Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSIMS 551 Paasikivi. araamningana eftir „Vetrarstríðið“. Og eftir það íelst hann á að verða sendiherra Finna í Moskva. Var það ekki vandalaust verk, en Paasikivi var köllun sinni trur og reyndi eftir mætti að bæta sam- búð Finna og Sovjetstjórnarinnar. En hann var farinn þaðan þegar nýa stríðið braust út 1941. Meðan á stríðinu stóð ljet Paasi- kivi ekkert á sjer bera, en helt kyrru fyrir á heimili sínu. Hann Ijet þó stjórnina vita, að liann teldi það affærasælast að Finnar reyndu að draga sig út úr stríðinu sem allra fyrst, en hann beitti sjer ekki fyrir því. En svo var hann sendur til Moskva vorið 1944 til þess að fá að vita hvaða friðarkosti Hússar mundu setja. Hann átti þó enga hlutdeild í friðarsamningun- u.m, sem gerðir voru i Moskvu um haustið. Þá voru erfiðir tnnar, en i novem- ber myndaði Paasikivi samsteypu- stjórn á víðum grundvelli, svo víð- um að meira að segja tók komm- únistaflokkurinn þátt í þeirri stjórnarmyndun og hafði þó i'ram að því venð bannaður i landinu. í mars 1946 sagði Faasikivi af sjer til fcess að taka við af Mannerheim sem forseti lýðveldisins. Og við for- setakpsningarnar í mars í vetur sem leið var hann endurkjörinn til 6 ára. Á herðum hans hefir hvílt þyngsta ábyrgðin á velferð Iands- ins siðan stríðinu lauk. Það hefir verið svo þung byrði, að margur yngri maður mundi hafa kiknað undir henni. En Paasikivi er enn hinn ernasti, bæði til sálar og lík- ama og hefir aldrei gugnað fyrir erfiðleikunum. Og finska þjóðin fagnar því að svo skuli vera, því að hún kann vel að meta hvílík þjóðargæfa það er að eiga slíkan stjórnmálamann og ríkisstjóra á þessum erfiði tímum, mann, sem er einlægur ættjarðarvinur, hefir mikla reynslu og vakandi ábyrgö- artilfinningu og kann aö snúast við hverjum vanda. Þess vegna óskar þjóðin þess að fá að njóta lengi stjórnvisku hans og starfskrafta, því að hann er í augum hennar hið lifandi tákn samstarfs og endur- reisnar á þessum örlagaríku tím- um. M. L. II. ÍW íW ^ $4 í MUNNMÆLUM lifir sú sögn, að Gísli Jakobsson Snorrason- ar prests að Húsafelli (1757— 1003), fór eitt sinn að vorlagi á grasafjall, ásamt fjóruin stúlkum, austur undir jökla í svo kölliið Fljótsdiög, norðvestan Langjökuls, austur frá Eiriksjökli. Þoka var á. Veit hann ekki fyr en maður kem- ur þar að honum á brúnum hesti. í stað hnakks var reiðverið melja en beislisstengur og ístöð úr horni. Maður þessi var hár og grannur a vöxt, á að geta miðaldra, frem> ur sviplejðiir og emkennilegijr. Hafði hann loðca hrossskamssko á fótum og húfu á höfði úr sama efni, klæddur grófum, móleitum prjónafötum úr ull, er fellu vel að honum. Eigi vissi Gísli glöggt hvað an maður þessi kom, sá hann ekki fyr en allt í einu geysast fram úr þokunni. Kastast þeir kveðjum á. Spyr þá komumaður, hversu margt manna muni þar vera. Segir Gísli þar vera um 30 manna á fjallinu, auk sín og stúlknanna, er hann sjái. Hafi svo atvikast, að sjer og þeiin dvaldist þar lítið eitt lengur við tínsluna, en hinir væru skammt undan. Eigi vildi komumaður segja nafn sitt nje heimili. Gísli var svo búinn, aö hann var í fremur þröngri úlpu, hnepptri að framan. Bar hann á sjer skorið neftóþak í brjóstvasa. Kemur hon- um þá til hugar, að þreifa eftir dósunum, leggur af sjer grasa- pokann, . íráhneppir úlpunni að nokkru, en sökum þrengsla, geng- ur honum ekki sem greiðast að ná dósunum. Þessu veitir komumaður athygli með þungum tortryggnis- svip, snyr frá, slær að vörmu spori i hest sinn og ríður hvað af tók uns hann hvarf út i þokuna til landsuðuráttar inn til jökulsins. Gísli þykist nú þess íullviss, að þetta muni útilegumaður vera, tek- ur hestana, týgja þau sig sem skjót- ast og halda til byggða. Sonur Gísla Jakobssonar var hinn snjalli hugarreikningsmaður Björn, er lepgi dyaldi í Reykholti og síðar í Stafholti. Frásögn þessa hef jeg eftir vel greindum, öldruðuin manni, Brandi Brandssyni frá Barkarstöðum i Miðfirði, síðast búandi á Akranesi, dáinn ó fyrsta tug þessarar aldar. Ásui. Gestsson. íW Born mega aidrei hegða sjer fcins og íoreldrar þeirra gerðu þegar þau voru lítol — 'feví það er Ijótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.