Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 63$ Orðin eru til alls fyrst En þegar hann hafði verið sleg- inn og heyið hirt, fekk fólk að fara þar inn og sleikja sólskinið, líkt og það gerir nú á Arnarhóli. Þá voru og settir bekkir með öll- um hliðum á girðingur.ni umhverf- is sjálfa myndastyttuna, svo að fólk gæti setið þar þegar gott var veður. Eftir að Thorvaldsen hvarf af vellinum hvarf og hin mikla járn- girðing, sem var umhverfis voll- inn, og voru þá gerðir stígar frá líkneskju Jóns Sigurðssonar ská- halt út í öll hornin og einn stíg- ur þvert í áttina að Alþingishús- inu. Seinna voru svo þessir stígar hellulagðir og lág hraunhellurönd sett með þeim á báða vegu, en blómabeð meðfram hraunröndun- um og jöðrum vallarins og birki gróðursett við öll hornin. Um- hverfis fótstalla Jóns Sigurðssonar var og gerður hraunbyngur með gróðurholum og þar gróðursett blóm. Er nú Austurvöllur bæar- prýði og leggur þaðan ljúfa blóma- angan í staðinn fyrir forarlyktina, sem áður var. Þessum bletti hefir því verið sýndur sá sómi, að Reykjavík þarf ekki að fyrirverða sig fyrir hann. En óþekkjanlegur er Austur- völlur nú ef hann er borinn sam- an við þann Austurvöll, er þú sást fyrir 200 árum. Og bágt eiga menn með að gera sjer grein fyrir því nú, hvað hann Austurvöllur er stór í raun og veru. Hann er ekki aðeins þessi litli ferhyrndi blettur í miðjum Miðbænum, heldur er hann svo að segja allur Miðbær- ínn: Á honum eru nú þessar götur: Hafnarstræti, Austurstræti, Vallar- stræti, Pósthússtræti, Thorvaldsens stræti, Lækjargata, Kolasund, Templarasund, Kirkjutorg, Veltu- sund, Kirkjustr., Skólabrú, Lækjar torg, Aðalstræti, trjágarður Schier- bechs, hluti af Kalkofnsvegi, Tjarn- EFALAUST HAFA íslendingar átt marga ágæta leiðtoga á meðal klerkastjettarinnar, en á síðari öld- um eru það þó tveir, sem gnæfa vfir alla aðra: Hallgrímur Pjeturs- son og Haraldur Níelsson. Enn í dag eru þeir leiðtogar þjóðarinn- ar. en þó hvorugur í svo ríkum mæli, sem vera ætti, og vera mætti, ef rjett væri á haldið verk- um þeirra. Guðfræði sú, eða trú- fræði, sem ríkti á dögum Hall- gríms, er nú í ýmsum greinum úrelt, og það er án efa nokkur hætta á því, að hún ged orkað þannig á hugi ungmenna, sem ekki hafa enn náð fullum skilnings- þroska og því víðsýni, sem koma á með manndómsárunum, að hún skyggi bæði á hina mildu og djúpu lífsspeki sálmanna og h'ka á trú- arinnileik þeirra. Af þessu er líka æskilegt, að ungu kynslóðinni sje beinlínis kent að skilja sálmana og argötu og Suðurgötu. Þar sem Von- arstræti er nú, var tjörnin áður, og þar sem götumar fyrir framan Hafnarstræti eru, var áður sjór. Það var verslunin, sem fyrst kom fótunum undir Reykjavík og mið- bik verslunar og viðskifta er enn á Austurvelli. Gömlu íbúðarhúsun- um þar hefir verið breytt í versl- anir og skrifstofur, en mörg eru horfin og stórhýsi komin í stað- inn, öll bygð fyrir verslun og við- skifti. Græna sljettan, sem þú horfðir yfir af Arnarhólstúni fyr- ir 200 árum, og síðar var látin af hendi í skákum ókeypis handa h\ ærjum sem hafa vildi, er nú dýr- asti bleiturmn á landinu, eigi að- eins vegna þeirra stórbygginga, sem þar hafa reistar verið, heldur miklu fremur fyrir það, hvað lóð- imar eru nú í háu verði. Á. Ó. sjá þá í rjettu Ijósi. Til munu vera þeir prestar, er leitast við að inna þetta hlutverk af hendi með krist- indómsfræðslu sinni, en einnig við útvarpslestur sálmanna — en í útvarpi fá þeir fyrir sjerstaka náð að vera hornreka og halakleppur dagskrárinnar á föstutímanum — má virðast að gera mætti hið sama. Passíusálmarnir hafa verið nefndir hin kristnu Hávamál þjóð- arinnar; og víst standa þeir hin- um fornu Hávamálum miklu of- ar, þótt merk sjeu þau og sumir kaflar þeirra geymi merkilega lífs- speki. Ef nú þfóðin týnir þéssum Hávamálum Hallgríms, hvað á þá að koma í staðinn? Eða væri hún máske engu snauðari á eftir? Núna þegar fleyta hennar virðist svo ískyggilega kjalfestulítil? Haraldur stendur öðruvísi að vígi en Hallgrímur. Hugmyndir hans eru hugmyndir hinna ment- uðustu manna nútímans. En hans verk eru ekki í bundnu máli, og geymast því miklu miður í minni. Skáld var hann að vísu: það marg- sanna prjedikanir hans. Það var ekki fyrir ekki neitt að hann var dóttursonur Guðnýjar frá Grenj- aðarstað, einnar af þrem hinna fremstu skáldkvenna íslands á nítjándu öld, og náfrændi hinnar fremstu á tuttugustu öld (Unnar Bjarklind). En samt er það nú svona, að við vitum ekki til að hann nokkru sinni bvggi hugsan- ir sínar ljóðabúningi. Það ráð var tekið, að geyma minningu Haralds Níelssonar á þann hátt, að flytja með fárra ára millibili erindi, er hjeldu við hug- sjón hans. Ekki er unt að segja að ill væri fyrsta gangan á þess- ari braut, því að á einum degi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.