Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS p—TT' 541 LANDIÐ, SEM RÁÐIST VAR Á ÞETTA er útdráttur úr grein eftir Enzo de Chetelat jarðfiæðing, er sendur var til Suður-Kóreu um þær mundir er hún fekk sjálfstæði, til þess að vera leiðbeinandi og ráðunautur í öllu því er snerti náma- gröft í landinu. Stjórnarhöllin i Seul, reist af Japönum, RÚSSAR hafa bannað sendinefnd Sameinuðu þjóðanna að koma norð -ur yfir 38. breiddarbaug. Þar hafa þeir sett járntjald og það fylgir auðvitað ekki neinum landfræði- legum reglum, heldur sker sundur fjöll og ár, þorp og námur. í Norður-Kóreu er mikið af nám- um, þar er skógarhögg mikið og þar eru hin stærstu orkuver og þar mátti heita að allur iðnaður væri áður en landinu var skift. Suður- Kórea er aftur á móti bændalandið. Hún framleiðir aðallega matvæli, þótt nokkur iðnaður sje þar og námur. — Þar eru líka stundaðar fiskveiðar. Nú er verið að gera þar járn- brautir til námanna í fjallahjeruð- unum á austurströndinni. Mikill skortur er á rafmagni, því að orku- verin fylgdu Norður-Kóreu og Rússar hafa rofið strauminn. Þess vegna stöðvaðist allur iðnaður í landinu. En þarna er talsvert vatns -afl og nýar orkustöðvar hafa ver- ið reistar og aðrar á uppsiglingu. Og um sumar iðngreinir, svo sem bómullarvefnað, er Suður-Kórea nú sjálfbjarga. Mikið hefur verið flutt ínn af tilbúnum áburði og það hefur auk- ið uppskeruna svo, að nú þarf lítið að flytja inn af matvælum, Höfuðborgin Seul fylgdi Suður- er spilið tapað. Ekki er óhugsandi að A hafi SK einan og reyna má það. S slær nú út spaða, drepur með ásnum til vonar og vara og kóngurinn kemur L Þá var spilið auðvitað unnið. Hefði kóngurinn ekki komið í, varð S að koma sjer inn á tígul og slá út spaða aftur. Komi kóngurinn ekki enn verð- ur hann að koma sjer inn að nýu og slá út spaða í þriðja sinn. — Spilið var tapað eí hann „svinaði" spaða í fyrsta sinr. Kóreu. Hún stendur á skínandi fallegum stað umkringd háum granítfjöllum. Þar eru breiðar göt- ur, sem setja á hana vestrænan svip, og Japanar höfðu reist þar mörg stórhýsi. En eldri hluti borg- arinnar er með óbikuðum strætum og þar eru lágreistar og lítilmót- legar búðir. Á götunum var hið furðulegasta samsafn af farartækjum. Þar voru uxakerrur, stigin japönsk þríhjól, bifhjól, skrautlega málaðir almenn -ingsvagnar dregnir af hestum, handkerrur (rickshas) og nýir amerískir bílar, herbílar og jepp- ar, og svo strætisvagnar, sem altaf voru svo hlaðnir af fólki að það hekk utan á þeim. Karlmennirnir í Seul ganga ým- ist í vestrænum eða austrænum búningi, en kvenfólkið er klætt eins og formæðurnar langt aftan úr öidum. Margar konur bera börn sín í fatla á bakinu. Fyrstu dagana, sem jeg var í Seul, var nístingskalt þar (þetta var í mars). En viku seinna varð á snögg breyting. Það var eins og landið hefði verið lostið töfra- sprota, því í einni svipan varð þar alt að blómahafi. Þar eru margir fallegir skrautgarðar með gos- brunnum, lystihúsum og aldagöml- um minnismerkjum. ÞEGAR Japanar höfðu lagt Kóreu undir sig eftir aldamótin, varð þeim það fljótt ljóst að hún var þeim bráðnauðsynleg til þess að koma í framkvæmd fyrirætlunum sínum um að ná yfirráðum um öll Austurlönd. Landið var auðugt að allskonar málmum og efnum. Þeir sendu jarðfræðinga og verkfræð- inga um alt landið til þess að rann- saka námur og gera áætlanir um vinslu þeirra. Þar fundu þeir koi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.