Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 4
536 vm ’ffíwa LESBÓK MOR'GUNBLAÐSINS Skautasvell á Austurvelli. í baksýn eru Hótel Reykjavík og „Syndikatið", en þau hús brunnu 1915. * .a 4 fjélagið stofnað. Eru því íiðin rjett 75 ár frá stofnun fjelpgsins og frið- un Austurvallar, því að nokkurn yeginn má hiklaust telja, að það hafí bjargað Austurvelli að mynda- stýtta Thorvaldsens var sett þar. Ýmislegt hefir skeð á Austur- velli, sem í frásögur væri færandi, þótt fátt af því verði hjer talið. Þegar Jörundur hundadaga kon- ungur gerði hjer byltinguna forð- um, voru margir skelfingu lostnir og þorðu varla að vera úti, eins og Þorsteinn Erlingsson segir: En aumingja þegnarnir byrgðu sinn bæ og biðu þess rúmunum í, að teikn yrði á himni, á sól eða sæ, og sofnuðu loksins frá því. Frydensberg var þá landfógeti hjer. Einum eða tveimur dögum eftir byltinguna fór hann að ríða út um Austurvöll sjer til skemt* unar og hafði barn sitt með sjer, „en þó mjög hræddur, sem jafn- an“ segir Espholin. Ljet Jörund- ur þá taka hann og setja hann í tukthúsið Kona Frydenbergs skarst í málið og fyrir bænastað hennar var honum leyft að fara heim til sín með því skilyrði að hann lokaði sig inni. Árið 1829 varð Húnvetningur nokkuf, Sveinn Sveinsson að nafni og tveir fjelagar hans uppvísir að þjófnaði hjer í Reykjavík. Þá var Ulstrup landfógeti. Hann dæmdi Svein til þess að hýðast opinber- lega. Síðan lagði böðullinn í Reykjavík, Guðmundur „fjósa- rauður“ refsinguna á Svein á Aust- urvelli í viðurvist bæarbúa. Er það sennilega í seinasta skifti sem maður hefir verið hýddur hjer opinberlega. Gröndal segir frá einum atburði, sem gerðist á Austurvelli, og er sú saga á þessa leið: „Þá voru sumir sem voru eins og fylliríispostular bæarins, einkum Hróbjartur (í Traðarkoti), sem Kristján Jónsson skáld kvað um seinna; Hróbjartur var allvel úr garði gerður af nátt- úrunni, en hafði mist annað aug- að; hann var sundmaður mikill. Guðmundur í Traðarkoti var ann- ar, báðir voru aumingjar af drykkjuskap, en þá var líka sá sið- ur að búðarstrákar heltu brenni- víni í þessa menn, sem ekki gátu stilt sig, og hentu ófagurt gaman að þeim. Guðmundur í Traðarkoti var látinn bíta í brýni og járn í búðunum þegar hann var fullur, sem oftast var, og svo fekk hann brennivín. Þegar hann dó, þá var Hróbjartur formaður fyrir útför- inni, og báru fjórir brennivínsber- serkir líkkistuna yfir Austurvöll augafullir, og duttu allir með hana kylliflatir. Þá var Austurvöllur eintóm flög og djúpar gryfjur, og stöku grastó á milli; þar voru heil- ar tjarnir á vorin og varla fært yfir“. Margskonar skemtanir fyrir al- menning hafa farið fram á Austur- velli. Hin fyrsta skemtun af því tæi var 1856. Þá kom Napoleon prins hingað um sumarið á her- skipi, og hann ljet hljóðtæraflokk skipsins skemta bæarbúum með hljómleikum á Austurvelli. Annað eins hafði þá ekki þekst hjer og vakti það mikla hrifningu. Síðan eru ótaldar þær ánægjustundir, er hljóðfærasveitir hafa veitt mönn- um með því að leika á Austur- velli. Einu sinni fann Skautafjelagið upp á því að veita vatni á völlinn um vetur og gera þar skautasvell. þótti það skemtileg nýbreytni og var þá oft margt um manninn á vellinum. En þetta þótti spilla vell- inum og var hætt við það aftur. Einkennilegasta skemtunin, sem þarna mun hafa farið fram, var sú, er tefld var þar skák með lif- andi mönnum. Voru gerðir skák- reitir á völlinn og menn settir á reitana í tvennar fylkingar, og bar- daganum stjórnað af tveimur æfð- um taflmönnum. Lengstum hefir Austurvöllur ver ið sá miðdepill, er bæarbúar hafa safnast að við öll hátíðleg tæki- færi. Fyrsti mannfagnaðurinn var þar þegar myndastytta Thorvald- sens var afhjúpuð, en næst heldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.