Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1950, Page 1
38. tbl. XXV. árgr.„0'ur. Súnnudagur 15. október 1950. Sigurður Nordal dr. HANDRITAMÁLIÐ OG ÍSLENSKA ÞJÓÐIN ....—.........-----------------f 1 h • -'-' ' ’ ÞESSI GREIN birtist á dönsku sem „kronik“ í „National- tidende 5. okt. s. 1. og er, eins og hún ber með sjer, skrifuð fyrir tilmæli frá ritstjóra þess blaðs. I. Það kann að virðast ótímabært að rita nokkuð um handritamálið einmitt nú, þegar senn er von á áliti hinnar „sérfróðu" dönsku nefndar, sem sett var til þess að athuga rökin með því og móti, að handritunum verði skilað. Það hef- ur líka verið þegjandi samkomu- lag meðal íslendinga að láta vera sem hljóðast um málið af sinni hálfu, hafa biðlund með nefndinni og lofa henni að starfa í friði. En þegar tilmæli koma frá Danmörku að fá umsögn íslendings um við- horf hans til málsins á þessu stigi, er skylt að verða við þeim. Ef satt skal segja, býst jeg varla við, að nefndin uppgötvi neinar stað- reyndir eða röksemdir, sem áður eru ókunnar. Annars bíður það síns tíma að ræða álit hennar. Hér verður í rauninni einungis drepið á þær hliðar handritamálsins, sem nefndin mun áreiðanlega ekki fjalla um að neinu ráði. Þau atriði munu ekki þykja nógu áþreifan- leg til rannsóknar — og samt eru þau eigi að síður meginatriðin og mergurinn málsins. — n. Dr. jur. Stephan Hurwitz, pró- fessor í Kaupmannahöfn, hefur ný- lega látið í ljós skoðun sína á þessu máli í ferðaminningum frá íslandi („Politikens" kronik, 28. júlí). Hann bendir að vísu á ýms- ar skynsamlegar og raunhæfar á- stæður fyrir því, að handritin eigi að vera þar niður komin, sem þau verði að mestum og beztum not- um. En það, sem framar öllu hef- ur skorið úr um niðurstöðu hans, eru bein kynni hans af íslending- um, hinni einlægu og almennu ást t. Sigurður Nordal dr,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.