Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W 627 væri skipaður og yrði verksvið hans að sjá um að kláðanum væri útrýmt. Felst landshöfðingi á þetta og skipaði Jón ritara í það embætti 1875. Árið eftir risu upp mikil mála- ferli út af því, að Jón hafði tví- vegis dæmt Halldór Kr. Friðriks- son j'firkennara í sekt fyrir það, að hann hefði ekki viljað hlýðnast íyrirskipunum sínum um böðun. Átti Halldór jafnan nokkrar kind- ur og þóttist einfær um að lækna þær. ef þær skyldi fá kláða, en mun nú hafa talið þær heilbrigðar. Taldi hann og vafasamt að Jón hefði nokkuð dómsvald, er leyf ði honum að sekta menn. Skaut hann því sektardómunum til landsyfirrjett- ar, en hann ónýtti sektardómana og taldi að Jón hefði ekki neitt dómsvald. Þetta varð til þess, að landshöfð- ingi gaf út nýtt erindisbrjef handa Jóni, og var honum þar veitt fullt dómsvald í öllum þeim málum, er snertu kláðaítekningar. Að þessu erindisbrjefi fengnu dæmdi Jón í þriðja sinn sektir á hendur Hall- dóri Kr. Friðrikssyni fyrir þrjósku. Hann skaut dóminum enn til yfir- rjettar. Og yfirrjettur ógilti enn dóm Jóns á þeim forsendum, að það lægi fyrir utan valdsvið lands- höfðingja að selja lögreglustjóra slíkt vald í hendur. Nú var Jóni f arið að renna í skap, bæði við Halldór og assessorana í yfirrjettinum. En ekki var hann á því að gefast upp. Og nú útvegaði landshöfðingi honum konunglega umboðsskrá (dags. 26. sept. 1876). Var honum þar með veitt dómara- vald og f ógetavald í öllum lögreglu -málum varðandi f járkláðann, hvar á landinu sem væri og hvenær sem væri meðan sú umboðsskrá væri í gildi. Með þetta vald í höndum kvað Jón upp nýan sektardóm á hendur Halldóri. En eins og fyr skaut Hall- dór þeim dómi til yfirrjettarins. Og enn einu sinni ónýtti yfirrjett- ur dóm Jóns og taldi að umboðs- skráin, sem veitti honum dómsvald færi í bág við stjórnarskrána, því að þar væri um þá breytingu að ræða á skipan dómsvaldsins, er skv. 42. gr. stjórnarskrárinnar yrði ekki ákveðin nema með lögum. Þannig lauk þessum málum. En geymt er ekki gleymt. Og Jón rit- ari hafði ekki gleymt því hvernig Helldór og yfirdómararnir höfðu sett fyrir hann fótinn í þessu máli. Það kom nú fram þegar leið að bæarst j órnarkosningunum. EINS og áður er sagt var kosningin auglýst viku fyrir jól með hálfs mánaðar fyrirvara. Er svo að sjá að alt hafi vérið kyrt á ýfirborð- inu fram yfir hátíð, endá voru þá ekki dagblöðin til þess að flytja áróður inn á heimilin. Hjer voru þá aðeins tvö vikublöð, „ísafold" und- ir ritstj. Gríms Thomsen og „Þjóð -ólfur" undir ritstjórn Matth. Joc- humssonar. „ísafold" Ijet ekki svo lítið að minnast á kosningarnar, hvorki að þær stæði fyrir dyrum, nje hver úrslit þeirra hefði orðið. En 30. desember birti „Þjóðólfur" stutta áskorun til bæarmanna um að neyta kosningarjettar síns, og sagði á þessa leið: — Hver sá borgari, sem á kosn- ingarjett, er skyldur til að mæta, ef hann getur mætt — skyldur til þess bæði sjálfs sín vegna og meðbræðra sirma, en eiga ekki alt sitt undir hverjum sem vill. í annan stað ber bæði skylda og nauðsyn til, að þeir, sem kjörfund sækja, athugi sem best atkvæði sín og kjósi ekki eftir annara ráðum, heldur af eigin sann -færingu. — Síðan bendir blaðið á að fjármál bæarins og hin nýu lóðagjaldalög ætti að vera þau mál, er kosningarnar snerist um. Annað lögðu blöðin ekki til kosn- inganna þá. Til þeirra er og ekki annan fróðleik að sækja um það hver hiti var í þessum kosningum, en að „Þjóðólfur" segir að þeim loknum: „Hefur eT:ki að sögn nokk- ur fundur verið sóttur með jafi miklu kappi sem bessi" Hvenær Jón ritari hófst handa verður nú ekki sjeð, en sjálfsagt hefur hann farið á stúfana upp úr jólum og þreifað fyrir sjer meðal kjósenda. Og að morgni gamlárs- dags voru víðsvegar á götuhornum í bænum birt ávcrp til kjósenda, þar sem þeir voru varaðir við því að kjósa Halldór Kr. Friðriksson í bæarstjórn. Viðvaranir þessar voru skrifaðar og höfðu verið festar upp um nóttina eða í býtið um morgun^ inn. En þegar er bæarfógeti vissi um þetta, sendi hann lögregluþjón- ana tU þess #ð rífa öli þeösi'ávörp niður.' ''•..' ¦'.' Þá um daginn stsfndi Jón bænd- um og tómthúsmönnum á fund og var þar samþykt að skora á bæar- menn að kjósa þessa menn í bæj- arstjórn: Guðmund Þórðarson á Hóli Egil Egilsson kaupmann Jón Jónsson ritsra Jón Þórðarson í Hákoti og Pjetur bónda Gíslason í Ána- naustum. Jón ritari var ritari á fundinum og þegar að honum loknum ljet hann festa þessa áskorun upp á götuhornum og „vonaði að Theo- dór---- mundi lofa auglýsingun- um að sitja, því fremur sem hann hefur látið nafnlaust brjef með auðþekktri hönd og innihaldandi áskorun um áð kjósa Halldór, sitja óhreyft á veitingahúsi því, þar sem höfðingjar bæjarins hafa amtsleyfi til að vera við toddý og bjór- drykkju alla nóttina." JÓN HELGASON biskup, sem vel mátti muna þessar kosningar, hef- ur sagt svo frá þeim: — Undir árslok urðu hjer táls-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.