Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.1950, Blaðsíða 10
198 ufcbbOK MOKGUNBKAÐSIJNS veðmál urn það hvort hann gæti leikið þetta aftur. Menn veðjuðu stórfje um það, að hann mundi drepa sig. En Blondin var ótrauð- ur. í næsta skifti, sem hann gekk yfir fossinn, var hann með borð og stól í fanginu og ljek sjer að því að setjast á stólinn og hafa borðið fyrir framan sig. En þá sýndist öll- um hann vera að hrapa og fólkið hljóðaði af hræðslu. En þetta hafði aðeins verið bragð Blondins til þess að auka á æsingu áhorfenda. Hann komst klaklaust yfir. Um kvöldið gekk hann svo þrisvar sinnum yfir fossinn. Eimvagni hafði verið ekið þar að og ljós hans fellu á streng- inn til að lýsa Blondin. í fyrsta skifti gekk hann yfir með tága- körfur bundnar við fæturnar. í næsta skifti gekk hann yfir með bundið fyrir augun og enga jafn- vægisstöng. í seinásta skifti gekk hann aftur á bak. Þá sloknuðu ljósin, hvort sem það hefir verið af óhappi eða af vilja gert, en Blondin fetaði sig aftur á bak í niða myrkri og komst heilu og höldnu yfir. Svo kom hinn mikli „Blondins- dagur“ 8. september 1860. Þá til- kynti Blondin það að hann ætlaði að ganga á streng yfir fossinn með mann á bakinu. 300.000 manna komu til þess að horfa á. En þeg- ar til átti að taka vildi enginn af þessum sæg gefa sig fram og láta bera sig yfir fossinn. Þá bauð Blond in 5000 króna þóknun hverjum þeim, sem þyrði að koma. Þá gáfu sig fram þrír menn. Og til þess að enginn þeirra skyldi fara á mis við verðlaunin, bauðst Blondin til þess að fara þrjár ferðir, með sinn í hvert skifti. En nú mögnuðust veð- málin mjög og þeir, sem sögðu að Blondin mundi hrapa, lögðu miklu meira undir en hinir. Þegar mennirnir heyrðu þetta, fell þeim allur ketill í eld og forðuðu sjer burtu. .NÚ VAR ekki gott í efni. Að lok- um tókst Blondin þó að neyða mann til þess að láta bera sig yfir. Það var Harry Colcord, sá sem hafði tekið að sjer að sjá um sýningar Blondins. Hann var í sínum bestu fötum og með háan hatt á höfði. Og þannig skreið hann upp á bak- ið á Blondin. En Blondin var með „reiðtygjum", það er að segja, hann var með axla bönd úr leðri og mittisband og niður úr því hengu tvö ístöð. Steig Colcord fótum í í- stöðin en helt sjer í axlaböndin. Blondin vissi hvað hann mátti bjóða sjer, hann svimaði aldrei og hann hafði óbilandi hæfileika að halda jafnvægi. Þess vegna var hann ekki hræddur að vera með þessa byrði á bakinu. En það var annað, sem hann hafði gleymt. Hann var ekki sterkur og Colcord var mjög þungur. Þegar þeir voru því komnir spottakorn út á streng- inn, var Blondin uppgefinn og skip- aði Colcord að fara af baki svo að hann gæti hvílt sig. Þessu hafði Colcord ekki búist við — og hann neitaði algjörlega að hlýða. Blond- in espaði sig og þeir fóru að hnakk- rífast og við það var eins og Blond- in ætlaði að detta. Að lokum sá Colcord að hann mundi verða að láta undan. Hann skreiddist af baki og helt sjer dauðahaldi í Blondin — og enginn láði honum það. Eftir svo sem tveggja mín- útna hvfld, sagði Blondin honum að fara á bak aftur. Það tókst og Blondin helt áfram. En ekki komst hann alla leið í þeim áfanga. Hann þurfti að hvíla sig aftur og þá hlýddi Colcord möglunarlaust að fara af baki. Meðan þeir stóðu þarna á strengn um og hvíldu sig, kom lítill gufu- bátur skríðandi upp undir fossinn. Það hafði verið ákveðið áður. Á bátnum var einhver skotfimasti maður heimsins og hann átti að skjóta til marks, sem Blondin sýndi honum. Nú hafði Blondin ekk ert í höndunum. Hann þreif því háa hattinn af Colcord og veifaði honum. Skot reið af, en kúlan hitti ekki. Blondin var ekki ánægður með það. Hann veifaði hattinum aftur og þá komu tvær kúlur hver á eftir annari og fóru báðar í gegn um hatttinn. Aftur lögðu þeir á stað og nú var hættulegasti spottinn fram undan, miðjan á strengnum. Þar hafði ekki verið hægt að koma neinum styrktarböndum við og strengurinn skalf því og riðaði. En Blondin leist ráðlegast að fara þar á spretti yfir. Aldrei á ævi sinni kvaðst Colcord hafa orðið svo hræddur sem þá. En nú tók ekki betra við. Einn af styrktarstrengj- unum slitnaði og fór með hvin í gegn um loftið. Strengurinn, sem Blondin stóð á varð um leið slak- ur og tók að sveiflast til og frá. Áhorfendur æptu af skelfingu. Þeir Blondin sveifluðust til eins og þeir væri í rólu. En ekki missti Blondin jafnvægið. Hann flýtti sjer alt hvað aftók að komast þangað er næsti styrktarsterngur var. Hefðt hann slitnað líka, var úti um þá. Strengurinn helt. Þar hvíldu þeir sig enn góða stund og heldu svo áfram og yfir. Fyrir þessa dirfsku fengu þeir Blondin ekki nema um 8000 krón- ur. En til voru aðrir, sem höfðu ætlað sjer að hafa meira upp úr þessu. Þeir höfðu veðjað aleigu sinni um það, að Blondin mundi hrapa. Þegar lögreglan fór að at- huga strenginn, sem bilaði, sá hún að hann hafði verið skorinn sund- ur með hnífi. Einhver hafði gert það til þess að reyna að bjarga veðfje sínu. BLONDIIN fór um allan heim og sýndi listir sínar. Og altaf var hann að finna upp á nýu og nýu til þess að æsa hug áhorfenda. Einu sinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.