Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 136 feta dýpi fanst þar bæði gull og silfur. Sýnishornin rannsökuðu þeir Ásgeir Torfason efnafræðing- ur, Erlendur Magnússon gullsmið- ur og Björn Kristjánsson kaupmað- ur, og verður ekki efast um niður- stöður þeirra. Hitt gátu þeir auð- vitað ekkert sagt um, hve mikið væri af þessum góðmalmum í jörð, nje heldur hvort það mundi borga sig að hefja námugröft. I lok nóvembermánaðar var bor- inn kominn niður í 220 feta dýpi, og varð þar fyrir honum mjög hart lag. Var þá borunum hætt. Búist var við því, að enn mundi þurfa að verja 20—30 þúsundum króna til rannsókna áður en úr því feng- ist skorið hvort ráðlegt mundi að hefja malmnám þarna. En það fje hefir ekki fengist og rannsóknir lögðust niður. Borinn lá um mörg ár skamt frá Haínarfjarðarveginum og hefir sennilega orðið ónýtur. ÞÓTT þannig tækist til um þetta námurhál, gátu ýmsir Reykvíking- ar ekki gleymt því að gull hafði fundist í Vatnsmýrinni. Hjá mörg- um geymdist enn einhver neisti af þeim áhugaeldi, er fyrst gaus upp við gullsöguna. Og þeim fanst ekki enn reynt til þrautar. Verið gat, þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, að í Vatnsmýrinni leyndist gull, er gæti gert auðuga þá, er hefði dirfsku til að leita þess. Þcss vegna var það að nokkrir menn tóku sig saman árið 1924 og stofnuðu nýtt námafjelag, sem þeir ncfndu „Malmleit“. Lagði hver maður fram 500 krónur í 'fyrir- tækið. Síðan fcngu þcir Helga H. Eiriksson verkfræðing til þess að kaupa fyrir sig hentugan bor er- lendis, og átti hann einnig að hafa eftirlit með borunum og rannsaka það, sem borinn flytti upp a yfir- bcrðið. Þa um sumarið var svo byrjað að bora rjett vestan við Pólana og borað dýpra en áður. Borinn bar mjög af hinum eldri bor. Var þetta holkur, sem tók jarðlög og grjót- lög upp í kolfum og mátti því rann- saka jarðlögin jafnóðum. En enginn varð árangur af því. Gullið kom ekki. Og um haustið mun alt fje fjelagsins hafa verið uppetið og varð ekki meira úr þeirri tilraun- inni, en bornum var komið fyrir til geymslu. Um þessar mundir mun það hafa verið, að Jón Þorláksson, síðar borgarstjóri, flutti erindi í Iðnað- armannafjelaginu um notkun jarð- hita til upphitunar í íbúðarhúsum. Þá komst hreyfing á hitaveitumál- ið c g beitti Knud Zimsen borgar- stjóii sjer af alefli fyrir því að gerð væri tilraun um slíka upp- hitun. Bærinn átti jarðhita í landi sínu, þar sem voru laugarnar í Laugardalnum. Þar streymdi fram nær sjóðandi vatn og hafði lengi verið notað til þvotta. En þetta yf- irborðsvatn var ekki nóg. Það þurfti að leita að meira vatni og það varð að gerast með borun- um. Og nú var tekinn jarðbor „Malm- leitar“, fluttur inn að Laugum og byrjað að bora þar eftir heitu vatni hinn 26. júní 1928, en hitaveita það- an til bæjarins opnuð laust fyrir miðjan nóvember 1930. Þannig tengjast saman að nokkru leyti tvö af helstu fyrirtækjum bæjarins, vatnsveitan og hitaveit- an. Eí ekki hefði verið byrjað á því að bora eft.ir vatnj suður hjá Öskjuhlið, hefði „gullmálið“ ckki kornið upp. En gullinu var það að þakka að „Malmleit“ keypti hentugan jarðbor. Og cinmitt vegna þess að þessi jarðbor er hjer á slaðnum, er farið að bora eftir heitu vatni fyr en clla mundi gert liafa verið. Á. Ó. 4 V Á, 4 177 •--------------.. ...j. -■> Barnahjal Sonur nágrannans var kominn. Hann stóð frammi í cldhúsi og horfði á er konan hamfietti hænu- unga og tók innan úr ihonum. Innvolsið fanst honum sjerstak- lega merkilegt. Hann hljóp heim og sótti systur sína, sem var yngri, benti henni á innvolsið og sagði: — Sjáðu hvað hænuungirui var með í vasanum. a.uAi 0 v iBHlíufr ’ < Mamma og Jói voru á gangi á götu. Þá kom stór hunduv,, Ijet vinalcga að þeim og sleikti Jóa í framan. Jói rak upp hræðilegt öskur. — Hvað er þetta? sagði' fnaiúitla. Beit hann þig? iílug m — Nei, en hann bragðaði á mier. “'Ot>ríi izZ'iH —o--- i nciatt / Pabbi og Stína litla, lágu úti í garði og sleiktu sóísiíjnið' Þá flaug flugvjel yfir iricðl rrtikhim dyn. .um&aml&m — Hvað cr þetta? gagði þabbi. Stína horfði upp fh_ito!f.fið,.,Rn koni 'ékki augá á flúgvjej.ina, Þá sagði hún: ,<!‘ ‘ •’ — Það hlýtur að vérá &uÍj'íncÖ ryksuguna sína. tiútj ób Jam _o_ :i8 JIu§ ÍTK r Vigga litla horfði á cr: ihinirira ' bar andlitssmyrsl framam hsiginr-'! — Til hvers ger^vðæjJjftta*; mamma? T , .nifici óiíificr — Jcg gcn það til þqss ap ýcrqá falleg, sagði mamma.,f,1>* ■ ’•*' Vigga fór, en þegar Áflin kbín aftur hafði mamma þeroaðíal1 sj»n: smyrsJih. Vigga liorfðj. á up; stund og sagði svo: ■ — Ekki dugði þetta, maminá. J •í áugocf ooíb : --O ■ ■ Gestur kom og sá áíf Búsi litli, sonur hjónanna, var önirbrri'káf-: inn við að tína sanran dótið'Sitt á stofugólfinu. A|i i-r ' > — Mamma hcfur iofað að gefa þjer eitthvað fyrir að gera þetta? sugði gesturinn. -- Nei. en hún lofaði mjCT-Qá- lrtlu ef jeg gerði það ekki. E

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.