Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1950, Síða 2
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gríiuan fellur. Þegar kommúnistar hafa svo náð völdum vinna þeir að því eftir megni að festa sig í sessi. Þeir reyna að ílæma andstæðinga sína úr samtökunum, hindra inngöngu nýrra fjelaga, sem líkur eru til að fylgi þeim ekki að málum, en smala aftur á móti inn í samtökin eins mörgum kommúnistum og kostur er á og jafnvel þó þeir menn hafi engan rjett til að vera í stjett- arfjelagi, vegna starfa sinna. Hjer á landi eru mörg dæmi um slíkar starfsaðferðir hjá kommúnistum, sem ljóslega hefur komið fram í Dagsbrún, en það f jelag hafa komm únistar notað undanfarin ár sem flokksfjelag, en lagt aðra starfsemi þess að mestu niður. Ofbeldið dugar ekki kommúnistum. Eins og kunnugt er náðu komm- únistar völdum í Alþýðusambandi íslands árið 1944 og beittu til þess miður heiðarlegum baráttuaðferð- um. Þessum völdum hjeldu þeir svo í 4 ár. Fór yfirgangur þeirra og ofbeldi stöðugt vaxandi með hverju árinu sem leið. Svo þeir hikuðu ekki við að reka fjölmenn verka- lýðsfjelög úr heildarsamtökunum, beittu sjer fyrir klofningi í öðrum fjelögum, fyrirskipuðu pólitísk allsherjarverkföll, beittu verkalýðs samtökunum til beinna árása á at- vinnuvegi landsmanna og stórsköð- uðu með því lífsafkomu launþega um Icið og þeir stefndu þjóðinni í voða. Lýðræðissinnar og þjóðhöllir verkamenn sáu þá að við svo búið mátti ekki standá og hófu baráttu gegn kommúnistum í nær öllum verkalýðsfjelögum. Sú barátta bar þann árangur að kommúnistar urðu sem kunnugt er í míklum minni hluta á síðasta Alþýðusambands- þingi og töpuðu stjórn heildarsám- takanna. Baráttan vió koinmúnista var örðug vegna þess, hversu óbil- gjarnir þeir voru og virtu í engu lög og reglur verkalýðsfjelaganna. Þeir strikuðu andstæðinga sína út af kjörskrá, þeir hindruðu víða lýð- ræðislegar kosningar og meinuðu mönnum að neyta kosningarjettar síns, en þrátt fyrir slík bolabrögð biðu kommúnistar mikinn ósigur. Þegar á þingið kom ætluðu þeir að reka 52 fulltrúa lýðræðissinna. En þá skárust nokkrir verkalýðssinnar í þeirra liði í leikinn undir forystu Hermanns Guðmundssonar, þáver- andi forseta A. S. í. og neituðu að taka þátt í ofbeldinu. Þessu reiddust Moskvuh'numenn svo, að þessa menn hafa þeir of- sótt síðan og hafa hvergi á síðasta ári stutt neina aðra til starfa í verkalýðsfjelögunum en þá, sem þeir vissu að eru með öllu trúir „línumenn“ og gera alt það sem kommúnistaflokkurinn skipar þeim. Ilafa tckið við forystu af Hermanni GuðmUndssyni. Forystumenn kommúnista í verkalýðsmálum nú eru þeir: Egg- ert Þorbjarnarson framkvæmda- stjóri kommúnistaflokksins, Stefán Ögmundsson, upphlaupsmaðurinn frá 30. mars í fyrra, Eðvarð Sig- urðsson, sem staðið hefur fyrir kjörskrárfölsuninni í Dagsbrún og hefur lýst því yfir í ræðu og riti, að hann sje fylgjandi flokkslegu einræði í verkalýðsfjelögunum, og svo Guðmundur Vigfússon, íyrver- andi erindrcki A. S. í., cr í fjögur ár fjekk laun frá heildarsamtökum verkalýðsins til þess eins að út- breiða kommúnisma innan samtak- anna, en gleymdi með öllu að vinna að hagsmunamálum verkalýðssam- takanna. Þessir menn ráða nú öllu í verka- lýðsmálum hjá kommúnistum og hafa þeir tekið við af Herm. Guð- muhdssýni og Þorsteini Pjeturssyni og öðrum verkalýðssinnuðum mönnum. Stöðugt fylgistap kommúnista. Vegna framkomu sinnar hafa kommúnistar stöðugt haldið áfram að tapa fylgi. — Á síðastl. ári hafa þeir enn tapað stjórn- um allmargra verkalýðsfjelaga víðs vegar um land. Nú er svo komið að þeir ráða yfir tæpum V,á af verka- lýðsfjelögum landsins og má svo heita að kommúnistar sjeu orðnir mjög áhrifalitlir í verkalýðshreyf- ingunni. Þeir halda aðeins þeim f jelögum, sem þeim hefur tekist að halda andstæðingunum niðri í, með lögleysum og ofríki, en ekki mun langt um líða áður en þessi síðustu vígi þeirra falla líka. „Friðarsókn“ sundrungarmannanna. Nú á síðustu mánuðum hafa kommúnistar hafið nokkurs konar „friðarsókn“. Þeir hafa fundið að fylgið hrundi stöðugt af þeim og vildu fyrir alla muni kaupa sjer frið um stund til þess að geta á ný skipulagt sókn gegn launþega- samtökunum. Þeir hafa talað um „einingu“ verkalýðsins, sem auð- vitað er ekki annað en ný tilraun til blekkinga. Er dómarnir yfir ofbeld ismönnunum frá 30. mars voru kveðnir upp ærðust kommúnistar. því þeir töldu að hjer ætti að ríkja sömu ,rjettarreglur‘ og fyrir austan járntjaldið, að kommúnistum sje alt heimilt en allir aðrir rjettlausir. Og hin kommúnistiska stjórn Dags- brúnar og Fulltrúaráðs verkalýðs- fjelaganna í Reykjavík boðuðu til fundar til að mótmæla dómunum og Ijetu á fundinum kjósa nefnd, er „gæta ætti rjettaröryggis lands- manna". (Svipaða nefnd skipuðu kommúnistar í hæstarjetti Tjekkó- slóvakíu, er þeir brutust þat til valda). Og nú hafa þeir unnið að þvi eftir megni, aö sundra verka-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.