Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 8
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um og þjóðum meira virði en öll veraldleg auðæíi. Og hann er þeirrar skoðunar, að hið eina, sem örugglega gæti lækrtar okkar sjúka þjóðfjelag, sje að þjóðin mætti öðlast þá trú, er lyft geti henni upp yfir þá flatneskju sjerhags- muna-þjónustunnar og þar af leið- andi sundrungar, sem hún er nú stödd á; með öðrum orðum, að ein- ungis hugsjón kristindómsins, gerð að veruleika, geti hjálpað. Um trúárskoðanir er hjer ekki að ræða; þær mega vera svo sund- urleitar sem vera vill ef þær bera sairteigínlega að einu marki. Og sundurleitar hljóta þær ávait að verða, því svo er einstaklingseðlið margbreytilegt Mjer vitanlega hefir enginn ís- lenskur prjedikari lagt slika meg- ináherslu á það sem Haraldur Níelsson, að hefja trúna upp yfir trúarskoðanirnar. Og hjer að fram- an hefír verið um það rætt, hve mjög honum tókst um fram aðra að ná valdi yfir hugum manna. Orð hans eru hin sömu í dag og þau voru f gær; svo mundi þá ekki*énn hugsanlegt að hann næði tökum á hjörtum manna, ef hon- um væri gefið tækifæri til þess? Eða mundi nokkuð annað en gott geta sprottið upp af því, að geía honum slíkt tækifæri,> Vinur Haralds, og i raumnni samverkamaður, Einar H. Kvar- an, taldi, að það sem öllu máli skifti, væri það, að okkur lærðist að líta á hvem einstakling og alla mannkynsheildina sub specia æt- emitatis — að sjá í hverium manni, voldugum og vesölum, rík- um og snauðum, eilíflegan sam- ferðamann okkar. Einmitt þetta sama brýnir Haraldur Níelsson sí og æ fyrir okkur með sinni miklu og spaklegu mælsku. Hann held- ur stöðugt á lyklinum, sem lýkur upp dyrunum að heimkynnuiri heUbrigðara þjóðljfs. Það er okk- ar sjálfra, hvort við viljum loía honum að ljúka upp. Hver segir að þetta sje rugl? Varla sú þjóð, sem lætur sjálft ríkið halda uppi kirkju til þess að flytja þjóðinni boðskap Krists — því ómótmælanlega er þetta hans boðskapur. Ekki þá heldur kristnir menn, þótt utan kirkjunnar standi. Svo hver gerir það þá i þessu landi? Kenning Haralds Níelssonar var að vísu hörð. Hann kendi líklega harðar en nokkur prestur í tið okkar, sem nú lifum. En ef kenn- ing hans var nú samt sannleik- ur, eigum við þá af þessari á- stæðu að kveinka okkur við að hlýða á hana? Einu smávægilegu atriði vildi jeg enn mega auka við tillögu mína. „Hvað má höndin ein og ein? allir leggi saman“, sagði skáldið. Samtök eru óneitanlega mikilvæg. Við mundum án efa hafa miklu meira gagn af lestr- inum með því að flokka okkur dá- lítið saman til þess að lesa prjedik- anirnar (og ræða þá efni þeirra um leið), heldur en að gera það hvert í sínu horni. Til sveita mundi þetta víðast nokkrum erfiðleikum bundið, en í þorpum og bæjum er það ofur-auðvelt. Það er alsiða á Englandi að litlir klúbbar (þar á meðal kirkjulegir) starfi á þann hátt, að koma saman á heimílum meðlima sinna til skiftis — eða að staðaldri hjá einum þeirra, ef sjer- stakar ástæður gera það hagkvæm- ara, Hjer tíðkast hið sama a. m. k, um saumaklúbba ungra kvenna. Væri ekki sú tilhögun góð? Einn varnagla vil jeg slá að lok- um, en mun nú annars ekki lengja mál mitt: Enginn ætli, að jeg vilji láta þetta koma í staðinn fyrir kirkjugöngur manna. Alveg þvert á móti hygg jeg og vona, að þeir, sem þannig kæmu saman, mundu ssskja kirkjti jaínval meir en áð- ur. Það vildi líka Haraldur, að menn sæktu kirkju. Og þó að sjálfur iðki jeg ekki kirkjugöngur mikið, mundi jeg ekki ávalt skor- ast undan að fylgja þangað beim, er í mínum lestrarflokki kynnu að verða En að einhverjir granrt- ar mínir mundu fúslega ganga í þann lestrarflokk, veit jeg fyrir- fram, enda þótt jeg hafi aldrei á þessu máli ymprað við einrt eða neinn, heldur aðeins hugleitt það í einrúmi. En máske einhver hafi betri til- lögu um ráð til að sameina þjóð- ina og vekja hana til alvarlegrar íhugunar þeirrar hættu, sem sann- arlega vofir nú yfir henni, Sn. 4. >w BRIDGE S. Á D G 5 2 H. K 6 T. 7 6 4 2 L.K5 S. 10 9 8 7 H. 9 8 5 4 2 T. 8 5 L. 9 8 S. 643 H. Á G T. Á K 3 L. Á D G 10 8 Sagnirnar voru þessar: S: V: N: A: 1 L pass 1 S pass 3 L pass 3 S pass 3 gr. pass 4 gr. pass 5 S pass 6 gr. pass Spil þetta var spilað í tvimennings- kepni og má vera að þess vegna verði lokasögnin grand í staðinn fyrir 6 lauf, sem var miklu öruggara. Vestur sló út hjarta 4 og drap spilari heima. Með því að athuga nú spilin, sjer hann að hann verður að fá 3 slagi í spaða, ef hann á að vinna. Hafi V. spaða kóug og tvö önnur spil í spaða, þá er spilið unnið, og eins ef skift- ingin er 2:3 hjá andstaeðingum. En hati A. íjára sp&ðe. og kácginn þsr maðb þé S. K H. D 10 7 3 T. D G 10 9 L. 7 6 4 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.