Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 1
bék 12 tölublað. 3B*fBWtfrfafr#in Sunnudagur 26. mars 1950. XXV. árgangur. GULL í VATNSMÝRINNI EINN AF höfuðókostum Reykja- víkur fram á þessa öld, var vatns- skortur. Hjer voru tiltölulega fá vatnsból, brunnar og lindir, vatn- ið í þeim lítið og óvíða gott, en alls staðar hætta á að sóttkveikjur kæmist í vatnsbólin og gæti vald- ið farsóttum. Guðmundur Björnson varð hjer- aðslæknir hjer árið 1895. Hann gekk með miklum skörungsskap fram í því að reyna að koma betra lagi á heilbrigðismálin og sjerstak- lega hafði hann mikinn ýmugust á vatnsbólunum. Árið 1903 flutti hann svo opinberan fyrirlestur um vatnsveitu fyrir Reykjavík, hver höfuðnauðsyn það væri frá heil- brigðissjónarmiði að hún kæmi sem fyrst, og hvílíkt hagræði það væri fyrir bæarbúa að fá hreint, renn- andi vatn inn í hús sín. Guðmundi hafði hugkvæmst að hægt mundi að sækja vatn handa Reykvíkingum í Esjubergs-^il og leiða vatnið þaðan í pípum neðan- sjávar yfir Kollafjörð. Ýmsir töldu þetta hreina fásinnu, en bað varð þó til þess, að bæjarstjórn sneri sjer til Mr. Pike Ward í Hafnar- firði og bað hann að afla upplýs- inga um hvort þetta mundi fram- kvæmanlegt. Árangurinn af þeirri málaleitan varð sá, að sumarið eft- ir voru fengnir hingað tveir verk- MM i * yft -i i | $GÞm&^ '-' \%3t£ } .| ^^^Hf * M§ flS# ;* J j Gullborinn ~ ''^ %éT ^\L. að verki í Vatns- ?pp-' mýrinni sumarið 0^: «-•' 1907. Myndin tek- - ^" in eftir póstspjaldi __ö= sem Sigfús Eymundsson - ffaf út. %, fræðingar frá verkfræðingafirm- anu Willie & Co. í Englandi, til þess að athuga öll skilyrði hjer til vatnsveitu. Mun þeim hafa bótt tiltækilegast að sækja vatnið inn í Elliðaár. Bærinn átti þá ekki Elliðaárnar og gat því ekki sótt vatn þangað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.