Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 10
042 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kopar, zink. blý, grafít og tungsten, og ennfremur miklar gullnámur. A1l',r þessar námur ráku þeir með þ’óðnýtingar fyrirkomulagi, eins og einveMisstjórna er siður, og það var ekkert farið eftir því hver rekstrarkostnaður varð, nje hvort námugröfturinn borgaði sig. Marg- ar af þeim námum, sem þeir unnu, eru svo ljelegar, að ekki er hægt að reka þær í samkepni við aðra. Um 40 ára skeið drotnuðu Jap- anar yfir Kói*eu og allan þann tíma voru Kóreumenn útilokaðir frá trúnaðarstörfum. Japanar höfðu sína sjerfræðh.ga alls staðar. Þeg- ar Japan beið ósigur 1945, og allir þeirra menn voru fluttir frá Kóreu, þá voru engir Kóreumenn færir um að taka við þeim fyrirtækium, sem í landinu voru. Bandaríkja- menn urðu því að kenna þeim. Og það var bót í máli að Kóreumenn eru ákaflega námfúsir og greindir. EITT af mestu vandamálum í Suð- ur-Kóreu er mannfjöldinn, sem er alt of mikill, því að landinu er öllu skift og hvergi hægt að reisa bú. Fyrir stríðið voru þar 15 miljónir manna, en nú eru þar rúmlega 20 miljónir. Fjölgunin stafar mikið af því hve margir hafa flúið þangað frá Norður-Kóreu, en nokkuð staf- ar hún af bættum heilbrigðishátt- um. Hafa bandarískir læknar gert sjer mikið far um að kenna mönn- um. þrifnað og auk þess hafa þeir getað komið í veg fyrir að drep- sóttir gysi þar upp. Þeir hafa sigr- ast á bólunni, kóleru og taugaveiki. En þessar heilbrigðisráðstafanir verða til þess að fólkinu fjölgar. LANDFRÆÐILEGA sjeð er svip- ur Kóreu með tvennu móti, mjög sundurleitu. Á vesturströndinni er flatlendi og hún er mjög vogskor- in, en margar eyar þar úti fyrif. Þar er mikill munur flóðs og fjöru, eða alt að 25 fet eða meira og er þar því mikíð útfiri víða. Austurströndin er aftur á móti bein og sæbrött. Þar rísa há fjöll fram við sjó og enda í þverhnýpt- um björgum, svo að óvíða er nokk- ur fjara. Hjer er sjórinn tær og blár, en við vesturströndina er hann gulur af gruggi úr fljótum Kína. Þegar maður lítur á landslagið er engu líkara en að Kórea hafi sporðreist. — öll helstu vötn falla til vesturs og vatnaskilin eru ekki nema svo sem 15 mílur frá austurströndinni. EINU SINNI var jeg á ferð í jeppa og hafði með mjer túlk. Við áðum hjá tærum læk og ætluðum að mat -ast þar. En nú er það svo, að hvergi í Kóreu geta hvítir menn numið staðar án þess að fólk þyrp- ist að til að glápa á þá, fyrst krakk- ar og svo fullorðnir. Og þarna fór eins. En út úr hópnum gekk vin- gjarnlegur miðaldra maður og bauð okkur að koma heim með sjer. Þar væri hægt að hita matinn fyrir okkur og þar væri húsaskjól og það væri munur eða sitja hjer úti í kuldanum. Jeg tók boði hans með þökkum, því að mig langaði til að sjá hvernig umhorfs væri á sveitarbæum í landinu. Bóndi þessi var efnaður og átti heima í tiltölulega strjálbýlli sveit,. Þar var gnægð skógar til eldsneyt- is, en yfirleitt er Suður-Kórea skóg -laus og því víða hörgull á elds- neyti. Bóndi átti um 10 ekrur af skínandi fallegum hrísgrjónaekr- um, sem voru á stöllum í sljettri hlíð. Hver blettur í landi hans var ræktaður. Auk hrísgrjóna ræktaði hann soyabaunir, hamp, hveiti, bygg og allskonar ávexti. Rúmlega þrír fjórðu hlutar af íbúum Suður-Kóreu lifa af land- búnaði, og hver bóndi er sjálfum sjer nógur. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur út af matarskorti, eins og þeir, sem í borgunum búa. Hann hefur alt til alls. Jörðin veit- ir honum næga fæðu og kvenfólk- ið spinnur og vefur alt, sem til heimilis þarf, hvort sem um silki, bómull eða hamp er að ræða. Næg lífefni fær fólkið úr soyabaunum, eggjum, hænsum, silungi, sem veiðist í ám og lækjum, og kjöti af smádýrum, sem þeir veiða. Það sem bóndinn liefur afgangs eigin þörfum, selur hann og kaupir í staðinn saltfisk, eldspýtur, togleð- ursskó, tóbak o. s. frv. Aðallega verður hann þó að kaupa tilbúinn áburð. Áður kom hann frá Norð*Ur-Kóreu, en þar sem allar samgöngur þar á milli eru nú bannaðar, verður að kaupa áburðinn frá útlöndum. Þar hafa Bandaríkin hlaupið undir bagga, en nú á að fara að koma upp áburð- arverksmiðju í landinu sjálfu. Á flestum heimilum eru vistar- verur kvenna og karla aðgreindar og garður á milli. í húsagarðinum á þessum bæ var fjöldi af stórum og fallegum leirkerum, en í þeim geymir fólkið allan mat. Skothurð- ir eru fyrir öllum dyrum, eru það trjegrindur og á þær límdur sterk- ur gegnsær pappír, til þess að birta komist í gegn. Glergluggar þekki- ast varla í Kóreu. Moldargólf er í húsum, en á það breiddir dúkar eða sterkur pappír olíuborinn. Með- fram veggjum voru fagrar gamlar kistur, gljábornar og smeltar með perluskel og á þeim stórar höldur og læsingar úr kopar. í þessum kistum er allur spariklæðnaður gevmdur. Heimilisfólkið var alt í hvítum fötum, ýmist úr bómull eða líni. Hvíti liturinn er sorgarlitur í Kór- eu. Þarna hafði einhver ættingi dá- ið í fyrra. Það er venjan að syrgja framliðna í þrjú ár, og vegna þess eru Kóreubúar oftast sorgarklædd- ir, það er að segja hvítklæddir. Faðir bóndans var æruverður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.