Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 519 grípa þá, og helst Arnór. Þó segja sumir að Kristján hafi beiskastur orðið við Jón Bjarnarson. Var nú þeim feðgum sagt hvað af var ráðíð, en þangað til voru þeir lengi góðrar vonar að þeir mundu lausir látnir, og mælti Jón biskup það oft: „Að jólum verðum vjer á Hólum". En nú tók hann að kannast við hve langt hann hefði fram farið í slíkum stórræð- um, og kvað þetta: Vondslega hefir oss veröldin blekt, vjelað og tælt oss nógu frekt, ef jeg skal dæmdur af danskri slekt og deya svo fyrir kóngsins mekt. Björn barst af aumlega, en Ari varð hreystilega við. Eigi gekk dómur um slíkt stórvirki, og reiddi því illa að flasað var að, sem enn mun sagt verða. Aftökurnar. Var nú sent eftir Jóni Ólafssyni Bessastaðaböðii, dreng Iítt nýtum. Þeir feðgar höfðu geymdir verið allir saman í biskups baðstofunni í Skálholti, þar til er þetta var orð- ið, en nú voru þeir aðskildir, var biskup í hinni sömu baðstofu, en Björn prestur var látinn í Ásmund- arstofu, hún stóð þar sem síðar var gengið inn í herbergin, á vinstri hönd úr norðurgöngunum. En Ari var í presta baðstofunni, þar stóð síðan skólinn. Var sjerhverjum þeirra fenginn prestur til að haía fyrir þeim kristilegar fortölur, bjuggusl þeir og vel við dauða sín- um, það á var að sjá. Þeir höfðu messu hvern dag, meðan þeir voru í Skálholti, og gaf biskup þeim og sjer guðs líkama að því er þeir kölluðu, og eins hinn síðasta dag- inn uppi í kifkju. Var helst orð á gert hve karlmannlega Ari hei'öi við orðið. Þá hina siðustu uótt gekk bapp um góli með söngvum og lestrum, en fell stundum á knje til bænar. Þar var hjá honum Jón Ólafsson systurson Daða, binn hraustasti maður. Ari bað hann höggva sig og bauð honum til hinn besta klæðnað sinn og þann kost- grip úr eigu sinni sem hann vildi, sagði að mannleysi það megnaði því ei, er það skyldi vinna. Jón vildi það ekki, kvaðst ei hafa mátt þá hann vildi, en það var á Sauða- fellsfundi. Vindustokkur forn frá kirkjunni var fluttur fyrst austur á klettana, og ætlaður fyrir höggstokk, en skarð höggvið í fyrir hökunni. Hann stóð fyrir austan túnið sjálft fyrir ofan Þorlákssæti. Um sólaruppkomu þá er þeir feðgar höfðu áður tekið guðs lík- ama sem fyr segir, var Ari leiddur út af prestastofunni. Hann mælti þá: „Hjeðan mun margur göfugur út ganga". Það þykir hafa orðið að spá. Og er hann gekk lengra fram mælti hann: „Nauðugur gekk jeg til þessa leiks, en þó skal nú viljugur út ganga". En sem hann kom á höggstokkinn mælti hann: „Skal hjer nú staðar nema, minn herra?" „Já", sagði Kristján skrifari. Ari mælti: „Svei þjer þinn prakkari, aldrei kallaði jeg þig minn herra, heldur talaði jeg til míns drottins". Margir hörmuðu hann, og kváðu mikinn skaða í af töku slíkra manna og vildu eigi vera þar viðstaddir. Eigi vildi hann láta binda fyrir augu sjer, og er hann kraup við höggstokkinn mælti hann að böð- ullinn skyldi eiga hatt sinn, ef hann höggvi sig hreirJega. Stóð svo á knjánum og las "ænir sínar og seinast: in manus tuas domine comendo spiritum meum. Síðan setti hann hökuna í skarðið á stokknum og teygði hálsinn svo að sá til allra sma og æða. Tók höfuðið af í einu höggi. Björn prestur hafði mest ámæli af mörgum manni af tillögum sín- um og tiltektum meðan hamingj- an ljet honum, en nú var hann fullur trega og bar sig hörmulega, skaut helst við um börn sín. Hann bað um líf og hjet að hefna aldrei þess, er nú var orðið, en það fekst ekki, því hann var þeim óþokkað- ur mjög, en sá þótti ágætari er látinn var. Höggstokkurinn var þá fluttur upp með túninu, á aðra kletta nokkru ofar. Var Björn prestur leiddur þangað og var nrjög aumlegt að sjá til hans og heyra. Hann mælti oft: „Æ, æ, börnin mín ung og smá". En er hann lagðist á höggstokkinn krepti hann háls- inn af harmi og kviða, svo ei tók af höfuðið fyr en í fjórða höggi. Nú var Jóni biskupi sagt líflát sona hans, og honum þá boðið líf en hann kvað þá sjer svo fylgt hafa, að hann vildi nú fylgja þeim. Og er hann gekk fram úr kórnum í kirkjunni og hafði krossmark í hendi, vildi hann krjúpa í'rammi fyrir Maríu líkneski, er þar var nærri, en prestur sá, er honufn í'ylgdi og hafði kristilegar iortölur fyrir honum, er Sveinn hjet, bað hann láta af' slíkri hjervillu, og mælti það meðal annars: „Líf er eftir þetta líf, herra". Biskup snerist við honum snögg- lega og mælti: „Veit jeg það, Sveinki". Höggstokkurinn var þá íluttur upp undir klettana hjá almenn- ingsgötu, og er biskup var leiddur þangað stóðu þeir skamt þaðan á þúfu einni Marteinn biskup, Kristj- án og Daöi. Biskup gekk að Daða og bauð honum að leysa hann úr banninu. Daði mælti: „Þú sjerð nú ekki meira bann á mjer en þjer". Við það gekk biskup hryggur að höggstokknum og i'ól uig guði, kraup fram og mælti: „in manus tuas, domine, commendo spiritum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.