Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
525
FYRSTA KOSNINGAHRÍDIN
í REYKJAVÍK
ÞEGAR KOSNINGAR til bæjar-
stjórnar fara nú fram í Reykjavík,
setja þær bæinn á annan endann,
ef svo mætti segja, og raska sólar-
ró íbúanna. Vikum saman hefir
bærinn verið í nokkurskonar um-
sátursastandi og á bæjarbúum hef-
ir dunið stórskotahríð hinna póli-
tísku flokka. Og á kosningadaginn
sjálfan er sá yargur í vjeum, er
ekki vill neyta atkvæðisrjettar
síns. í óteljandi bílum er kjósend-
um smalað á kjörstaði. Flokkarnir
fara í leitir og eftirleitir og' gefast
ekki upp fyrr en þeir þykjast hafa
kollheimt.
En þetta var ekki svo fyrrum.
Þá tóku menn þessum merkisat-
burði með meira jafnaðargeði,
enda var þá öðru visi i pottinn bú-
ið. Það er ekki fyr en 1878 að
Xyrsta kosningahríðin er háð hjer.
Áður en frá henni er sagt verður
að rekja að nokkru sögu bæjar-
stjórnar fram að þeim tíma og gera
grein fyrir því hvernig á þessarí
kosningahríð stóð.
REYKJAVÍK fekk kaupstaðar-
rjettindi 1786 og hinn 17. nóv. s. á.
var gefin út tilskipun um rjettindi
kaupstaðarins og kaupstaðarbúa.
Segir þar svo, að hver maður geti
fengið borgarabrjef ókeypis og
skuli þá nafn hans skráð í borgara-
bókina. En í framkvæmdinni varð
þetta ekki þannig. Það var litið
svo á, að hjer væri ekki átt við
tómthúsmenn, heldur aðeins kaup-
sýslumenn, iðnaðarmenn og
„siglda" menn. Það sjest á borgara-
skránrd. Arið 1828 voru hjer t d.
18 borgarar: 2 kaupmenn, 4 versl-
unarstjórar, 5 verslunarmenn, 2
snikkarar, 3 hattarar, 1 skraddari
og 1 beykir.
Þessir „borgarar" höfð'u einir
tillögurjett og ákvörðunarrjett í
málefnum bæjarins, í samráði við
bæjarfógeta, og kallaði hann þá
oft á fund með sjer til þess að
ræða um máleíni bæjarins.
Þetta fyrirkomulag líkaði Stefáni
Gunnlaugssyni ekki, er hann var
orðinn bæjarfógeti, og að undirlagi
hans gaf Krieger stiftamtmaður
út erindisbrjef til bæjarfulltrúa í
Reykjavík hinn 4. nóv. 1836. Ljek
nokkur vafi á því hvort þetta væri
löglegt, en erindisbrjefið var stað-
fest af æðri yfirvöldum. Samkvæmt
því áttu bæjaríulltrúar að vera
fjórir, 3 úr hópi húseigenda en 1
úr hópi tómthúsmanna. En þrátt
fyrir þetta þóttust borgarar eiga
að ráða og kölluðu oft saman
„borgarafundi", til þess að ræða
málefni bæjarins. Þaðan er „borg-
arafundar"-nafnið komið.
Um sama leyti og skilnaður
Reykjavíkur og Seltjarnarness var
gerður, var gefin út ný reglugerð
um bæjarmálefni Reykjavíkur (27.
nóv, 1846) og gilti hún fram til
1872. Samkvæmt henni áttu bæj-
arfulltrúar að vera sex, 5 kosnir af
borgurum eða húseigendum úr
þeirra hópi, en einn af þeim tómt-
húsmönnum er greiddu minst 2
rdl. í bæjargjöld. Skyldi kosning
auglýst og boðuð með trumbu-
slætti. Með þessu kosnigafyrir-
komulagi, þar sem fáeinir menn
rjeou kosningu 5 fulltrúa, en allur
almenningur fekk ekki að kjósa
nema einn, var auðvitað ekki við
því að búast, að nokkur hiti yrði
í kosningum. Þó risu þegar á öðru
ári allmiklir úfar út af kosningu,
Hinn 6. jan. 1849 áttu tómthús-
menn að kjósa fulltrúa. En er leið
að kosningadegi komu frafrí kæf-
ur út af því að kjörskrá væri rong.
Hefði þar verið slept ýmsum tómt-
húsmönnum, er ætti kosningar-
rjett, en á skrána teknir menn,
sem þar ætti ekki að vera, menn
sem hefði gerst borgarar eftir að
skráin var samin og embættis-
menn, sem hvorki ætti hús nje
bæ, en kjörstjórn hafði sett á
tómthúsmannaskrána, „til þess að
þeir væri ekki algerlega útilokað-
ir frá hluttekningu í bæjarins mál-
efnum". Stiftamtið úrskuróaði að
kæran væri á rökum bygð eg bæri
að stryka þessa menn út af tómt-
húsmannakjörskránni. En ]>eim
þótti hart að vera sviftir kosnin; ;ar-
rjetti, og varð niðurstaðan á deilum
þessum sú, að kosningin árið áð-
ur var ger ógild og í'ór því fram
kosnir.g á öllum £ulltrúur.um. Var