Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1950, Blaðsíða 16
548 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10 ÁRA STARFSAFMÆLI. Þessir 10 lögregluþjónar i Reykjavík hófu starfs- feril sinn hinn 19. nóv. 1940 og fengu sinn skóla á fyrstu stríðsárunum, hinum viðsjálasta tíma í sögu lögreglunnar. Talið frá vinstri í efri röð: Konráð Ingi- mundarson, Sverrir Guðmundsson. Torfi Jónsson, Vernharður Kristjánsson, Guð- brandur Þorkelsson, Einar Ásgrímsson. Neðri röð (sitjandi): Sigurður Þorsteins son, Guðmundur Brynjólfsson, Hallgrímur Stefánsson og Valdemar Guðmunds son. (Ljósm.: Sigurður Norðdal.) „Gras-óvera“. í Endurminningum Gyðu Thorlacius segir frá því að hún reyndi að koma sjer upp matjurtagarði i Reyðarfirði, hafði þar ýmsar kálplöntur, rófur, kyrfil, spinat o. fl. En ánægjan með þennan garð varð skammvinn. „Dag einn, er við vorum úti í kauptúninu, kom auðugur bóndi með fjárrekstur, ein tvö hundruð fjár, opnaði garðs- hliðið og rak fjeð inn í garðinn. — Reyndu þó fulltrúi sýslumanns og vinnumaður okkar að koma í veg fyrir þetta og bentu honum á, að þarna væri matjurtir ræktaðar. Bóndanum fanst það ekki mundi gera mikið til, þótt kindurnar træðu niður þessa „gras- óveru“, sem hann nefndi svo. Tvö hlið voru á garðinum og stoðaði ekki, þótt menn okkar ræki kindurnar út um annað þeirra, því að bóndinn rak þær jafn harðan inn um hitt. ... Maðurinn minn ljet stefna honum og hann var aðeins dæmdur í 2 speciu sekt til fá- tækra. En þetta vakti mikla eftirtekt og skelfingu, reiði og óvild meðal allra íslenskra manna þar í bygðarlagi, ekki aðeins meðal rlmúgans, heldur og jafnvel prestanna. Sumir þeirra er komu heim til okkar nokkru seinna, sögðust vera steinhissa á því, að nokk- ur skyldi vilja láta sekta mann fyrir það, að kindur hans hefði troðið niður dálitið af grasi f garðinum.... Árum saman var okkur ekki fyrirgefið, uð við höfðum verið völd að því, að bónd- inn var sektaður. Það kom t. d. fyrir, þegar maðurinn minn var á embættis- ferðum og bað um mjólk að drekka, að honum var neitað um það, eða vísað til næsta bæar, bara af reiði út af sektardómi bóndans." Prestkosning fór fram i Lágafellssókn vorið*1890. Kusu þar 90 af 97 atkvæðisbærum mönnum og þótti eindæmi um þær slóðir. Kosinn var sjera Ólafur Steph- ensen með 50 atkv., sjera Brynjúlfur Gunnarsson fjekk 38 atkvæði, en Hannes Þorsteinsson kandidat aðeins 2 atkvæði, af þvi af flokkur sá, er ætlaði að kjósa hann, snerist allur að sjera Ólafi til þess að atkvæðatalan yrði lögmæt". (Fjallkonan). í brimgarði. Fyrir 60 árum fórst bátur í lend- ingu undir Eyafjöllum. Voru 19 menn á honum. Þegar bandamenn og peir, sem utan undir áttu að fara, sáu hvað verða vildi, fleygðu þeir sjer i sjó- inn, og skolaði öllum lifandi á iand. Hinir, sem undir árum voru cg í skutnum, urðu innan í skipinu e: því hvolfdi. Neglunni var þegar náð úr, en engin ráð voru til þess að lyfta skipinu upp, enda þótt 40 menn sem þarna voru, gengi að því. Ekki gátu þeir heldur brotið gat á byrðimnnn, því að hann var úr eik. Var því sent til bæar eftir sleggju og fór í það rúm- lega klukkustund. En eftir það náðust tveir menn lifandi úr skutnum. Þannig komust alls 10 af, en 9 fórust. Kaffidrykkja. Það er mælt, að um 1780 hafi prcst- ar hjer á landi alment verið farnir að drekka kaffi, einkum hinir yngri. Bar svo eitt sinn til á Alþingi, að prest- um var íært kaííi i skála að morgni dags, og var þar þá meðal annars sjera Snorri skáld frá Húsafelli. Töl- uðu menn þar um, hver fyrstur hefði fundið þennan drykk, og þóttust þá sumir hafa heyrt, að menn hefði !ært þetta af svínum úti á Egyptalandi, menn hefði tekið eftir því, að svínin fitnuðu af kaffibaunum, og af því hefði menn dregið það, að þær mættu nærandi vera, Þegar sjera Snorri heyrði þessa sögu, fleygði hann frá sjer kaffibollanum og kvað vísu þessa: Hafi svínin lært þá list, ljós er sú mín útskýring, trúa varla kann sá Krist, er kokkar þessa svívirðing. Þá gall við annar prestur í skálan- um og kvað stöku þessa: Þann, sem eigi kokka kann kaffi nú hjá vorri þjóð, kvíði jeg við að kalla hann kristinn upp á nýa móð. Var það Jón prestur Hjaltalín, er alla ævi sina var mikill kaffivinur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.