Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 8
l‘J6 LESBOK morgunblaðsins TZ ÚTVARPS Hinn 1. þ. m. var 25 ára afmæli danska rikisútvarpsins. í til- cfni af því hafa vcrið birtar nokkrar gamansögur frá fyrstu árum þess. Umsókn. ÚTVARP hófst í Danmörku rjett upp úr gamla stríðinu, en fyrst í stað var það rekið af einstökum mönnum. Yfirvöldin höfðu ekki trú á því að þetta „uppátæki“ gæti gengið til lengdar. Þó fór svo að árið 1925 tók ríkið útvarpið að sjer. Óg þá þurfti auðvitað að fá útvarpsstjóra. Staðan var auglýst og margar umsóknir bárust, þar á meðal þessi, frá bónda á sunnan- verðu Sjálandi: — Jeg hefi mikinn áhuga fyrir listum, og jeg get tekið þessa stöðu að mjer fyrir lítil laun, því að það verður varla svo mikið að gera að jeg geti ekki sjeð um búskapinn samiunis. Kontrabassi fluttur. Emil Holm kammersanger varð fyrsti útvarpsstjóri. Hann fylgdist nákvæmlega með öllum útsending- um, og væri hann ekki við í út- varpssal, þá hlustaði hann á heima hjá sjer. Nú var eitt kvöld orkestermúsik í útvarpssal. Rjett eftir að hún byrjaði, hringdi símihn. Það var Holm og hami sagði við þarm, sem sá um útvarpið: — Kontrabassinn þarf að flytj- ast lengra til vinstri. Sjáið þjer um að það verði gert áður en næsta lag hefst. Maðurinn tók vel undir það, lagði frá sjer símann, lialJaði sjer aftur á bak i stólnum og skiíti sjer eickert af hljómsveitinni. Stuttu eftir að uæsta lag hofst, GLEFSUR hringdi síminn aftur. Það var Holm og hann ljek á alls oddi: — Þetta dugði. Nú hljómar mús íkin miklu betur en áður. Þarna sjáið þjer, ungi maður, að lítið lag- ar og lítið bagar þar sem hinn hár- nákvæmi hljóðncmi á í hlut. Þakkarbrjef. Þegar útvarpið var komið inn á hvert heimili svo að segja, var mikið kapphlaup um það meðal hinna ungu og upprennandi lista- manna að komast þar að sem allra oftast. Nú var það einu sinni að ungur söngvari fekk loforð um að láta til sín lieyra í útvarpinu. Nafn hans stóð á dagskránni og alt var í besta lagi. Á leiðinni til útvarpsins kom hann við hjá pósthúsinu og setti í kassann fjölda mörg brjef. Það voru þakkarbrjef til útvarpsins fyrir söng hans og áskoranir um það að láta hann syngja sem oft- ast. Þessi brjef lidfði hann samið sjálfur og nokkrir vinir hans. Svo kom lcann inn í útvarpssal. En þá gerðist þetta, sem altaf get- ur komið fyrir, að senditækið bil- aði og söngnum varð að fresta. Það má geta nærri að útvarps- stjóri og útvarpsráð hafi orðið liissa morguninn eftir, þegar þang- að kom stór hrúga aí þakkarbrjeí- um fyrir þennan ágæta söng! Ibuatalan breytist ekki. Fyrir mörgum árum var einn af starfsmönnum útvarpsins sendur út á smáey og átti að lýsa lífinu þar. Hann hitti þar gamlan mann og fór að spjalla við hann: — Hvað er nú margt íólk iijer á eynm? — 864, var svarið. — En hvað voru max'gir hjer fyr- ir tíu árum? — 864 að mjer meðtöldum, sagði sá gamli. — Það var skrítið, nákvæmlega jafnmargir! En hvað áttu þá rnargir heima hjerna fyrir 50 ár- um. — 864 að mjer meðtöldum. Nú fór útvarpsmanninum ekki að lítast á blikuna. Hann fór að gruna að hann hefði lent á geggjuðum manni. Og svo sagði hann hálf gremjulega: — íbúatalan hlýtur að breytast, eða hvernig fer þegar hjer fæðast böi-n? Það hiýtur þó að koma fyrir. — Jú, það kemur fyrir stöku sinnum, en í hvert skifti sem barn fæðist, strýkur einhver piltanna hjeðan, off þess vegna er fóiks- fjöldinn aitaf sá sami. >w >w >w ÞAÐ FRJETTIST að maður nokk- ur ætti 100 ára afmæli og það fyigdi sögunni að hann hefði aldrei bragð- að áfcngi á ævi sinni. Bindindis- blaðið sendi þegar frjettaritara sinn á fund jrans til þess að fá þetta staðíest. Frjettaritarinn hitti gamla mann- inn og hann var orðinn mjög hrum- ur. Hann lá í kör og gat sig vai’la hreyft. Á meðan frjettaritarinn var að tala við hann, heyrðust alt i einu hin mestu olæti og gaura- gangur i næsta herbergi, eins og alt ætlaði um koll að keyra, þar var velt húsgögnum og brothljóð kvað við í hverju bandi. — Hver ósköp ganga hjer á? spurði frjettaritarinn. — Æ, það er hann pabbi. Hann hefir nu komið drukkinn heim, rjett einu sinru!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.