Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
79
því altaf að breytast og þarf al-
menningur allur að skilja það.
Líkur eru fyrir því, að svo sje
ástatt um 12—15 menn af hverju
þúsundi landsmanna á hverjum
tíma að þeir sakir vantandi geð-
heilsu sjeu ósjálfbjarga, vanþroska,
vanheilir, geðveikir og andlega
hrörnandi fyrir elli sakir.
En miklu fleiri eru við meiri og
minni vanlíðan af þessum sökum á
hverjum tíma. En þó aðeins sjeu
taldir þeir, sem með öllu eru ó-
sjálfbjarga, þá nægir það til þess
að sýna hvílíkt þjóðfjelagsböl hjer
er um að ræða og hvílíkur baggi
hjer er á þjóðinni. Eðli málsins
samkvæmt gefa þessir menn sjálfir
ekki hljóð frá sjer til þess að þeim
sje veitt . athygli, nauðsynlegur
beini eða sýnd sú mannúð, sem
vjer nú á dögum teljum sjálfsagða.
Aðstandendur þeirra veigra sjer
einnig oft við því. Við hinir verð-
um því að taka málstað þeirra.
Öll aðbúð þeirra og aðstaða hefur
verið erfið og ábótavant í ýmsu.
Til afsökunar höfum við hinir haft
það að þjóðin hefur haft í svo
mörg horn að líta, þegar seinustu
ein til tvær kynslóðirnar hafa orð-
ið að gera svo að segja allt sem
gert hefur verið af verklegum
framkvæmdum í landinu. Mál
þeirra, sem ekki hafa sjálfir getað
borið sig upp, hafa því orðið út-
undan og menn margir kveinkað
sjer við að horfast í augu við þann
kostnað, sem það hefur í för með
sjer að taka þessi mál mannsæm-
andi tökum. Það kostar t. d. sem
stendur um 11100 kr. á ári að vista
sjúkling á Kleppi og þó spítalinn
sje ein ódýrasta heilbrigðisstofnun
á landinu, þá má sjá að hjer er
um stór útgjöld að ræða fyrir þióð-
arheildina þar sem um 300 sjúk-
lingar cru á spítalanum og utn
110 munu vera utan hans, en sem
þó mundi vera tahð að þýfftú áð
vera a honum. Þær miljóna upp-
hæðir, sem árlega er varið til þessa,
ættu að rjettlæta að miklu væri
árlega varið til rannsókna á þessum
málum hjer. Hingað til hefur það
alls ekkert verið. Eg hef fyrir löngu
minst á það, að hyggilegt væri að
skylda hverja heilbrigðisstofnun til
þess að verja a. m. k. 5—10% af
rekstrarkostnaði sínum til þess að
rannsaka þá kvilla sem hún hefur
með að gera. Vanvitastofnanir vant
ar svo að segja alveg hjer, en þær
verða einnig dýrar í rekstri. Floga-
veikisstofnun er alls engin til. —
Nægjanleg elliheimili vantar einn-
ig, en kosta líka peninga.
Hjer er því margt sem benda má
á, að þurfi að gera og líka margt
annað aðkallandi. Eitt verkefni
svona fjelagsskapar sem Geðvernd-
arfjelagsins er að hafa vakandi
auga með því, að unnið sje að lausn
þessara vandamála, eins og efni og
ástæður frekast leyfa á hverjum
tíma.
VEGNA þess hvert aivörumál geð-
heilbrigði er fyrir hvern einstak-
ling og þjóðfjelagið sem heild er
nauðsynlegt að fylgst sje sem ítar-
legast með þróun þeirra mála og
framförum á sviði þeirra með öðr-
um þjóðum. Um þessi mál er því
þátttaka í alþjóðlegri samvinnu
bráðnauðsynleg.
Ymsar leiðir eru farnar í svip-
uðum fjelögum sem þessum til þess
að ná tilgangi sínum og höfum við
sett þær helstu fram í frumvarpi
því sem við höfum samið og lagt
verður fram hjer á eftir.
Auðvitað er, að talsverður tími
mund.i líða hjer þangað til fjelagið
gæti látið nokkuð til sin taka. —
Þyrfti það fyrst að safna meðlim-
um og hefja áróður fyrir tilgangi
fjelagsins. En ef ekki er of geist
af stað farið ætti svona fjelags-
skapur að mínum dómi að eiga
nokku’r t er’índí'hingað
Eftir að hafa athugað malið inn-
an Læknafjelags Reykjavíkur leyfð
um við okkur að bjóða nokkrum
konum og körlum á fund 18. des-
ember til þess að ræða um hvort
þau mundu vilja stofna með okk-
ur Geðverndarfjelag íslands. Við
völdum þá aðferð fyrst að leita til
nokkurra valinkunnra leiðtoga með
al þjóðarinnar til þess að hevra
undirtektir þeirra. Við vitum að
um marga ágæta menn og konur
hefði getað verið að ræða, en töld-
um rjettast að hafa hópinn ekki of
stóran fyrst. Við vonum því að það
valdi engum misskilningi þó við
höfum haft þessa aðferð.
Á þessum viðræðufundi var sam-
þykt að stofna fjelagið og nefnd
kosin til þess að yfirfara lagafrum-
varpið og boða til framhaldsaðal-
fundar. í nefndina völdust þeir
Arnfinnur Jónsson skólastjóri,
sjera Jakob Jónsson, dr. Matthías
Jónasson, dr. Þórður Eyólfsson,
forseti hæstarjettar, og undirritað-
ur Ræddum við lagafrumvarpið og
gerðum á því smávægilegar breyt-
ingar, heldum síðan íund með
frjettamönnum, sem svo hafa sagt
frá fjelagsstofnuninni í blöðum og
útvarpi og loks höfum við boðað til
þessa fundar, sem vera skyldi fram-
haldsstofnfundur, samþykkja lögin
og kjósa fyrsta íulltrúaráðið.
Helgi Tómasson.
^ ^
Prófessor í efnafræði var að sýna
nemendum sínum áhrif ýmissa sýru-
tcgunda. Hann tók silfurpening upp úr
vasa sínum og sagði:
„Nú læt jcg þennan pening hjcr í
þessa sýru. Haldið þið að hanp muni
lcysast upp?“
,,Nei“, sagði einn ncmandinn.
,,Nei?“ endurtók prófessorinn. „Þjer
viljið þá máske gera svo vel að út-
skýra fyrir okkur hvernig þjer vitið
það, að hann muni ekki lcysast upp“.
„Það er auðvclt", sagði nemandmn.
„Þier munduð ekki haía látið pening-
inn í sýruuaef þjer hefðuð verið hrædíl
ur um það að hann leystrst upp".