Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN S 91 starfi sínu á hinu endurreista Al- þingi verður hann sjálfkjörinn for- ingi þjóðarinnar á dögum sínum og ber nú hið glæsta heiti: frelsis- hetja vor. Þarf þá eigi að fara lengra í því efni. En fyrir baráttu- tíma hans störfuðu í embætti nokkr -ir óeigingjarnir og ágætir menn, sem síst má hylja í gröf gleymsk- unnar. Áður var getið Magnúsar Stephensens. Hann var um langa hríð dómstjóri landsyfirrjettarins og ruddi á þeim vettvangi hinni mildari refsingastefnu braut í anda framtíðarinnar. Við þann dómstól störfuðu og á þessu tímabili ís- leifur Einarsson, dómstjóri, Bene- dikt Gröndal, meðdómandi, Bjarni Thorarensen, meðdómandi, Ólafur Finsen, meðdómandi, Þórður Svein -björnsson, dómstjóri, sem æðsta dómsvaldið innanlands hvílir á herðunum á um rúma tvo áratugi og talinn verður meðal mætustu sona þjóðarinnar, og Jón Johnsen frá Stóra-Ármóti, meðdómandi. — Allir þessir menn leggja fram starfskrafta sína til að halda uppi lögum og rjetti í þessu strjálbvla landi. Þá má geta Stefáns Þórarins- sonar, amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann var vitur maður og hinn öruggasti embættismaður, mikill höfðingi og gekkst fyrir búnaðarframförum í umdæmi sínu, enda ástsælt yfirvald. Enn er óminst á marga góða drengi og duglega, sem unnu af kappi í anda hinna vaknandi tíma, t. d. Sveinbjörn Egilsson, kennara á Bessastöðum, síðar rektor. og Finn Magnússon, vísindamanninn mikla, er komst til mikillar virð- ingar í Kaupmannahöfn, alt upp að hásæti konungs, og á hlóðust æ meiri sæmdir og heiður, víðs vegar að úr hinum mentaða heimi. Hversu fagrar og raunhæfar sem þær hugsjónir kunna að vcra, sem með þjóðnmi kunna að bua, verða þær aldrei airnað en „hljomandi málmur eða hvellandi bjalla“ — án þeirra manna, er með þær kunna að fara, undirbúa jarðveginn og bera þær fram til sigurs. Alþingi var komið að fótum fram, þegar það var lagt niður. Því skyldi eigi gleymt. En meðal þjóðarinnar og í útvirkjum hennar voru að starfi þeir ágætismenn, er fundu annan vettvang fyrir þjóðþrifastarfsemi sína. Þegar landsmönnum er svo fengið ráðgjafarþing í hendur, eru þeir margvíslega búnir undir að færa sjer í nyt hina dýru gjöf hins framsýna konungs. Þá er einnig sá til taks, sem fær er um að taka forystu stórhuga lýðs. Foringinn mikli kemur til sögunnar og byggir á grundvelli sögunnar — og þó allra helst hinu nýliðna skeiði, tímabilinu milli Alþinga, árunum 1800—1845. Þ? 18. jan. 1950. Þórður Jónsson. p rpi nu Á SEINUSTU árum hafa fundist mörg ný lyf, sem sannarlega má kalla undralyf. Þar til teljast peni- cillin, sulfa og strepíomycin. Nú eru nýlega fundin önnur þrjú meðul, sem einnig má nefna undra- lyf- Chloromycetin er sjerstaklega gott við taugaveiki. Venjulegt var, að taugaveikÍBsjúklingur væri veik- ur í 35 daga, en sá tími hefur styst niður í 12 daga síðan farið var að nota chloromycetin. Meðalið er gagnslaust gegn lungnabólgu og virussjúkdómum. Aureomycin hefur einnig reynst ágætlega við taugaveiki. Það hefur einnig reynst svo áhrifamikið gegn virus-lungnabólgu, sem kölluð er, að ýmsir eyu nú fannr að efast um að lungnabolga geti stafað ai virus, því að meðalið hefur reynst gagns- laust gegn öðrum virussjúkdómum. Bacitracin hefur reynst vel í upp- lausn eða áburði við sár og augn- bólgu, þar sem penicillin dugir ekki. Það mundi og vera gott til inntöku ef ekki væri í því efni, sem getur skaðað nýrun. ^W ^W 4* ^W ^W Slapadœ^n^ var e ÍÁi IwmL^ NÚNA í HAUST vildi til einkenni- legt bílslys í Stokkhólmi og furðu- legt að það kostaði ekki mannslíf. Kona, sem Sirene Berglund heit- ir og á heima í Luleá, var að aka á götum höfuðborgarinnar í bíl sín- um. Bíll kom á móti henni og rjett um leið og bílarftir mættust losnaði stálþynna af aurbretti þess bílsins og slöngvaðist inn í bíl frú Berg- lunds með svo miklu afli að járnið stakst í gegnum hægra lærið á henni, þvert í gegnum kviðinn, rjett fyrir framan lífhimnuna og rakst seinast á kaf í vinstra hand- legginn. Lagið var svo snöggt að frú Berg- lund íann ekkert til fyrst í stað. En þegar hún ætlaði að hreyfa sig gat hún það ekki og fjekk þá óþol- andi kvalir. Það varð að saga sund- ur stálþynnuna til þess að ná frú Berglund út úr bílnum. Svo var farið með hana rakleitt til sjúkra- húss og þar varð að gera á henni stórkostiega skurði til þess að na stálbrotunum úr holdinu. Lífi frúarinnar var borgið. en stálþynnan verður geymd í sjúkra- húsinu til minnis um þennan at- burð. Segja læknarnir að það sje alveg íurðuleg tilviljun a*'i frúln skyldi ekki biða bráðan bana í þessu slysi. -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.