöld.
Skipulögð geðrækt hefur tæplega
verið hafin enn að undanteknum
vissum þáttum í starfi prestanna,
þó hún hafi einnig verið til á hin-
um elstu tímum. Áður en til þess
getur komið nú, þurfa þeir sem
áhuga hafa og forsendur til þess,
l'yrst og fremst að vekja almenning
bl skilnings á þýðingu ge'ðlieilbrigði
og geðræktar, svipað og brautryðj-
endur líkamsræktarinnar hafa gert.
Vísindaleg þekking í lífeðlis-
fræði og almennri sjúkdómafræði,
sem unnist hefur á síðustu 100—
150 árum, er meginundirstaða lík-
amsræktar nú á dögum og vísinda-
leg þekking, sem fengist hefur í
almennri sjúkdómafræði einnig á
seinustu 100—150 árum og þó eink-
um á seinustu 50 árunum, er senni-
lega meginþáttur þess hverju lík-
amsræktin hefur áorkað.
VÍSINDALEGRI þekkingu í sálar-
fræði, sem eiginlega hefst með
Kants „Kritik der reinen Vernuft"
1783, miðar seint, þar til fyrir 70—
80 árum og þó einkum seinustu
40—50 árin. Hún hefur verið ein
undirstaða þeirrar geðræktar sem
rekin hefur verið undir yfirskrift-
inni „almenn fræðslumál“, en sem
þó engan veginn alltaf hefur fyrst
og fremst bygt á þekkingu manna
á sálarfræði á hverjum tíma. Vís-
indaleg þekking í almennri sálsýk-
isfræði og geðveikisfræði er svo að
segja öll frá seinustu 80—100 ár-
unum og hefur miðað langmest
seinustu 30—40 árin, hún er megin-
uppspretta svo að segja allrar nýrr-
ar vitneskju manna, sem fengist
hefur í sálarfræði og er því frum-
skilyrði fyrir geðrækt og skynsam-
legri geðvernd. Vísindaleg þekking
breytist með hverjum tíma, það er
því nauðsynlegt að hvatt sje til
hverskyns rannsókna á geðheil-
brigðismálum og þær studdar með
ráðum og dáð þeirra, sem skilning
hafa á þýðingu þeirra og að niður-
stöðum þeirra sjeu á öfgalausan
hátt komið á framfæri við þá, sem
þær skifta, sem sje almcnning,
ráðamenn þjóðarinnar og almenna
borgara.
Þekking vor er aldrei endanleg,
hvorki á þessum sviðum nje öðr-
um, en vjer trúiun því, að henni
miði ýfirleitt i áttina til liins rjett
ara og betra. Rikjandi skoðanir eru