Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1950, Page 16
92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Örfirisey. Um þær mundir er Reykjavík fekk kaupstaðarrjettindi (1786) bjó í Örfir- isey Guðmundur Jónsson lögrjettu- maður, síðar í Skildinganesi og sein- ast á Lágafelii. Kona hans var Guð- ríður Ottadóttir frá Hrólfsskála og áttu þau fjölda barna. Jón hjet elsti sonur þeirra. Hann varð stúdent og tók sjer ættarnafnið Effersöe eftir fæðingarstað sínum. Svo settist hann að í Færeyum' og er Effersöe-ættin þar frá honum komin, og hefir lengi ver- ið cin af merkustu ættum í eyun- um. Haustið 1806 töldust í Reykjavík 446 íbúar (fólk í HHðarhúsum og Arnarhóli ekki talið með). Þeir áttu 35 kýr, 2 kindur og 92 tamda hesta, 3 áttæringa, 25 fjög- urra og sex manna för og 9 smærri báta. Þetta voru bjargálnir þeirra, og nú horfði til mestu bjargarvandræða. Finnur Magnússon (síðar prófessor) var þá settur bæjarfógeti. Hann gaf út fyrirskipun um það að allir þurfa- menn, sem ekki ætti sveit hjer, yrði að fara úr bænum, og jafnframt var cllum bannað að hleypa utansveitar- fólki inn í hús sín. Við þetta fækkaði fólkinu, svo að hjer voru ekki nema 369 manns árið eftir. Fyrsta prentsmiðja í Reykjavík var Landsprentsmiðjan. Hún var flutt til bæarins frá Viðey 1844. Ástæðan til þess var sú, að þá átti að endurreisa Alþingi. Var því stefnt saman til fyrsta fundar 1. júlí 1944, en samkomutímanum var frestað þangað til næsta ár (1845). Má því segja að Reykjavík hafi samtímis fengið prentsmiðju, Alþingi og Menta- skóla og urðu því merk tímamót í sögu bæarins þá. Og sama árið (1845), var það að Hoppé stiptamtmaður kærði Grím amtmann Jónsson fyrir það að hafa tekið upp á því að skrifa sjer á íslensku. Blöndalsbylur. Daginn sem Páll læknir Blöndal frá Stafholtsey var jarðsunginn í Bæ, gerði aftaka stórhríð með hörkufrosti og var GÓÐUR SNJÓR. Hjer í Reykjavík hefur tæplega sjest snjór í allan vetur, að- eins föl einstaka sinnum. Þá eru gleðistundir barnanna. Hjer sjást ung og hraust börn, sem hafa farið út í snjó að Ieika sjer, en vegna þess að það er aðeins föl, hafa þau orðið að velta sjer til að verða snjóug. (Ljósm. ÓI. K. Magnússon). það nefndur Blöndalsbylur. Það var í febrúar 1903. Þennan dag var Árni Gíslason vestary)óstur á ieið yfir Brattabrekku. Árni var með alskegg, en það fór í eina klakahúð og fraus við föt, svo að hann mátti ekki höfuð hræra. Að síðustu slitnuðu stórir lokk- ar úr skeggi hans með klakagrímunni. En til bygða komst Árni og rakaði þá af sjer skeggið sem eftir var. Lásagras. Viljurðu geta opnað hverja læsingu, þá skaltu finna maríuerluhreiður og setja þar dyraumbúning og læsing fyr- ir, þegar maríuerlan er úti. Kemur hún þá með einslags gras og leggur að læsingunni. Opnast þá læsingin, svo maríuerlan kemst inn. Þetta gras skaltu taka og geyma, og þarftu ekki annað en bera það að skráargatinu, þar sem þú vilt opna. Opnast þá læsingin þeg- ar af sjálfu sjer. En vara máttu þig að koma aldrei meir berhöfðaður undir bert loft, því þá kemur maríuerlan, sem þú læstir fyrir, og setur eiturorm ofan í höfuðið á þjer, og verður það þá þinn bani. (Allrahanda). Vogrek. Brátt eftir nýár (1836), rak á svo- kallaðri Valagnúpamöl nálægt Reykja- vík syðra og víðar hjer um 400 af stórtrjám. Voru þau minstu 8 álna löng. Mikið rak og af eikarstumpum og ámustöfum. Hyggja menn fyrir víst, að skip muni hafa strandað þar nálægt, því þar rak einnig brot af stýri og part af segli. (Daði fróði).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.