Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 83 S HAW-SÖGUH Við erum frændur, allir íslend- ingar, og ættum því að skemta okkur vel, en snúa baki að öllu því sem þving- ar, því þetta mót er okkar fagrahvel. í dag við tölum móðurmálið góða, og málið okkar dýpstu hjartans ljóða. Við íslands börn, sem fæddumst heima á Fróni og fyrstu ástum bundum móður- land, að skilja við það, var næst sálar- tjóni og vonarskipum öllum siglt í strand. Sem ungling varð mjer það'hinn þyngsti krossinn að þurfa að missa bækurnar og hrossin. Er. lukkan stóra leiddi okkur vestur, uns loks við náðum Kyrrahafsins strönd; og tíminn langi, læknir allra- bestur, hann ljetti sorg, en sleit ei trygða- bönd. Við erum hjer, en hugurinn er heima; því hverjum lærist fyrstu ást að gleyma? ----o--- Aths. — í miðdálki á bls. 69 á að lesa: „Ljótunn var föðursystir Jóns sýslu- manns.“ Konurnar, sem sjást á mynd- inni neðst á bls. 71, eru Helga Bald- vinsdóttir og Sophia dóttir hennar. 5W íW Bernard Shaw sat í veitingahúsi. Hljómsveitin hamaðist á jass, svo að ekki heyrðist mannsins mál. Shaw kallaði á þjóninn og spurði: — Er hægt að fá hljómsveitina til að spiia hvað sem maður biður um? — Sjálfsagt, sagði þjónninn, hvað á jeg að biðja hana að spila? — Domino, sagði Shaw. EINU SINNI hittust þeir Bernhard Shaw og Friðþjófur Nansen og ræddust við. Kom þá upp úr kaf- inu að báðir höfðu þjáðst af slæm- um höfuðverk árum saman. — Hafið þjer ekki reynt að finna eitthvert meðal við höfuðveiki? spurði Shaw. Nei, það hafði Nansen ekki reynt. — Hvað er að heyra þetta? hróp- aði Shaw. Þjer hafið varið allri ævi yðar í það að reyna að finna norðurpólinn, sem engum manni getur komið að gagni, en þjer haf- ið ekki borið við að reyna að finna meðal við höfuðveiki, og þó þarfn- ast allur heimurinn þess. EINU SINNI helt Shaw fyrirlest- ur tun uppeldi og sagði þá meðal annars: — Fjöldi fólks á það ekki skilið að eiga börn, og það ætti að taka börnin frá slíku fólki. Þá hrópaði einhver frammi í salnum: — Að þjer skuluð dirfast að segja þetta, þjer hafið aldrei verið faðir. — Átti jeg ekki á von, sagði Shaw. Og þó átti jeg von á því, sem verra er, að mjer mundi brigsl- að um það að hafa aldrei verið móðir. —o— SHAW er mjög, ófríður maður. — Það hefur verið sagt að hann sje eins og mosavaxin múmía. Þrátt fyrir þetta hafa þó margar konur viljað giftast honum. Einu sinni vildi ung og einföld kona endilega giftast honum og meðal annars taldi hún um fyrir honum á þessa leið: — Hugsið þjer yður aðeins hve framúrskarandi börn við mundum eignast, þegar þau hafa fegurð mína og gáfur yðar. Bernhard Shaw — En ef það skyldi verða á hinn veginn? sagði Shaw. SHAW á mjög skemtilegan búgarð í Herefordshire. Einhver maður, sem heimsótti hann, spurði hvernig á því stæði að hann hefði sest að þarna. Shaw svaraði honum með því að fara með hann út í kirkju- garð og sýna honum þar legstein. Á steininum stóð að hinn fram- hðni hefði verið 80 ára er hann ljest og þar undir stóð: „Lífið er stutt.“ — Á þessu getið þjer sjeð, sagði Shaw, að hjer mun vera heilnæmt að búa, úr því að menn telja 80 ár stutt æviskeið. —o— ÞEGAR Bernhard Shaw lagði út á rithöfundarbrautina, þótti honum sjer ekki sýnd næg athygli. Hann fann því upp á því að senda blöð- unum skammargreinar um sig og rit sín, en síðan fekk hann svo aft- ur að bera hönd fyrir höfuð sjer í sömu blöðum. Á þennan hátt vakti hann athygli á sjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.