Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 2
iyQ ! fWPT 7 ' f'V •> » UÍÖtíUK MOltUUiNiiiLAtJbJlJfci matspænir. Leysti faðir minn þetta verk af hendi, þegar hann hafði stund afgangs frá öðrum störfum. Þegar fór að lengja dag fór hann í smiðju og smiðaði hestajárn, hest- skónagla, sláttuljái, kengi og hesp- ur. Það var feikilega mikil vinna, sem fór í smíðar á stóru heimili. Á kvöldvökum voru altaf lesnar sögur eða kveðnar rímur og vakað þangað til sjöstjarnan var komin í nónstað, því að engin var klukkan til að fara eítir. Jeg var víst orðinn 8 ára þegar klukka kom á heimili okkar, og olíulampi um líkt leyti. Fram að þeim tíma hafði verið not- aður lýsislampi og bar heldur daufa birtu. Jeg man þau viðbrigði þeg- ar olíulampinn kom og hvað okkur fanst það dýrlegt að hafa svo bjart ijós. í Kaldárholti var tvíbýli og börn á báðum bæum. Á vetrarkvöldin ljekum við okkur í rökkrinu á skautum og leggjum, og þar sem svellbunki var í hólbrekkunni, var farið á sleða. Sleðinn var kýrhaus- kúpa og bundin á torfa. Á þessu runnum við með fleygihraða, og þótti gaman. Þegar jeg var á 10. ári lagðist móðir mín banaleguna og lá þungt haldin í fulla þrjá mánuði. Það var sullaveiki, sem að henni gekk. Daginn sem hún dó átti jeg eins og vant var að reka ærnar á haga; þetta var á einmánuði. Faðir minn var þá í Bakkaferð, svokallaðri slógferð, að sækja fisk, gotu og kútmaga til heimilisins. Áður en jeg íór út um morguninn kallaði mamma á mig og bað mig að koma til sín, því að hún ætlaði að kveðja mig; það væri ekki víst að hún sæi mig framar. Jeg gekk til henn- ar og kysti hana og iór svo. Þegar jeg kom inn um hádegið var hún dáin. Það er ekki unt að gleyma slikri móður. Mjer hefur altaf fund- ist hún vera hja mjer, þcgar eitt- livert mótlæti eða sorg liefur steðj- að að mjer í lífinu, og huggað mig með kærleika sínum. Þegar faðir minn kom heim og Kristín Egils- dóttir, húsfreyja í austurbænum, sagði honum andlátsfregnina, bað hann guð að hjálpa sjer og hneig niður. Það varð að styðja hann inn að likbörunum. Því atviki hef jeg ekki getað gleymt. Þegar jeg var 13 ára hafði jeg ekki fengið neina tilsögn í reikn- ingi, jeg bað pabba að kenna mjer, en hann kvaðst ekki hafa neinn tíma til þess; hann skyldi nefna það við síra Benedikt að kenna mjer reikning áður en jeg yrði fermdur. Svo var það löngu seinna, að pabbi kom heim seint um kvöld og segir við mig; „Jæja, drengur minn, nú er best að þú farir í býtið í fyrramálið austur að Guttorms- haga til síra Benedikts að læra reikning. Hann tekur á móti þjer, jeg talaði um það við hann í dag“. Jeg var kominn að Guttormshaga fyrir fótaferð næsta morgun. Prest- ur var þá ekki kominn á fætur, en hann klæddist skjótt, og svo hófst námið. Hann byrjaði á því að láta mig leggja saman 2 og 2, 3 og 4 o. s. frv. Og þannig helt hann áfram með mig allan daginn fram í vöku- lok, og gaf mjer aldrei h'víld, nema á meðan matast var. Það er ekki trúlegt, en samt er það satt, að gamli presturinn fór með mig um daginn gegnum samlagningu, frá- drátt, margföldun og deilingu í einskonar tölum; ennfremur Ijet liann mig breyta meira naíni í minna nafn, og minna nafni í meira nafn; svo tók hann fyrir^að kenna mjer margskonar tölur. samlagn- ing, frádrált, margföldun og deil- ingu. Aö lokum lauk hann loísorði á dugnað minn og gaf mjer reikn- ingsbók Eiríks Briems með þeim ummælum, að hún myndi duga mjer, ef jcg læsi hana vel. Þetta cr öll sú kensla. sem reiknings- kunnátta min er bygð á. Af sjálfum mjer lærði jeg að skrifa, og notaði sem forskrift fallegar utanáskriftir á brjefum. Á vetrum æfði jeg mig að skrifa með broddstaf á hrímuð svell, eða í föl. Tókst mjer á þennan hátt að verða sæmilegur skrifari, þótt jeg skrií'i alt með vinstri hendi, en um það var ekki fengist, og jeg hafði eng- an kennara. Undir fermingu lærði jeg gamla 8 kapitula kverið utan bókar. Prest- ur húsvitjaði á hverju hausti og hlýddi mjer yfir og ljet mig lesa í Nýatestamentinu. Vorið, sem jeg fermdist, gekk jeg í þrjú skifti fyrir ferminguna til prestsins. Þetta var öll mín bóklega mentun undir lífið. En aðra mentun fengum við jafnhliða, og það var að vinna. Var okkur haldið íast að því námi alt frá 6 ára aldri. Það var smala- menska, að reka kýrnar, sækja hesta, hjálpa til við byggingar og heyskap. Þegar jeg var 10 ára gaí íaðir minn mjer hólma til að slá og var það gert til þess að jeg keptist við. Á vetrum var það ull- arvinna á kvöldin og svo að læra að lesa og síðan kverið uppi í rúm- inu, því engin stund mátti fara til ónýtis. Á daginn var snjómokstur og gegningar. Um sláttinn gekk jeg út myrkranna á milli með fólkinu. Þá var jeg oft þreyttur. En jeg held að mín góða heilsa sje því að þakka að jeg varð að búa við harð- rjetti og vinnu á æskuárunum. Minnisstæðar skemtiferðir. ÞEGAR jeg var 12 ára fekk jeg i fyrsta skifti að fara i kaupstað með pabba. Það var þegar hann íór með ullina út á Eyrarbakka. En sú dýrð og tilhlökkun! Jeg gat ekki soíið dúr nóttina áður! Um miðjan morgun var lagt á stað og um kl. !) vorum við komnir út að Króki, ferjustaðnum á Þjórsá. Þar var lokið oían og sprett aí,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.