Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 537 -i í> - 4 -------—n»™»- Austurvöllur eins og hann er nú, ógirtur, með steinlögðum gangstígutn og blóm skruði tneðl'rani heim. Reykvikmgar þar þjóðhátið 'u til- efni af 100 ára afntcelí kaupstaðár- ins (1886). Sú sairifeoma vur hald- in 18. ágúst og gekst bæarstjórn fyrir henni. Þegar skyggja tók urh kvöldið voru öll hús umhverfis völl inn uppljómuð, en almenningi skemt með söng og ræðuhöldum, og svo var stiginn dans á eftir. Ekki var minna um dýrðir þar aldamótakvöldið. Þá voru mislit ljósker hengd upp ait umhverfis völlinn og myndastyttu Thorvald- sens en Jjósadýrð í öllum gluggum þar umhverfis og í sumum þeirra gegnum skorin spjöld, með árn- aðaróskum til nýu aldarinnar. Einni stundu fyrir miðnætti hófst almenn hátíðarganga um allar göt- ur Miðbæarins og var lúðrasveit í fararbroddi. Síðan streymdi allur skarinn inn á Austurvöll. Voru þar sungin og lesin aldamótaljóð Einars Benediktssonar, en Þórhall- ur biskup Bjarnarson flutti ræðu af svölum Alþingishússins. Þegar klukkan sló tólf, laust allur mann- fjöldinn upp fagnaðarópi til þess að heilsa hinni nýu öld, og á eftir var flugeldum skotið. Þá voru Reykvikingar ekki nema rumlega 6000 og gátu því allir komist fyrir á Austurvelli. Nú er hann orðinn of þröngur, enda hefir þjóðhátíð- arhaldið nú flust ýmist í hljóm- skálagarðinn eða á Lækjartorg og Arnarhól. í sambandi við 1000 ára hatið Alþingis 1930 mun það hafa verið ákveðið að líkneskja Jóns Sigurðs- sonar forseta, sem staðið hafði framan við Stjórnarráðið síðan hún var reist 1911, skyldi flutt a Austur- völl. Þótti það vel fallið að hann stæði þar beint fyrir framan glugga Alþingishússins og minti þingmenn á skyldur sínar við ætt- jörðina. En þá varð myndastytta Thorvaldsens að víkja og var hún flutt suður f Hljómskálagarð árið eftir og stendur þar enn. En þar sem líkneskja Jóns Sigurðssonar hafði staðið fyrir framan Stjórnar- ráðið, var reist líkneskja Hannesar Hafsteins, hins fyrsta íslenska ráð- herra. AusturvöIIur hefir smám saman tekið stakkaskiftum. Eins og fyrr segir var sett trjegirðing umhverf- is hann árið 1875 og þá var hon- um skift með gangstígum í fjóra ferhyrnda reita. Seinna \'ar sett öflug járngirðing umhverfis hann. Þegar er hann hafði verið friðað- ur og sljettaður varð hann gras gefinn og besta tún. Þá var borið vel á hann áruin saman og var það stundum foraráburður og þótti fólki eigi góður þefur af honum þá. Að því lýtur það, sem segir í Alþingisrímunum: Út við grænan AusturvÖlí, sem angar leng: á vorin ....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.