Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1950, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 181 Frú Li Goat-Kiau. á húsið. Mjer var sagt að það þýddi: „Lengi lifi Chiang Kai-shek höll“. Annars var fagur aldingarður umhverfis gistihúsið. Þar var fram -reiddur ágætur matur eftir vest- rænum sið, ásamt ananas, melónum og banönum, sem vex á eynni. — Flugnanet voru umhverfis rúmin og utan við þau hvein í bitvargin- um allar nætur. En það var hörgull á vatni. Vatnseyðslan var svo mikil að vatnsveitan hafði ekki við leng- ur, og þó er þarna nóg af beljandi ám. Eftir hádegi þyknaði loft venju- lega og gerði þá oftast rækilega dembu. ,,Á þessum tima árs er mað- ur í svitabaði á morgnana, en hold- votur af regni seinni hluta dags,“ sagði Ameríkumaður við mig. ÞEGAR vjer höfðum íengið farar- leyfa hjá lögreglunni var lagt á stað í jeppa áleiðis til Chiaopanshan og þaðan upp í fjöllin til að heimsækja afkomendur frumbyggjanna. Eitt af því, sem oss var sagt um þá. var það að þeir tæki mark á flugi fugla þegar þeir væri á ferðalagi. Ef fugl- ar flugu á móti þeim. var það ills vit-i og því ráðlegast að snua þegar lieim aftur. Ef fuglarnir flugu fram á leið var það góðs viti og þá var um að gera að halda ótrauður áíram. Ef fuglar flugu þvert yfir leið manns, var ekki annað ráð en setjast niður og bíða. Vjer fórum fram lija Buddlia- hofi. Það hafði nú verið gert að lögreglustöð vegna húsnæðisvand- xæða. Skamt þar frá var búð og þar voru stórar körfur fullar af fölskum seðlum. Mjer var sagt að þetta væri „peningar hinna dauðu“. Kínverjar kaupa þessa seðla og brenna þá við útfarir, svo að hinn framliðni sje ekki alveg „blankur" hinum megin. Nú fór vegurinn að versna og verða brattari. Vjer mættum mörg- um handvögnum fullum af kolum. Þeir voru að koma úr námu þar skamt frá. Það er mikið af kolum á Formosa, en kolalögin eru svo þunn, að það borgar sig ekki að reka námugröft í stórum stíl. Vegmælir bilsins sýndi að vjer vorum komnir 32 mílur írá Taipai og þar endaði vegurinn í djúpri kvos stórgrýttri, en úr kvosinni voru göng þvert í gegnum fjallið. Gömul kínversk kona kom gang- andi berfætt út úr göngunum. Hún bauðst til að útvega sporvagn lianda oss. Hvarf hún svo inn í göngin og kom brátt aftur með „trilluna“, en drifkrafturinn var 15 vetra Taiwan-stúlka, þrekin og sterkleg. Hún ók „trillunni“ með oss fimm í gegnum göngin og bljes ekki úr nös að því loknu. Fögur sjón blasti við, er út úr göngunum kom. Þarna handan við fjallið var nýr gróðurheimur og friðsæld. Þar var enginn umferðar- hávaði, heldur aðeins fuglasöngur. Kofaþyrping var þarna og þaðan komu tveir piltar, naktir að öðru leyti en því, að þeir voru með lendaskýlu. Það varð að samkomu- lagi, að þeir flyttu oss á „tx'illu“ til Chiaopanshan. Þeir áttu ekki að fá neitt fyrir það, en vjer áttum að greiða dálitla upphæð til „viðhalds járnbrautinni“. Hvað eftir annað fór „trillan“ út af brautinni, og varð að velta henni upp á hana aftur. Hvað eftir annað lá leiðin yfir trje- brýr á straumhörðum ám, og rið- uðu þær alla vega undir þungan- um. „Er þetta ekki hættulegur veg- ur?“ spurðum vjer. „Nei,“ sögðu þeir. „Ökumenn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.