Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 13
' LRSBÓK MOHGXJNBLAÐSTNS 561 Rotturnar hafa lagt heiminn undir sig í „History of British Mammals" eftir Barrett-Harailton og Hinton, og í „Memoir on the Rat“ eftir Donaldsen, mun vera aö finna alt sem menn vita um rotturnar frá upphafi. Er sá fróðleikur athyglisverður og birtist hjer ofurlítið ágrip af honum. Hvers vegna skyldi jeg ekki fara skyndiferð til Bandaríkjanna og koma peningunum þar í geymslu? Það gat komið á stað óþægilegum eftirgrenslunum ef jeg sendi þá í pósti. Og jeg gat ekki gengið með þá í vasanum. Jeg kallaði alla piltana á fund og sagði þeim, að bráðlega yrði send flugvjel til Bandaríkjanna, og spurði hvort nokkurn langaði til að skreppa heim. Auðvitað langaði þá alla til þess. „Þið vitið að ekki geta allir far- ið,“ sagði jeg. „En við skulum hafa samkeppni um það. Eftir hálfan mánuð fer fram hergagnakönnun, og þeir sem hafa þá sitt í bestu lagi, sitja fyrir. Þið veljið sjálfir dómnefnd, sem sker úr um það hverjir skuli fara.“ Næstu daga keptust þeir við. Alt var dubbað upp og fágað og flug- vjelarnar voru skínandi fagrar eins og þegar þær komu úr verksmiðj- unni. Þá kom annar maður til eftirlits upp úr þurru. Hann var með fjórar stjörnur og var yfirumsjónarmaður alli-a hergagna flugflotans. Hann ljet illa af því hvernig flugvjelarn- ar hefði verið á hinum flugvöllun- um, allar í megnustu óhirðu. En hjá okkur var alt tilbúið í orustu. Jeg nenni ekki að hafa eftir alt hólið, sem hann bar á okkur, en jeg fekk annað heiðursmerki. Nú hafði jeg í höndum tvö heið- ursmerki og tvö heiðursskjöl, sem sýndu það og sönnuðu að jeg væri besti flugforingi í öllu Kyrrahafi. Og jeg var talsvert upp með mjer daginn eftir, er jeg flaug til Banda- ríkjanna. Jeg hafði sjálfur veitt mjer þriggja vikna orlof. Jeg skildi menn mína eftir hingað og þangað um Bandaríkin, þar sem þeir vildu vera, en kom sjálfur heim um nótt. Foreldrar mínir urðu alveg hissa. Þau höfðu frjett að jeg væri ákærð- FYRST kom svarta rottan til Ev- rópu, „Mus rattus“ eða skipsrottan. Hún hefur komið hingað til álf- unnar einhverntíma á árunum 400 —1100. Hún kom í stórhópum að austan og fylgdi í kjölfar þjóðflutn inganna miklu. Þó getur verið að *hún hafi aðallega borist hingað með krossfarendum. Hennar er ekki getið í Epinal Glossary árið 700, en sennilega er átt við hana þar sem Alíric erkibiskup talar um „raet“ í ur strokumaður og heldu að jeg væri dauður. „Hvers vegna ertu í majórsbún- ingi?“ sagði pabbi. Jeg sagði að jeg væri leynilegur sendiboði og þau mætti engum segja að þau hefði sjeð mig. — Mamma spurði hvar jeg hefði feng- ið peningana, sem jeg bað hana að geyma. Jeg sagði að það væri líka leyndarmál. Að ákveðnum tíma flugum við svo aftur til Manila og komum heilu og höldnu til Hobson flug- vallar. Mánuði seinna heldu menn mín- ir mjer heiðurssamsæti í Manila. Og þá varð jeg að drekka áfengi. Og um kvöldið lenti jeg í illindum við ástralskan kolonel. Jeg barði hann niður og svo var farið með okkur fyrir dómara. Hann komst fljótt að því, að jeg var ekki Char- les Wobbly. Hann komst að því að Englandi um árið 1000. Þó er bent á, að orðið „rata“ hafi í Frakklandi táknað mús, og ef til vill hafi það borist yfir til Englands. Fyrstu ör- uggu heimildirnar um rottur í Ev- rópu, er að finna í skrifum Gir- aldus Cambrensis (1147—1223) Og upp frá því er þeirra þráfaldlega getið. ENGINN ágreiningur er um það meðal vísindamanna hvaðan rott- jeg var strokumaður af „Appleby“, og svo afhenti hann mig herrjett- inum. Og nú stend jeg hjer, ákærð- ur fyrir strok, fyrir að villa heim- ildir á mjer og fyrir svik. Meira hef jeg svo ekki að segja. ----oOo---- Því miður vantar niðurlag sög- unnar. En maður hefur heyrt ým- islegt. Sumir segja að rjetturinn hafi talið Sommers geðbilaðan og sent hann í hæli. Aðrir segja að yf- irstjórn flugliðsins hafi lagt bann við því að hann væri dæmdur, vegna þess hvað hann hefði staðið framúrskarandi vel í stöðu sinni. Sumir segja að hann hafi haldið majórsnafnbót sinni. En ekkert hefur heyrst um það, hvort hann hafi fengið að halda heiðursmerkj- unum. Lágalega á hann þau víst ekki, því að þau eru veitt á annað nafn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.