Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 14
202 LJStítíOK MORGUNtíLAÐtíiWS t>jtíi'i>Uikiega getið að fáir sjúkl ingar hafi verið í spítölunum í Magdeburg, Erfurt, Posen og Ber- lín. Það var ekki fyrr en herinn var kominn inn í Pólland að vandræð- in byrjuðu. Kerckhove lýsir því með hryllingi hvernig þar hafi ver- ið ástatt, örbirgð, fáfræði og þrælk un almúgans, svo að ekkert því- líkt átti sjer stað í neinu öðru landi. Fólkið hírðist í hinum aumlegustu kofum, sem voru sannkallaðar gróðrarstíur allskonar sjúkdóma. Herinn hafði því hvergi húsþak yfir sig og varð að liggja í tjöld- um. Viðurgerningur var slæmur, kaldar nætur en steikjandi hiti um daga. Það varð að gera hermanna- spítala í Danzig, Königsberg og Torn vegna þess að ýmiskonar kvillar komu upp í hernum, svo sem lungnabólga og illkynjuð háls- bólga, sem líklega hefur verið difteritis. Dílataugaveikin fór að gera vart við sig um það leyti er herinn íór yfir Niemen, en það var 24. júní. í Lithaugalandi varð her- inn að brjótast um vegleysur í gegn um skóga, en alla bygðina, borgir og þorp, höfðu Rússar brent. Lítið var um mat, vatnið var slæmt og hitinn óþolandi. Og nú kom jafnframt upp blóðsótt í hernum. Eftir orustuna hjá Ostrovo seint í júh', höíðu 80.000 manna sýkst. í herdeild Kerckhove hafði mönnum fækkað um helming um þær mund- ir er herinn kom að ánni Moskva, en það var snemma í september. í þessari herdeild höfðu upphaflega verið 42.000 manna. í orustunni hjá ánni særðust 30.000 manna og var það meira en hjúkrunarliðið gat annað. Herinn helt inn í Moskva-borg hinn 14. september. Þar höfðu áður verið 300.000 íbúar, en flestir voru flúnir. Daginn eftir hófst borgar- bruninn. Talið er að Rostoptchin borgarstjóri hafi hleypt glæpa- mönnum úr fangelsum, fengið þeim kyndla og skipað þeim að kveikja í borginni, Nokkur góð sjúkrahús voru í borginni, en þau fyltust undir eins, og þegar mest- ur hluti borgarinnar lá í rústum, varð að hrúga mönnum saman í hinum verstu húsakynnum, en meginherinn lá í tjöldum utan við borgina. Rússar höfðu eyðilagt öll matvæli í borginni. Upp frá þessu varð Napoleon að berjast við blóðsótt og dílasótt. Og þegar undanhaldið frá Moskvu var hafið hinn 19. október, þá voru ekki uppi standandi nema 80.000 vígfærra manna. Heimferðin varð ein hrakfallasaga. Örmagna af þreytu og fárveikir urðu hermenn- irnir sífelt að verjast árásum fjand- manna sinna. Grimmileg frost skullu á og menn kól til bana í stórhópum. Þegar herinn náði Smol ensk snemma í nóvember, voru ekki eftir nema 2000 af riddaralið- inu, en 20.000 hermanna fóru þar í sjúkrahús og voru flestir skildir eftir þegar herinn fór frá Smol- ensk hinn 13. nóvember. Hjá Bere- sina mistu Frakkar um 40.000 manna. Hinir voru meira og minna veikir af dílasótt, blóðsótt og lungnabólgu. 15.000 manna urðu úti á leiðinni til Vilna. Þangað kom herinn 8. desember og voru þá að- eins eftir 20.000. Af þriðja hernum, sem Ney hershöfðingi stjórnaði, voru aðeins tuttugu menn eftir. Þeir fáu, sem komust burt frá Rúss- landi voru allir meira og minna veikir af dílasóttt. Það er merkilegt, að cftir þessar ógurlegu hrakfarir skyldi Napoleon takast að draga aftur saman 500.000 manna her árið 1813. Þetta voru aðallega ungir menn, sem var miklu hættara við sjúkdómum heldur en hörðnuðum liermönnum. Það fór því líka svo, að þegar Napo- lcon varð að leggja til orustunnar lijá Leipzig, hafði hann ekki eftir nema 170.000 manna. Harm hafði KIRKJAN og lýðræðiÖ þurfa hvorl a öðru að halda. Sjerstaklega á þetta við urn mótmœlendakirkjuna og hið frjálslynda lýðrœði. Baeði ciga r.ú í vök að vcrjast og likt og drukrmndi rraður, sern grtpur í hálrnstrá, leila l>au aðsloðar allra, scrn þau Italdu áð einhverja hjálp gcti vcitt í bili, án þcss að hugsa urn hverjar afleiðir.gar þáð kann að hafa í framtíðinni. Mót- rrœlenda kirkjan leitar hjálpar ka- þólsku kirkjunnar í trausti þcso að þœr hafi sarneiginleg áhugamál í tiúarcfnum. Á svipáSan hált og máske vegna vantrúar á mitl frels- isins, hufa lýörœðisstjórmr gripið til einveldis ráðslafana til þess áð ~cdj- ast ciru œðisstef riunurn. En rnólnuelenda kirkjan J hvergi áSsloðar áð vccnla ncrtui hjá lýðiœÖ inu, og á hinn bóginn cr slyrkur lýðrœðisins cngirm, cf þaö sler.dur c/.ki á kristilcgurn grundvelli. Cuitnar Da/iriun lcol lic. mist 103.000 í bardögunum hjá Bautzen, Dresden og Karlsbad, en 219.000 höfðu farið úr drepsóttum. Það er því óhætt að segja að það voru drepsóttirnar, miklu fremur en óvinirnir, sem rjeðu niðurlög- um Napoleons. Það verður varla sagt að drep- sóttir hafi ráðið úrslitum Krím- stríðsins, því að allir herirnir biðu líkt afráð þeirra vegna. Kólera, blóðsótt og dílasótt gerðu álíka skurk hjá öllum, eins og sjest á ef t- iríarandi skýrslu von Linstows um mannfallið á árunum 1854—1856: Særðir Fallnir Veikir Sóttd. Frakkar .. 39.869 20.356 196.450 49.813 Bretar .... 18.283 4.947 144.390 17.225 Hússar .. 92.381 37.958 322.097 37.454 (Úr bókuinni „Rats, Lice and llistory").

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.