Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 12
544 LESBÖK MORGUNBLAÐSÍNS vestrænum háttuni. Brúðurin var í skínandi fallegum silkiklæðnaði, hárauðu pilsi og grænni treyu með rauðum og gulum böndum á hin- um víðu ermum. Hún hafði makað sig í andlitsdufti svo að hún sýnd- ist hvít. Hárið var olíuborið og gljáandi og á höfði haíði hún marg- lita kórónu, en niður úr henni hengu langt niður á bak festar úr gimsteinum. Aldrei stökk henni bros allan tímann. Brúðguminn var í vestrænum jakkafötum. Að vígslu afstaðinni hvarf brúðurin og sást ekki framar. En við settumst að veislu með brúðgumanum og voru þar aðeins karlmenn. Það er gamall siður, sem enn er haldið í heiðri, að brúðguminn dvelst fyrstu þrjár næturnar eftir brúðkaupið á heimili tengdafor- elda sinna. Að þvi loknu fara ungu hjónin heim til foreldra hans. Enginn telst maður fyr en hann er giftur. Piparsveínar eru ekki taldir menn, þótt þeir verði sjötug- ir, og enginn tekur neitt mark á þeim. Það er metnaðarmál allra að eignast sem flest börn, helst drengi, svo að altaf sje tíl afkomendur að dýrka forfeðurna. En þetta getur valdið vandræðum. Jeg þekki vel mentaðan mann í Seul. P'oreldrar hans neyddu hann til að kvongast þegar hann var 19 ára, af því að hann var einbirni. Þegar hann var 22 ára hafði hann fyrir konu og tveimur börnum að sjá, en auk þess hÖfðu sest upp hjá honum foreldr- ar háns, afi og amma og langafi oghann varð að sjá fyrir þeim öll- um. Hann var opinber starfsmaður og launin hrukku hvergi nærri. — Hann varð því smám saman að selja ættargripi sína fyrir fæði og fötum. I KÓREUBUAR eru sönghneigðir og syngja rmkið. Söngvar þeirra draga riokkúrh dám aí kínverskum söngv '. -úm, en«m mýkri og býðari. Þjóð- dansar eru þar margbrotnir og ekki gott að skilja þá. Þjóðhátio þoirra er 15. ágúsl og er þá mikið um að vera, mikið sung -ið og dansað. Fáni þeirra er ein- kennilegur. Það er knöttur i hvít- um feldi og er honum skift þannii*, að það er eins og tvær kommur sje feldar saman, önnur rauð, hin blá. Þetta kalla þeir „tae guk" og er það tákn andstæðnanna „yang" og „yin", eða karls og konu, himins og jarðar, elds og vatns, sumars og veturs, uppbyggingar og niðurrifs. í öllum hornum fánans eru breið stryk, ýmist heil eða brotin. Þau eru einnig tákn andstæðna og jafn- vægis. í vinstra horni að ofan eru þrjú heil stryk og tákna himininn. Gegnt þvi í neðra horni til hægri eru þrjú brotin stryk, og þau tákna jörðina. í efra horni til hægri eru tvö heil stryk og brotið stryk í miðju, og táknar það eld. í neðra horni til vinstri eru tvö brotin stryk með heilu stryki í miðju og þau tákna vatn. Auk þess hafa þessi tákn ýmsar aðrar merkingar og eru af sumum talin sameining- artákn Kóreu. ÞEGAR það varð kunnugt að jeg væri að fara frá Kóreu, flyktust menn um mig og vildu kaupa bíl- inn minn. Þeir buðu mjer alt að 2500 dollurum fyrir hann. Jeg hafði keypt hann af amerískum liðsfor- ingja fyrir 680 dollara. Jeg sagði öllum að jeg mætti ekki selja bíl- inn öðrum en Bandaríkjamanni og fyrir sama verð og jeg hefði keypt hann. Þeir sögðu að jeg gæti sagt að bilnum hefði verið stolið af mjer. Jeg sagði þá að kaupandinn ætti það á hættu að honum yrði kastað í fangelsi þegar bíllinn fynd -ist. Engin hætta, var mjer sagt, áður en þjer farið frá Kóreu cr bíllinn kominn norður fyrlr 38. breíddar- baug. Jég neitaði samt og þegar jeg sagði kunningja mínum frá þessu sagði hann mjer að á hernáms- svæði Rússa væri slíkir bílar seldir fyrir 5000 dollara. Það væri alvana- legt aö bíiar hyrfu, og ef lögreglan næði ekki í þá, væri það segin saga að þeir væri komnir norður fyrir járntjaldið. ^ íW íW 4rf ±j A S^tapetyiUi f GUÐBRANDUR VIGFUSSON ritaði einu sinni grein um stafsetningu og sagði að þar laegi fernt til grundvallar: 1. uppruni, 2. framburður, 3. ritvenja, 4. fegurð. Þessu svaraði Konráð prófessor Gísla -son. „Hjer er uppruninn settur fyrst. Stendur heima! Til daamis að taka, þegar ferðamenn færa í letur þau mál, sem áður eru órituð, þá skrifa þeir ekki eftir framburðinum, sem þeir heyra, heJdur eftir uppruna, sem þeir heyra ekki og vita ekkert um!! Og þeir, sem fyrstir koma á rithætti á sínu máli sjálfra og stofna þar stafsetn- ingu, rita ekki eftir framburðinum, sem þeir þekkja, heldur eftir uppruna, sem þeir þekkja ekki'!___ Þar sem vjer ritum nú y eða ý eða ey, þá rit- um vjer svo — ekki beinlinis sakir uppruna, heldur eftir ritvenju forn- tnanna. Hefðu fornmenn ekki ritað fylla heldur filla, niundum vjer einnig rita filla (likt og Englendingiar „to fill"), þó sögnin sje dregin af fulKr). -----Þvi lengra, sem fanð væri í þiHta mál, því meir mundi benni l.ietta af þessari „dalalæðu" eða „kerlingar- vellu" eða „gubbuþoku' eða „völsa- villu", og flestuin verða ljóst fyrir augum, að það er ekki annað en „hje- góminn einber" að setja uppruna seni fyrstu undirstöðu stafseLningar." — Þetta gæti alveg eins verið góð bend- ing til þeirra manna nú é dögum, sem hafa verið að fikta við að gera islenska staísetningu sem flóknasta og torveld- asta fyrir ahnenising, eirJium rneð því afi harjga i „uppruna".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.