Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 1
M ? W 43. tbL Jií>irgiiiiil»Ií^iti Sunnudagur 19. nóvember 1950. XXV. árgangur. MSIIRVOLLIR ¦&t* ÉÉpV* ^Nm•¦•• • f* • -*fe* ..>*'V.* • i 75 ÁR SÍÐAN HAMINi VAR FRIÐAÐUR VIÐ skulum byrja á því að skreppa 200 ár aftur í tímann, til ársins 1750, og setja svo að þú sjert þá á leið til Reykjavíkur. Þú kemur ríð- andi sunnan af Öskjuhlíð. Norðan við hlíðina verður fyrst fyrir þjer ótræðismýri, sem kallast Breiða mýri. Þar er engin gata heldur að» eins troðningar á víð og dreif, og liggur sums staðar í, einkum ef þú ert svo óheppinn að rigningar hafi gengið að undanfömu. Þegar yfir mýrina kemur tekur við götuslóði norður með nokkuð háu og grýttu holti, en dalverpi og mýri á hægri hönd. Handan við þetta dalverpi nyrst sjerðu bæ. Það er Rauðará. Þegar þú ert kominn nokkurn veg- inn á móts við bæinn, beygir veg- urinn til vinstri niður yfir stórgrýtt holtið, og eftir nokkra stund ertu kominn að afarmiklum grjótgarði, sem nær utan frá sjó og skáhalt til suðvesturs yfir holtið. Innan þess- arar girðingar rís hár hóll, og á honum stendur torfbær. Það er Arnarhóll, þar sem Gissur lögrjettu maður Jónsson býr.*) Þú kemur að •) f „Fortíð Reykjavíkur" (Löngu- hausarnir í Ánanaustum) hefir nafn Gissurar misprentast; er hann þar Reíndur Grimur. í DAG eru liðin 75 ár síðan myndastytta Thorvaldsens var afhjúpuð á Austurvelli og völlurinn friðaður eins og hann er nú. Er því viðeig- andi að minnast nokkuð á þennan blett og sögu hans. Austurvöllur 1820 ímyndin gerð eftir málverki, sem talið er að Moltke greifi hafi málað). hUði á grjótgarðinum og þaðan liggja djúpar og miklar traðir heim að bænum og síðan skáhalt niður hólinn út að sjó að lækjarósi, sem þar er. Þarna á Arnarhóli blasir við þjer einkennilegt og svipþýtt landslag. — Þú sjerð yfir víða kvos milli tveggja hæða. Undir brekkunni að austan liðast allmikill holbektur lækur, og kemur úr stórri tjörn, sem er syðst í kvosinni og nær brekkanna á milli. En fyrir framan tjörnina og alt út að gráum mal- arkambi fram við sjó, er fagurgræn sljetta og er heljar mikill grjót- garður hlaðinn henni til varnar rjett ofan við malarkambinn alla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.